Gróðinn nýttur!

Kæra dagbók það held ég að prinsessan sé að nýta gróðann sem fékkst við það að kaupa ekki Miu Miu töskuna sem kostaði yfir 100.000 íslenskar krónur á 50% afslætti Wink. Prinsessan hefur stundað veitingastaði stíft síðustu dagana og í gær var farið á "Friday´s" já já. "Réttur til að deila" varð fyrir valinu og deildi nú kærustuparið á "Friday´s" og líkaði bara vel eitthvað var þó meira deilt kærastans megin en það var allt í góðri sátt og eingar deilur um það Tounge.

Síðan var tekinn góður göngutúr um miðborgina svona aðalega til að prinsessan gæti sýnt sig og þá um leið glatt samferðarfólkið á götum úti.  Þá var splæst í ís Cool og sest á "rónabekk" og horft á mannlífið. Þetta var parinu svo erfitt að það hélt heim og hvíldi sig um stund Sleeping. Þar sem enn var lítið gengið á gróðann var farið í göngutúr um kvöldmat og stoppað á ítölskum veitngastað og snædd pizza Smile. Enn er hellingur eftir af gróðanum svo það er bara að halda áfram þessu sældarlífi og í dag er stefnan tekinn á kaffihús, fyrst smá hjólatúr og svo að setjast niður og horfa á fólkið sem ekki græddi eins mikið og prinsessan og getur því ekki sest á kaffihús sér til gleði og ánægjuauka Shocking.

Áðan fór kærastinn í "tékk" upp á sjúkrahús og að sjálfsögðu fór prinsessan með hún má nefnilega ekki missa af neinu og þarf að hafa góða yfirsýn yfir allt. Það gékk vel í morgun og nú er ítarlegri skoðun eftir nokkra daga og í næstu viku fáum við svör við hvernig lækningin hefur gengið hingað til Joyful.

Bless kæra dagbók og nú er bara að njóta stundarinnar og fá sér góðan kaffibolla Tounge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl,,,jájá Rannveig mín þú ert alltaf í gróða og láttu þetta sældarlíf bara eftir ykkur og njótið vel. Gott að allt gengur vel, kv. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 14:42

2 identicon

Mér líst vel á ykkur kærustuparið.  Ég var líka að græða.  Við vorum að kaupa bíl núna áðan og eiginmaðurinn segir að hann sé á svo ótrúlega góðu verði að mér skilst að ég hafi rétt í þessu grætt eina milljón.  Þess vegna ætla ég að bjóða honum í bíltúr um verlsunarmannahelgina austur fyrir fjall í humar. Já Rannveig mín eigum við ekki að fara í framboð næst við erum konur sem kunnum með peninga að fara. Bestu kveðjur til ykkar beggja.

Edda (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 15:54

3 identicon

Hæ sqeeze. Gott að heyra að allt gengur vel og nú er bara að krossleggja allt sem hægt er að kossleggja svo niðurstöður verði áfram góðar.  Héðan er líka allt gott að frétta þó svo að maður geti ekki farið á veitingahús tvisvar eða jafnvel oftar á dag. Það gerir heldur ekki mikið til því við hlaupagellurnar erum duglegar að skreppa á pallana hver hjá annarri eftir hlaupin og veðrið hér heldur bara áfram að koma manni á óvart. Ég er að spá hvort ég eigi að gera einhverjar ráðstafanir svo öll glösin og fíneríið detti ekki úr skápunum í skjálftanum í kvöld og svo leist mér rosalega vel á hugmynd Söndru - að ljúka úr rauðvínsflöskunni því hún gæti splundrast í látunum.

Haltu áfram að vera þú, bestu kveðjur til kærastans, hafið það sem allra best,neytið meðan á nefinu stendur, lifið í lukku en ekki í krukku, chiao

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 20:55

4 identicon

Sælar ég beið svo lengi eftir eldgosinu og jarðskjálftanum að ég hafði ekki tíma til að kíkja á bloggið í gær Þetta er algjör snilld hvað allir eru að græða í kreppunni....ég er að hugsa um að fara og kaupa mér eitthvað fallegt á eftir ég held nefnilega að ég hafi líka grætt í gær...ég stoppaði ekki á stöðvunarskyldu og það er örugglega slattapeningur (var reyndar á hjóli...en hvað með það), svo er spurning um að fara að gefa út matreiðslubók...þið hafið áreiðanlega margar góðar hugmyndir 

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband