Það er skýjað!

Kæra dagbók þá er að greina þeir frá stöðunni! Eins og þú veist áætlaði ég að "fitnessa"  mig í morgun en þar sem mig dreymdi Hrönn Bergþórsdóttur í alla nótt. Hún hafði svo mikið að gera í draumnum og var samt að hlaupa, sem sé að bjarga heiminum á meðan hún var að hlaupa Tounge svo ég ákvað að taka smá skokkhring í morgun. Snákarnir (ekki sniglar)héldu sér í hæfilegri fjarlægð svo skokkið gékk átakalaust fyrir sig ef það er átakalaust að skakklappast lafmóður um dúkkuhúsahverfi stórborga. Ég steingleymdi Flensborgartröppunum (skrítið) þó fannst mér ég hafa unnið kraftaverk þegar ég stóð í sturtunni eftir hlaupin. Happy

Ég er afar kyssuleg núna með frunsu á innanverðri neðri vör og enn stærri á efrivörinni og afsaka letina, að hún sé afleiðing frunsanna. það er svo gott að geta afsakað sig. Blush

Við sitjum hér kærustuparið annað að lesa Eric Clapton og hitt að blogga og höfum það ágætt. Við bíðum eftir frekari fréttum af því hvað er næst á dagskrá hjá Eyjólfi.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra heima á Ísalandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og hó !

Mér finnst svo krúttlegt að þú segir ykkur vera kærustupar . Ef mig mundi dreyma Hrönn og það væri svona mikið að gera hjá henni,væri ég örugglega svo uppgefin þegar ég vaknaði að ég mundi EKKI fara út að hlaupa. Knús og allt svoleiðs yfir til kærustuparsins sæta 

luv. Ásta Eyjólfs 

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:44

2 identicon

Hæ, hæ! Eg er búin að sjá nýju myndirnar, mér finnst Eyjólfur alltaf jafn fallegur hvort sem hann er með grímu eða ekki  Það er einmitt alveg þjóðráð að lesa góða bók til þess að láta tíman  líða.  Ég er á sama máli og Ásta, þið eruð svo krúttlegt kærustupar.  Gangi ykkur vel dúllurnar mínar og pabbi biður að heilsa. Mamma frá Selló

Inga María Eyjjólfsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 18:26

3 identicon

Blessuð og sæl

Ég sé að það er allt í áttina hjá ykkur. Mikið verður gaman fyrir ykkur kærustuparið þegar Eyjólfur fær að flytja til þín.

Bestu kveðjur frá Guðríði

Guðríður (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:11

4 identicon

Halló skötuhjú, ég vona að þú sért búin að jafna þig á "martröðinni" þ.e. draumfarinar miklu ég verð sjálf þreytt að hugsa til þess að hlaupa með Hrönn:-) þó mig dauðlangi orðið til þess....það verður gaman þegar þið komist í brúðarsvítuna og getið haft það huggulegt saman.......en þangað til næst.....njótið augnabliksins...... (það eru allir orðnir svo klárir í broskörlunum að maður getur ekki sleppt þeim.......)

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 829

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband