27.6.2009 | 08:46
Frá Pontíusi til Pílatusar!
Kæra dagbók það hefur verið frekar erfiður morgun hjá mér! Fyrir utan að þurfa að fara í sturtu, þvo mér og að útbúa morgunverð svo ég tali nú ekki um að borða hann þá hef ég þurft að flakka víða og óþarflega lengi .
Þetta byrjaði í gær, ég fór í apótekið á sjúkrahúsinu til að ná fyrst í lyfin sem ekki voru til í fyrradag og síðan að leysa út önnur lyf, ný. Það "furðulega" gerðist, lyfið var ekki til, vel rekið apótek hér, byrgjar látnir um geymslukostnaðinn. Leit hófst að lyfinu því það lá á að fá það, loks fannst eitt apótek sem átti lítilshátta til af lyfinu. Ég lét taka það frá og fór vandlega yfir það með lyfjafræðingnum í apótekinu á sjúkrahúsinu hvernig lyfið væri greitt og hvort það væri ekki öruggt að ég fengi lyfið, jú jú allt hafði fylgt með í pöntuninni . Ég dreif mig með leigubíl að ná í lyfið klukkan átta í morgun því það átti bara að bíða eftir mér og við áttum að mæta upp á sjúkrahús upp úr níu. Þegar í apótekið kom var ekkert tilbúið og hringja þurfti mörg símtöl til að fá á hreint að þetta yrði greitt og að ég ætti að fá lyfið, þetta tók um 40 mínútur . Næst var að panta leigubíl og fara upp á sjúkrahús en pikka Eyjólf upp á leiðinni því það var jú í leiðinni og sú leið greiðfær og góð, segi ég af reynslu. Vá flottu leigubíll og bílstjóri í einkennisbúning og svo kurteis og elskulegur . Nú voru það leigubílamiðarnir sem klikkuðu, reyndar alltaf svolítð vesen að koma þeim í gegnum "strikamerkjalesarann", núna gékk ekkert og við prófuðum nokkra miða, eftir um 20 mínútur tókst þetta loks og við lögðum af stað. Tókum Eyjólf upp og síðan átti að vera greið leið upp á sjúkrahús en nei, nú hafði einhverju gáfumenninu dottið í hug að hafa framkvæmdir í gangi á að minnsta kosti tveimur leiðum út frá borginni í suður . Við fengum að vísu flotta "túrista" útsýnisferð en kannski ekki alveg rétti tíminn. Vesalinga bílstórinn var í rusli því hann hafði ekki hugmynd um framkvæmdirnar, hafði ekki kveikt á leiðarvísinum sem hefði varað hann við framkvæmdum en hann þekkti vel leiðina upp á sjúkrahús. Karlanginn alveg miður sín og baðst margfaldar afsökunar en við létum vita að við yrðum sein og vitum að það er óhollt að stressa sig svo við nutum bara útsýnisferðarinnar .
Nú sitjum við upp á sjúkrahúsi og það er verið að dæla einhverju í Eyjólf, úti er allavega 23°C og á eftir að hlýna og það er glaða sólskin, vonandi komumst við eitthvað út í dag því það er svo hressandi. Eyjólfur þarf að maka á sig sólarvörn því hann er á "fyrsta ári" nýfæddur.
Bless kæra dagbók ég ætla að reyna að kanna betur í dag landareignina sem ég helgaði mér í gær.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já já þú ert ekki af baki dottin Rannveig mín gerið þetta allt saman með annari hendi híhíhí.
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 09:02
Sæl Rannveig mín.
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Maður sér að jákvæðnin og dugnaðurinn hjálpar þér í gegnum þetta verkefni ykkar. Gangi ykkur vel áfram elsku besta.
Knús, Júlíana :-)
Júlíana Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 10:01
Vá þetta hefur verið annasamur morgunn! Mér datt í hug yngri sonur minn þegar ég var að lesa þetta "léleg þjónust=ekki borga" hann fékk nefnilega þá hugmynd einn með sjálfum sér um daginn að næst þegar hann færi í klippingu og þegar rakarinn myndi sýna honum í spegilinn hnakkann eftir klippinguna og spyrja eins og venjulega jæja hvernig líst þér á...þá ætlaði hann að segja "illa" og þá myndi hann fá ókeypis klippingu....(aumingja barnið að reyna að finna kreppuhugmynd!) Jæja hér sést ekki í sólina lengur en það er hlýtt, þó ekki eins hlýtt og hjá ykkur! Jæja ég vona að sænsku kjötbollurnar smakkist vel...hafið það sem allrabest! kv SJ
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.