2.6.2009 | 09:07
Rigning beint niður!
kæra dagbók hér rignir í dag og það beint niður sem mér finnst alltaf merkilegt því heima á Íslandi liggur rigningunni alltaf svo mikið á . Ég fór í göngutúr í rigningunni, í regnkápu, og fannst það bara fínt, heima hleyp ég í mesta lagi út í bíl í rigningu.
Í gær var hins vegar glaðasólskin og 25°C og við fengum okkur göngutúr(a) og settumst á hina og þessa bekki í nágrenninu til að hvíla lúin bein . Ég hef "mikinn" áhuga á að kynna Eyjólf fyrir snákunum "vinum mínum" en þeir hafa ekki látið sjá sig þegar Eyjólfur er með mér og nú er ég búin að fatta af hverju, jú Eyjólfur fer aldrei út án gleraugna. Það er einmitt það sem er ólíkt með okkur kærustuparinu að hann fer ekki spönn frá rassi án gleraugna, ég hinsvegar skil mín alls staðar eftir en samt segir augnlæknirinn að hann treysti mér ekki á milli herbergja án þeirra. Eyjólfur vill helst að ég sé með þau því ég verði svo merkileg með mig án þeirra, geng fram hjá vinum og góðum kunningjum án þess að heilsa og það finnst mínum veluppalda og prúða manni ótækt. Ég hins vegar er fyrst núna að uppgötva ágæti þeirra þegar snákarnir sem allt eins gætu verið skröltormar, sem bíta, forðast mig þegar ég er með þau, ég lít út eins og gleraugnaslanga.
Eitthvað er núna að birta til og við fáum okkur örugglega smá göngu seinnipartinn, við eigum allavega regnföt.
Kæra dagbók okkur er farið að hlakka til föstudagsins því þá er von á litla barninu okkar í heimsókn, litli strákurinn okkar kemur svo í smá heimsókn um mánaðarmótin júní, júlí. Svo það eru spennandi tímar framundan og tengda-/foreldrarnir koma líka í lok júní.
Bestu kveðjur til allra heima og bless kæra dagbók.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Rannveig mín. Það verður gaman fyrir ykkur að fá heimsóknirnar, það styttir tímann. Hafið það sem allra best.
Kveðja Margrét Böðvarsdóttir
Margrét Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 19:53
Sæl verið þið
Allt er þetta samkvæmt áætlun sé ég Gott að vel gengur. Best gæti ég trúað að þú læknist af ofnæminu í leiðinni.
Ég var að horfa á mynd um Beatrice Potter, vona að ég stafsetji rétt. Hún er fræg fyrir teikningar og sögur af dýrum. Þú sem ert svo vel ritfær gætir búið til skemmtilegar sögur um þig og sænsku snákana. Yrði ábyggilega metsölubók.
Guðríður (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.