30.6.2009 | 07:25
Upptekin prinsessa!!
Kæra dagbók það er sko varla að ég hafi tíma til að tala við þig, ég er svo rosalega upptekinn . Við erum komin upp á sjúkrahús þar sem Eyjólfur er fær lyf í fljótandi formi og á meðan ætlum við mæðginin að skreppa í ræktina hér, eflaust rosalega gott loft og svalandi því hitinn er bara 25° núna kl.0830 . Við verðum svo fitt á eftir því þetta heitir "Fitness center", bíddu bara kæra dagbók . Síðan á náttúrulega að kynna snákana, sniglana og hérana fyrir Vigfúsi, ég veit að þeir bíða spenntir.
Já Vigfús Almar mömmu sinnar kom í gær, orðinn 21 árs, var bara 20 síðast þegar ég sá hann. Þá var hann með hár langt niður á bak en núna er hann líkari pabba sínum í klippingu fyrir utan smá hár sem hægt er að nýta í góðan hanakamb . Hann hefur líka verið duglegur í ræktinni heima svo að mér er óhætt með honum í ræktinni innan um alla kraftajötnana af karkynstegund.
Tengdaforeldrarnir komu líka í gær og var sérdeilis gaman að hitta þau hress að vanda en höfðu nú haft töluverða áhyggjur af okkur litlu börnunum okkur þennan tíma sem við höfum verið hér . Við fórum saman á hverfiskrána og fengum okkur ágætan kvöldverð og sátum úti í hitanum og það var bara alveg meiriháttar, síðan sátum við góða stund heima í íbúð og gleymdum að horfa á íslensku fréttirnar í tölvunni en allt í lagi við Eyjólfur horfðum bara á þær þegar hjónin fóru, þau eru nú svo dugleg að þau gengu niður á hótel eftir erfiðan ferðadag, allavega 15-20 mínútna göngutúr. Svona verður maður hress á því að stunda golf .
Bless kæra dagbók og mikið var gott að fá svona margar og góðar kveðjur og fréttir að heiman ég sem hélt að allir væru í útileg, ferðast innan lands í sumar, og væru líka "punglausir" .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kær kveðja til ykkar allra þarna í Svíaríki.
kv.
Dóra
Dóra (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.