Svefnpurka!!!

Kæra dagbók það er næsta víst að ekki var baun undir dýnum prinsessunnar í nótt því hún svaf vel og fast í 9 klukkutíma og leit út eins og að hafa verið "að drekka eitthvað annað en malt" þegar hún steig fram úr Blush.

Eftir hrakfarir kærastans ákvað prinsessan að vera elskuleg og bauð sínum út að borða í hádeginu eftir læknisskoðunina. Prinsessann valdi veitingastað aðalega eftir útlitinu, nema hvað Cool. Þar settist parið og byrjaði á að panta drykki og fór síðan að lesa matseðilinn og ekkert nema fiskur á seðlinum, úps ekki alveg fyrir prinsessuna en hins vegar er kærastinn orðinn þvílík fiskæta að það er ótrúlegt, ekki sami maður Woundering. Í því kemur framleiðsludrengurinn klæddur sjóliðajakka með drykkina og hrökkbrauð og eitthvað til að smyrja ofan á. Prinsessan, af eðlislægri forvitni, spurði hvað væri í þessari "smyrju" jú rjómaostur og kavíar, "kræst". Þar sem prinsessan vildi ekki veikjast á staðnum borðaði hún hrökkbrauðið þurrt og pantaði sér salat eftir að hafa fullvissað sig um að ekkert fiskmeti væri í því GetLost. Kærastinn fékk hins vegar þennan fína fiskrétt og vill ólmur fara á þennan stað aftur Tounge.

Í gær hélt "djammið" áfram því þá hélt parið á veitingahús sem býður upp á "brunch" í hádeginu með jazz undirleik, það var frábært að sitja í góða veðrinu og borða mikið og gott og hlusta á frábæra tónlistamenn Smile. Eftir mat kom kærastinn auga á  garnabúð með flottasta garni "ever" , prinsessan keypti í nýja handavinnu en því miður engar smellur, hvernig endar þetta eiginlega Crying.

Bless kæra dagbók nú er bara að hafa það gott áfram því heilsan er öll að lagast og þrekið að aukast enda kærastinn rosalega duglegur eftir erfið og mikil veikindi Kissing.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki allt eins lífið hans Sveins.  Það sem þið lendið í er ekki í lagi með þennan bílstjóra.   Vonandi koma meiðsli ekki fram síðar.  Nú rignir sem betur fer fyrir gróðurinn, það var orðið ansi þurrt.  Annars allt í rólegheitunum hér heima.

Gangi ykkur vel.

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 17:50

2 identicon

Það var nú við því að búast að prinsinn félli fyrir prinsessunni í orðsins fyllstu...jæja hér rignir eins og hellt sé úr fötu á nokkurra mínútna fresti....þannig að pallar, svalir og tún eru ekki mikið notuð núna  mikið væri gott að tylla sér með ykkur hefðarfólkinu á góðan veitingastað bíðandi eftir jarðskjálfta og eldgosi...já það er víst búið að spá jarðskjálfta um klukkan 23 annaðkvöld og þar sem ég er eitthvað stíf í öxlum ætla ég að standa á hrauni eða malbiki til að finna sem mest fyrir honum og vona að ég fái gott nudd upp í axlir jú svo hitti ég 3 aldraðar skvísur sem bentu mér á að fuglarnir væru farinir að láta sig hverfa og það væru merki um jarðskjálfta....ætli þær hafi heyrt um jarðskjálftaspánna..... það verður spennandi að fylgjast með en nú ætla ég að drífa mig í að klára rauðsvínsflöskuna ef það skildi koma jarðskjálfti þá er ekki gott að hún fari til spillis hehehhehe. Jæja það var nú gott að þú gast sofið eftir þetta áfall sem þið lentuð í og gangi ykkur vel að ná þreki og heilsu...knús til ykkar

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 830

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband