25.7.2009 | 09:48
Lánið leikur við kærustuparið!!
Kæra dagbók mikið varð nú prinsessan hrædd í gær já alveg bara skelfingu lostinn. Kærustuparið var að stíga inn í leigubíl á leið upp á sjúkrahús þegar að bílstjórinn steig út og skildi bílinn eftir í hlutlausum og ekki í handbremsu . Að sjálfsögðu fór bílinn af stað, prinsessan var rétt búin að opna hurðina en kærastinn búinn að setja annan fótinn inn og stíga í hann og bíllinn á hraðferð, skipti engum togum að kærastinn missti jafnvægið og reyndi að koma fótunum fyrir sig en datt svo illa á pallinn á matsölustað á neðstu hæðinni . Prinsessan var með það á hreinu að nú væri hann rifbeinsbrotinn og eitthvað meira slasaður, það var ekki á það bætandi, fallið leit mjög illa út. Bílstjórinn stóð eins og þvara og hvorki aðhafðist nokkuð né sagði. Það dreif að kokka og framleiðslufólk af báðum veitingastöðunum á neðstu hæðinni og þeir vissu alveg hvað þeir voru að gera, tékkuðu á helstu hættumerkjum og buðust til að hringja á sjúkrabíl . Þarna lá kærastinn í götunni og reyndi að sannfæra viðstadda um að líklega væri bara allt í lagi og að hann væri hvort sem er á leið á sjúkrahúsið í skoðun. Þá var hann bara skoðaður betur og látinn gera ýmsar hundakunstir og þá fengum við fararleyfi og fórum beint upp á sjúkrahús það sem hann var allur skoðaður aftur og fékk plástur á hnéð, svona er kærasti prinsessunnar sterkur . Hins vegar var prinsessunni svo brugðið að hún þagði alla leið á sjúkrahúsið en það tekur um 30 mínútur að aka þangað og það gerist nú ekki oft . Að vísu hafði hún vit á að skrifa hjá sér nafn og númer leigubílsstjórans sem var alveg "úti að aka" ef ekki bara í Kakakstan, hann hefur vonandi drifið sig heim í háttinn og tekið frí það sem eftirlifði dags til að forða öðrum frá sér .
Þegar við komum heim aftur tók hjálparliðið á móti okkur og vildi fullvissa sig um að allt var í lagi, ekkert nema umhyggjan .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur í golfið og útilegurnar svo ekki sé talað um á svalirnar og pallana
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
OMG það er aldeilis að það á að reyna á kærastann þinn, ekki nóg með að hann taki læknismeðferðina með stæl þá reynir á eitt og annað hjá honum í leigubílum. Úff þetta hefur sem betur fer farið á betri veg en leit út fyrir. En halló ertu að segja alveg satt ???? Kom ekki orð frá þér í 30 mín, jæja það gerast ótrúlegir hlutir í Svíþjóð. he,he. En gott að þetta fór ekki verr. Héðan er allt svipað að frétta, litli prinsinn kemur frá Finnlandi í dag og svo kemur gamli prinsinn minn frá Danmörku eftir viku. Ég hlakka til að fá þá alla í mömmuknús og svoleiðis. Bestu kveðjur af costadel pallurinn á B-17
Ásta Eyjólfs
Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.