Sólardagur!!

Kæra dagbók hér sitjum við og snæðum morgunmat, fyrst pöntuðum við og fengum svo fært á bakka Smile. Svona er að vera á fyrsta flokks hóteli, veit ekki hvernig fer fyrir okkar þegar við yfirgefum sjúkrahúsið. Kannski er einhver þarna úti sem vill gerast aupair hjá okkur til að forða okkur frá því að verða hungurmorða. Við fáum líka hrein handklæði á morgnana og eina sem ég geri er að búa um mig og sturta mig. Peran þarf sem sé að sjá um að þrífa salernið, þvo handklæðin og útbúa matinn en fær frítt húsnæði, þarf að koma sér á staðinn og burt aftur þegar mér hentar!!FootinMouth

Annars er von á Vigfúsi um mánaðarmótin og hann getur verið fyrsta peran okkarErrm . Inga María var hér í júní byrjun og eldaði ofan í foreldrana en því miður var lítið hægt að nota það því Eyjólfur var í fullri þjónustu á sjúkrahúsinu. Hún náði þó að plokka  á mér augabrúnirnar svo þú kæra dagbók sérð að það er búist við ýmsu af perunni Cool.

Í gær fórum við Eyjólfur í tvisvar í langan göngutúr hér inn á sjúkrahúsinu, eftir því endilöngu og til baka aftur. Það er mjög langur gangur og ekki styttri en gangurinn í Setbergsskóla. Síðan voru gerðar æfingar eftir "prógrammi" sjúkraþjálfaransPolice. Við gerum ráð fyrir að vera ekki minna dugleg í dag, reyndar ætla ég líka út að ganga en "viðhöldin" hans Eyjólfs láta illa af stjórn svo það er ekki vinnandi vegur að dröslast með þau út, við förum bara seinna því "viðhöldunum" fer að fækka eftir helgi.

Bless bless kæra dagbók.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Hæ.elskurnar, hér er sólarlaust og frekar kallt að mínu mati, nú á Sigurjón bara eftir eina vaktasyrpu og svo sumarfrí, kanski förum við rúnt um landið svo sem eina viku kanski í tjaldi eða gistum bara á Foss-hótelum kemur í ljós þegar ég verð búin að skipuleggja. Annars er bara allt við það sama hjá okkur, hitti Huldu Þórðar í gær lítur mjög vel út þessi elska. Það verður gaman þegar Vigfús kemur til ykkar, gangi ykkur vel kv. Sigurlaug og Sigurjón

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 13:04

2 identicon

Komið þið sæl.  Rannveig mín þið eru sjálfsagt líkar mæðgurnar, þurfið aðeins að láta vita af ykkur þegar þið mætið á staðinn, það er bara flott, enda glæsilegar.  Hér er ekkert sérstakt veður, hlakka mikið til að komast í sólina.  Er að taka til sumarfötin, vonanadi kemst ég í þau.  Gunnvör mágkona var að útskrifast í gær, master í Íslensku, og heldur hún áfram og er byrjuð að vinna rannsóknarverkefni í einhverjum fræðum.  Hreinn ætlar að ganga í það heilaga í júlí, tími til kominn, með tvö börn.  Það er nóg að gera hjá okkur núna í sumar.  Eins og þú heryir þá er allt gott að frétta af okkur.

Baráttu kveðjur frá okkur hér á Völlunum.

Bið englana mína að fylgjast með ykkur.

Kveðja,

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 13:28

3 identicon

Það væri nú ekki leiðinglegt að vera PERA hjá ykkur jafnvel þótt að þurfi að plokka augabrúnirnar á þér hahhaha. Ég er ekki viss um að það sé gott fyrir þig að fá hjól þarna út...þú ert svo mikil skvísa og gætir þá lent í því sama og ég í haust,,,að hjóla í þröngu pilsi og fljúga á hausinn á hjólinu!! En annars heyrist mér þú meira vera Sporty Spice...dugleg að hreyfa þig. Kveðja til Eyjólfs með von um að honum takist að losa sig við "viðhaldið" sem fyrst:-)

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband