26.5.2009 | 08:42
Í sól og sumaryl...
Góðan daginn kæra dagbók! Hér er sól og sumarylur og frú Rannveig skellti sér bara í góðan klukkutíma göngutúr í morgun, var ekki tilbúin í skokkið, klikkaði eitthvað á asmalyfjunum í Íslandsförinni. Verð komin á skokkið innan skamms.
Ég gékk út í þeirri góðu trú að snákar héldu sig í vari í sól og hita, nei nei blasti ekki við mér á miðjum göngustíg þessi líka bígsperrti snákur með ótrúlega stórann kjaft. Hann glotti þarna á miðjum stígnum svo ég fór að velta því fyrir mér hvorum megin ég ætti að fara fram úr. Ég stóð þarna með sólgleraugun og horfði á kvikendið en þá virtist renna upp fyrir snáknum að hann ætti ekkert í gleraugnaslöngu svo hann snaraðist út af og ég hélt áfram alsæl á minni morgungöngu.
Eyjólfur er orðinn nokkuð góður í munninum og kokinu og á ekkert erfitt með mál hvernig ætli fari þá fyrir mér. Í dag á að athuga hvernig meltingavegurinn hefur farið í þessum sýkingum og síðan getum við farið að láta okkur hlakka til að flytja í ibúð og koma bara í styttri heimsóknir hér á spítalann til eftirlits og eins vegna höfnunar sem gera má ráð fyrir en þær þurfa ekki að vera miklar, einhverjar eru þó æskilegar.
Ég bíð eftir að fá sendar myndir frá útskriftinni og veislunni til að setja inn á bloggið en ég tók ekki nema 3 myndir sem ég set inn hér á eftir.
Bless kæra dagbók nú er bara að fara að hugleiða og undirbúa að komast í fitnessið á morgun og hitta alla "skemmtilegu" karlana sem eru svo óskaplega broshýrir í morgunsárið og konuna sem aldrei býður mér upp á kaffi.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komið þið sæl, gaman að heyra hve vel gengur verður flott þegar þið eruð komin í íbúðina. Ég bíð spennt eftir myndunum. Hér er blíða og erfitt að vera inni. Sævar er byrjaður að vinna, hann fékk vinnu upp í skógrækt, flott að geta unnið úti. Rannveig mín vonandi fara sniglarnir að þekkja þig þannig að þeir láta sig hverfa þegar þú kemur út.
Kveðja,
Anna Stína
Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.