18.7.2009 | 08:21
Frábær dagur í gær!!
Kæra dagbók við kærustuparið höfðum það sérdeilis flott í gær . Við tókum leigubíl niður að höfninni þar sem skerjagarðsbátarnir láta úr höfn. þarna við höfnina er "Grand Hotel" en þar gisti Britney Spears í síðustu viku en þetta er samt eitt flottasta hótelið hér í Stokkhólmi . Við drifum okkur inn enda prinsessa á ferð og þar fengum við okkur hádegismat, sesarsalat með grilluðum kjúkling og var það lítið dýrara en á veitingahúsunum í okkar götu en virkilega þess virði þjónustan var betri á allan hátt, opnaðar dyrnar á leigubílnum prinsessunni vísað inn þetta hæfðir svona prinsessu mjög vel .
Á eftir fengum við okkur smá göngutúr meðfram sjónum og kíktum á bátana og settumst á einn bryggjubarinn þar sem prinsessan fékk hvítvínsglas og kærastinn kók í gleri og fullt af klaka, þarna var yndislegt að sitja í góða veðrinu, undir sólhlíf og horfa á lífið . Tókum leigubíl heim og hvíldum okkur vel hér heima eftir frábæran dag .
Núna er prinsessan að þvo, þessar prinsessur eru svo snyrtilegar, prinsessan skellti veskinu sínu, hliðartösku, í þvottavélina áðan. Þessi fína Guess-taska var farin að láta virkilega á sjá með hinum ýmsu blettum og ekki lengur fallega beinhvít heldur skjöldótt og ekki prinsessu til prýði. Nema hvað taskan er orðin svo fín og hæfir prinsessunni í næstu bæjarferð. Nú er bara að halda áfram að þvo og síðan að versla. Já kærustuparið ætlar að skella sér í piknikk á landareign prinsessunnar um hádegið og liggja þar í leti með sólhlíf/regnhlíf og slappa vel af í sólinni og hitanum, gott að búa að því að eiga þennan fína garð hinu megin við götuna .
Eitt furðulegt með Svíana ; í Hagaparken en veitingastaður sem við höfðum hug á að heiðra með nærveru okkar en nei, lokað frá 14. júlí til 1. ágúst vegna sumarleyfa, "common" hvenær má búast við mestu viðskiptunum í útivistargarði. Þessu stefni ég á að breyta. Reyndar eru fleiri staðir þarna og hótel við innganginn, hótelið er opið en við eigum eftir að kanna hina staðina .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í góða veðrið og verið dugleg að nýta pallana og svalirnar meðan hægt er!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.