Annar dagur í tölvu!!

Kæra dagbók dagurinn í gær fór meira og minna í tölvuna, skoða póst, svara pósti, blogga, lesa moggann, hlusta á íslenskt útvarp og horfa á íslenskt sjónvarp. CoolNúna er ég að fara niður í íbúð og ná í ýmislegt sem við kemur tölvunni, mús, heyrnartól. "upptökuaugað", bankalykil og ég veit ekki hvað og hvað. Reyndar á líka að þvo sér rækilega og þvo föt, ekki góð aðstaða hér á sjúkrahúsinu en alveg hægt að lifa við það í stuttan tíma.

Síðasta kvöldið hennar Ingu Maríu hér fórum við mæðgur út að borða í Gamla-Stan en það er elsti hluti StokkhólmsSmile. Ferðamenn sæka í þennan stað en svo eru Svíar líka duglegir að fara þarna um. Veitingastaðir eru í flestum húsum eða þá verslun nema hvort tveggja sé. Sumar göturnar eru svo þröngara að það er eins gott að vera ekki í buxnastærð 48 því þá sæti maður fastur á mjöðmunum, við vorum ekkert varar við "Kana"GetLost.  Veitingastaðurinn sem við enduðum á bauð upp á góðan mat og dúkuð borð og mjög afslappað og þægilegt andrúmsloft. Ég fékk mér sirlonsteik með flottu hrásalati og bakaðri kartöflu og át allt enda hefur verið óttarlegt skyndibitafæði á frúnni. Inga María fékk sér grillaðan lax með flottu salati, æ ég gleymdi rauðvínsglasinu sem ég fékk mér!!!Halo Við héldum reyndar fyrst að við værum að ráðast inn í einkasamkvæmi því allri gestirnir litum upp og fylgdust með okkur þegar við mættum. Svo föttuðum við að það er ekki á hverjum degi sem svona glæsilegar "systur" heimsækja veitingastaði, það að ég rak töskuna í borð og Inga María felldi stól og gösin duttu um koll þegar við settumst held ég að hafi ekkert með athyglina sem við fengum að geraBlush.

Eftir mat gengum við um þröngar götur og festumst hvergi og keyptum okkur eftirrétt á leiðinni heim og höfðum það svo gott yfir sjónvarpinu.

Í dag er midsommeraftonWhistling hér, sem er svipað og Jónsmessan heima nema þeir halda þetta með miklum bravör og að því að mér skilst alltaf á föstudaginn sem næst liggur aðfaranótt 24. júní. Þeir reisa rosa flotta blómastöng og skreyta mikið með blómum bæði sig og umhverfið. Svíarnir skemmta sér allan daginn borða vel og dansa og syngjaHappy. Þetta er útihátíð en veðurútlitið er ekki flott, rigning í kortunum en vonandi rætist það ekki. Í fréttunum sem eru núna í sjónvarpinu eru allir með blómakransa á höfðinu og voða gaman, þetta er víst ein hefðin og mér verður ósjálfrátt hugsað til Rúnars frænda en einhverra hluta vegna gerist það alltaf þegar ég sé blómakransa þó að það séu bara fíflakransar sem eru honum lífshættulegirShocking.

Annars allt á réttri en hægri leið hjá okkur! Bless bless kæra dagbókSmileSmile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ,hó mikið er ég fegin eftir að hafa lesið bloggið að þú er greinilega alveg eins og vanalega. Þú veist að þú og þínir eruð glæsileg hvar sem þið komið og hvort þið veltið einu glasi um koll eða stóll það er aukaatriði. Gott að heyra frá ykkur og risaknús til ykkar Eyjólfs úr bíðunni í norðurbænum Kv.Ásta Eyjólfs

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 13:01

2 identicon

Hæ, frábært að geta byrjað að lesa aftur bloggið og sjá hvað er í gangi. Héðan er allt gott að frétta.  Síðustu helgi fórum við náttúrulega í útilegu, á Hvollsvöll, það var mjög gaman, við fengum gott veður og vorum með góðu fólki.  Krökkunum fannst náttúrulega frábært (það voru 6 fullorðnir en 10 krakkar!!!).  Við förum því miður ekkert þessa helgi þar sem Huldar er að fara í próf á mánudag, en það verður sko farið næstu helgi, ekki spurning.  Við vorum enda við að horfa á upptökur úr brúðkaupinu okkar, með strákunum, þeim þótti þetta mjög merkilegt og skrítið hvað allir voru ungir.  Þegar ég labbaði inn kirkjugólfið með slörið fyrir andlitinu sagði Arnar Svanur "Þú er eins og draugur"   Það var mjög gaman að heyra í "Selló kórnum" með Ingu og Sigga, Önnu björk, Gógó, Óla og Eyjólfi, þið verðið einhverntíman að sjá það.  Huldar vill að það komi fram að hann er alltaf að hjóla, hjólar í vinnuna og heim og fer líka í ræktina   Bestu kveðjur frá okkur öllum, Sólveig og Co.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband