15.7.2009 | 08:04
Af valdaránum!
Kæra dagbók mér fannst nú allt í lagi þó að prinsessan á bauninni öðlaðist völd í Hagaparken en þegar verið er að fremja valdarán hjá henni gegnir allt öðru máli . Síðastliðin þrjátíu ár er það prinsessan á bauninni sem hefur farið fyrst á fætur á morgnana, ein og óstudd og jafnvel farið í það að koma öðrum á lappir. Hvað gerist nú, Prinsessan er vakin á hverjum morgni og henni gert að fara fram úr og hana nú, allt í lagi af fara á lappir en að kærastinn til þrjátíu ára skuli taka upp á því að vakna á undan og vilja fara að borða morgunmat með sinni er sko ekkert annað en valdarán, búið að taka þetta hlutverk af prinsessunni . Eins og það sé ekki nóg nei nei! það er prinsessan sem hefur séð um það að vera með æsing og fljót til á meðan kærastinn hefur tekið öllu með sóískri ró. Hann hefur nú tekið upp á því að vera fljótur til og alltaf að vera að gera eitthvað eða skipuleggja eitthvað. Ekki veit ég hvernig þetta endar, kannski eru þetta sterarnir, því alkunna er að steralyf valda því að fólk verður svolítið ofvirkt á þeim, þið ættuð að sjá prinsessuna á sterum .
Nú er brostin á bongóblíða svo prinsessan ætlar að gerast portkona næsta klukkutímann og leggjast í sólbað í portinu, búin að bera á sig sólarvörn í bak og fyrir og finna til bók að lesa .
Bless kæra dagbók og vonandi er gott golfveður á Íslandi núna .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komið þið sæl, eru það sterarnir eða eiginleikar frá gjafanum sem eru að segja til sín. Hér er sól núna og ég mætt í vinninu en ég held að ég sé ekkert að pína mig inni núna og gefi mér frí. Vinn þegar sólin lætur ekki sjá sig. Hreinn er að fara ganga í það heilaga núna á laugardaginn og verð aðeins að stússast í kringum það. Aníta og fjölsk. eru að flytja út um mánaðarmótin, til Köben, þannig að það er nóg að gera hér í fjölskyldunni. Gott að heyra að allt gangi vel, góðir hlutir gerast hægt.
Kveðja,
Anna Stína.
Anna Kristín (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:01
ohhhh, svo gaman að vera á sterum, sérstaklega svona almennilegum skömmtum;)
Júlíana , 17.7.2009 kl. 02:09
Gaman að lesa hvað allt gengur vel.
kveðja
Kristján
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.