11.8.2009 | 11:25
Alltaf á iði!!
Kæra dagbók nú er prinsessan svolítið sein með dagbókina en rekin fyrir allar aldir á lappir til að fara með kærastanum upp á sjúkrahús í blóðprufu . Klukkan hringdi 10 mínútum fyrir sjö sem þýðir fyrir fimm að nóttu á íslenskum tíma, allt í lagi að aðlagast sænsku krónunni en prinsessan heldur sig við íslensku klukkuna þegar henni hentar . Nú er kærustuparið komið heim og er að sjálfsögðu örþreytt því vaninn er að skríða ekki framúr fyrr en um átta leytið, sex að íslenskum tíma, það þykir alveg nógu snemmt samt.
Í gær fór kærustuparið í óopinbera heimsókn í "Drottningholm" en þar býr sænska konungsfjölskyldan. Siglt var með ferju sem er smíðuð árið 1909 en lítur mjög vel út og er stöðug. Kærustuparið fékk sér að borða á leiðinni, ágætan mat og naut þess að fylgjast með landslaginu . Heitt og gott veður var í "Drottningholmen" og þar er fallegt um að litast en ekki var farið í miklar skoðanaferðir innan dyra þar sem Karl Gústav er ekki búin að lyftuvæða hýbýli sín. Gardínur sáust bærast í konungshöllinna og var það eflaust fjölskyldan að fylgjast með hinum tignu gestum sem spígsporuðu um hallargarðinn , vonandi að gestirnir hafi ekki vakið ugg hjá konungsfjölskyldunni því ekki var á áætlun að nema land í hólminum, aðeins að skoða sig um og láta Hagaparken duga, í bili allaveg . Eitthvað er þó í undirbúnini það sést best á því að við inngang hallarinnar eru blómsturker á súlum og á þeim er fangamark kærastans, ERS, eins og sést á meðfylgjandi mynd .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elskurnar mínar ! Það er svo gott að sjá ykkur svona ljómandi og alsæl, Hvenær er það Vasaskipið Allur ættboginn sendir allrabestukveðjur til ykkar , við erum í sól og blíðu nú sem stendur í Hafnarfirði, Inga kemur til okkar í kvöld til að spekulera, planera og kalkulera Allt gengur vel. puss och kram fra ömmu och afa á selló
Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:19
Frábært hvað allt er huggulegt í kringum ykkur og frábært að svíarnir hafi drifið sig í að hanna styttu fyrir ykkur hefðarfólkið og ekki verra að hafa grafið í hana. Ég hélt samt að þetta þýddi (Eign Rannveigar Skvísu!!!!) því ég hélt að þeir væru farnir að átta sig á yfirtökunni.......frábært að það sé að styttast í heimkomu...beint í Brúarhlaupið ;-)))
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.