Alltaf á iði!!

Kæra dagbók nú er prinsessan svolítið sein með dagbókina en rekin fyrir allar aldir á lappir til að fara með kærastanum upp á sjúkrahús í blóðprufu Angry. Klukkan hringdi 10 mínútum fyrir sjö sem þýðir fyrir fimm að nóttu á íslenskum tíma, allt í lagi að aðlagast sænsku krónunni en prinsessan heldur sig við íslensku klukkuna þegar henni hentar FootinMouth. Nú er kærustuparið komið heim og er að sjálfsögðu örþreytt því vaninn er að skríða ekki framúr fyrr en um átta leytið, sex að íslenskum tíma, það þykir alveg nógu snemmt samt.Kærustuparið að borða í siglingunni!

Í gær fór kærustuparið í óopinbera heimsókn í "Drottningholm" en þar býr sænska konungsfjölskyldan. Siglt var með ferju sem er smíðuð árið 1909 en lítur mjög vel út og er stöðug. Kærustuparið fékk sér að borða á leiðinni, ágætan mat og naut þess að fylgjast með landslaginu Smile. Heitt og gott veður var í "Drottningholmen" og þar er fallegt um að litast en ekki var farið í miklar skoðanaferðir innan dyra þar sem Karl Gústav er ekki búin að lyftuvæða hýbýli sín. Gardínur sáust bærast í konungshöllinna og var það eflaust fjölskyldan að fylgjast með hinum tignu gestum sem spígsporuðu um hallargarðinn Errm, vonandi að gestirnir hafi ekki vakið ugg hjá konungsfjölskyldunni því ekki var á áætlun að nema land í hólminum, aðeins að skoða sig um og láta Hagaparken duga, í bili allaveg Cool. Eitthvað er þó í undirbúnini það sést best á því að við inngang hallarinnar eru blómsturker á súlum og á þeim er fangamark kærastans, ERS, eins og sést á meðfylgjandi mynd Joyful. ERS, alveg greinilegt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskurnar mínar !  Það er svo gott að sjá ykkur svona ljómandi og alsæl, Hvenær er það Vasaskipið Allur ættboginn sendir allrabestukveðjur til ykkar , við erum í sól og blíðu nú sem stendur í Hafnarfirði, Inga kemur til okkar í kvöld til að spekulera, planera og kalkulera Allt gengur vel. puss och kram fra ömmu och afa á selló

Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:19

2 identicon

Frábært hvað allt er huggulegt í kringum ykkur og frábært að svíarnir hafi drifið sig í að hanna styttu fyrir ykkur hefðarfólkið og ekki verra að hafa grafið í hana. Ég hélt samt að þetta þýddi (Eign Rannveigar Skvísu!!!!) því ég hélt að þeir væru farnir að átta sig á yfirtökunni.......frábært að það sé að styttast í heimkomu...beint í Brúarhlaupið ;-)))

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband