Hresskellur!

Kæra dagbók nú er ég sem sé smituð! Ég fór að lesa yfir "fésið" í gær og sá að ótrúlegustu "Hresskellur" voru farnar að sofa yfir sig og "skrópa" í ræktinni, hvað er að gerast þarna á Íslandi. Ég hins vega tók til "fitness" dressið í gærkvöldi svo ég þyrfti nú bara að hoppa í það í morgun og mæta spræk og styrkja "kroppinn".  Ég vaknaði klukkan 07:03 hress og til í allt, snéri mér á hina hliðina og þá var klukkan skyndilega orðin 08:15, hvað gerðist er mér hulin ráðgát en vegna reglusemi minnar var þetta of seint fyrir mig í ræktina.  Ég sturtaði mig bara og fékk mér vænan morgunverð og var svo heppinn að hitta á frænku Emils í Kattholti svo við snæddum saman og böbbluðum á ensk-sænsku, það var hressandi og ekki síðra en ræktin.

Úti er helli rigning og logn alveg frábært veður til að fara út að labba í pollagallanum því það er vel hlýtt um 15-16°C. Reyndar ætla ég að ferðast aðeins á eftir því mig er farið að vanta garn. Ég ætla í Huddinge-center og hitta "Grumpy old saleswoman", hún selur úrvals garn. Hún fór á námskeið áður en hún gerðist garnsölukona, námskeiðið fólst í því að læra að vera fúl og örg sölukona, hún stóðst námskeiðið með prýði og útskrifaðist með bókaverðlaun og í bókinni kemur fram hvernig hún getur viðhaldið þekkingunni. Ég get vottað það að hún stendur sig með stakri prýði og leggur sig í líma við að vera óalmennileg við ljóshærðan kvenmann frá Íslandi sem kann ekkert í sænskri tungu, hún neitar að tala ensku en sem betur fer er allt í lagi með hendurnar á þessari íslensku ljósku. 

Læknirinn hún Susan var að tala við okkur áðan og sagði okkur að Eyjólfur væri komin með GVHD eða höfnunar einkenni. Þau geta komið fram á ýmsum stöðum í líkamanu meðal annars í meltingarveginum, og að sjálfsögðu fékk Eyjólfur einkennin þar því hann fékk  sýkingu á niðurbrotstímanum í meltingarveginn. Þetta er meðhöndlað með lyfjum og tekur einhvern tíma þar til honum fer að líða betur og svo fer næringafræðingur í gegnum mataræðið með okkur en það þarf að passa á með þetta gengur yfir. Blóðprufurnar koma mjög vel út og allt í góðum gangi þar.

Bless kæra dagbók þá fer ég að undirbúa mig undir að hitta "vinkonu" mína í garnabúðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn elskurnar mínar! Það hefur verið rok og rigning hjá okkur í nótt og í morgun envið höfum nú verið í sólskínsbaði undanfarna daga Við ætluðum upp á golfvöll í morgun en veðrið var óhagstætt, en það kemur aftur betri tíð með blóm í haga Mér finnst griflurnar hjá þér flottar og einnig hálslengjan, eða hvað þetta fínirí er nú kallað Vinkona þín í búðinni fer nú að liðkast í skapinu, en hún er bara ógift og barnlaus,hef eg trú á Hugur okkar er hjá Eyjólfi mínum og þér. Baráttukveðjur!! Mamma frá Selló

Inga María Eyjólfsdóttit (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 10:08

2 identicon

Hæ,,þú verður að reyna að blíðka þessa garnkonu Rannveig mín hún á kanski bara vera á Svalbarða. Gott að það gengur vel. Hér er búið að vera frábært veður. Kv. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 10:32

3 identicon

Ja-svo bregðast krosstré sem önnur tré, Rannveig farin að sofa yfir sig og missa af ræktinni. Nú dámar mér aldeilis. Jæja kééélla, gott að heyra að þetta gengur eðlilega fyrir sig hjá Eyjólfi en ég held að þeirri gömlu í garnbúðinni sdé ekki viðbjargandi ef þitt blíða bros nær ekki að blíðka hana. Hér er þessi árstíðabundna geðveiki í gangi, frúin sem venjulega heldur sér ekki vakandifram að 10 fréttum situr við prófayfir ferð tikl1-2 á nóttunni og nær sér þá ekki niður og verður að lesa nokkrar bls. í góðri bók til að fá Óla lokbrá í heimsókn Svo er maður að sitja yfir, kenna, undirbúa kennslu og fara yfir og á eftir að undirbúa heila viku á vordögum Ég er með í maganum yfir kæruleysinu, því ég er að fara á Snæfellsjökul um helgina, hefði þurft að sitja yfir dönskuprófum, var að fá 3 bunka Hér var snælduvitlaust veður í nótt, a.m.k. söng og hvein í öllu upp á Holti, en vonandi lagast þetta allt og verður frábært á jöklinum Bestu kveðjur, Herdís 

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:39

4 identicon

Hæ,  ég er alveg sammála Ingu þetta blóm er mjög flott sem er á grifflunni, kæmi vel út á belti .  Annars er allt gott að frétta hjá okkur, erum að fara í útilegu um helgina (nema hvað) reyndar er spáin ekkert spes - en í útilegu skulum við .  Bestu kveðjur frá okkur öllum.  Kveðja Sólveig

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:48

5 identicon

Jæja já snælduvitlaust veður var nú ekki í norðurbænum í nótt. Frú Rannveig lítill fugl sagði mér frá glæsilegri ljóshærðri konu sem er í  Svíþjóð og hún talar sænsku !!! Hún keypti símakort um daginn og það gekk alveg rosalega vel hjá henni. Þessi garnsölukona kann bara ekki að prjóna og er öfundsjúk út í þig.

knúsikrús úr góða veðrinu í norðurbænum Ásta

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:44

6 identicon

Halló, halló Rannveig! þegar ég sagði að hvíld væri oft vanmetin þá meinti ég ekki að þú ættir að leggjast í dvala heheheh - þú tekur bara almennilega á því á morgun og kannski er jafnvel kellan í ræktinni farin að sakna þín svo mikið að hún færir þér kaffi...aldrei að vita, og aumingja garnkonan......:-) hún fer bara í flækju þegar hún hittir svona lífsglaða konu eins og þig  jæja batakveðjur til Eyjólfs kv SJ

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:49

7 identicon

Halló Rannveig mín.

Bestu kvedur til ykkar hjóna.  Tad er brjalad stud i Finnlandi. Skrifa ter tegar ad eg kem heim. Tarf adeins ad hugsa um prjónakonuna i budinni hun á greinilega vid vandamal ad strida.

Knús

Edda

Edda (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband