19.5.2009 | 09:59
Þriðjudagur til þrautar! (minnar).
Kæra dagbók hafði það af að mæta í Fitnessið í morgun og kláraði prógrammið, skokkaði síðan heim í sturtu. Heima er á Ronald McDonald en þar var fullt hús af ungi fólki með tuskur á lofti og bros á vör. Þetta eru sjálfboðaliðar, vinir Ronalds McDonalds hússins og tengjast líka eitthvað McDonald veitingastaðnum, fékk útskýring á sænsku og samkvæmt mínum skilningi eru einhverjir sjálfboðaliðanna starfsmenn þar. Allavega þá er ég alltaf að kynnast því að það er fullt af fólki sem er að gera hin ýmsu góðverk í kringum starfsemin á Ronald McDonald. Þetta finnst mér frábært og manni hlínar nú bara um freðnar hjartarætur. Fyrir nú utan allt fólkið sem er tilbúið til að láta stinga sig með nálum og trufla sig í hinu daglega lífi til að gefa stofnfrumur, hvar er sá sem sagði "heimur versnandi fer" hann þyrfti að koma hingað.
Ég sá flottasta snigil sem ég hef á ævi minni séð í morgun rétt fyrir utan húsið hjá mér. Hann var ljósgrænn og angarnir út úr höfðinu sáust mjög vel og svo var hann með þetta stórglæsilega einbýlishús á bakinu. Nei ég var ekki með myndavélina, ætla að láta sauma hana við mig hér á skurðstofunni.
Eyjólfur er svipaður og í gær en ég er sko löngu búin að sjá að það er eins gott að ég er hér, það kemur hver á fætur annarri elskulegri þokkadísin og snýst í kringum hann.
Nú fer að styttast í að ég komi heim til að vera við útskrift litlu dúllunnar okkar. Þessa stundina er hún að útkeyra ömmu sína og nöfnu við kjólaskoðun ég vona bara að þær stoppi á Grænum kosti eða einhverjum viðlíka stað sér til hressingar og svo hlakka ég bara til að sjá útkomuna.
Bless bless kæra dagbók!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ gott að heyra að allt gengur vel, hér er truflað veður þá meina ég gott 17-20 stig og sól, sjáumst um helgina kv. Sigurlaug ig Sigurjón.
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 16:16
Þ'u ert með réttu viðhorfin eins og venjulega, það er forvitnilegtað heyra um sambýlingana þína. Fæ að heyra betur um það allt saman við tækifæri. Eins gott að þú ert í formi til að passa þær sænsku þokkadísir. Ég held að þú verðir að skokka á hverjum degi til að hafa öruggt forskot á sprettina!
Guðríður Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 18:15
Sælar, sé að þú verður sænskari með hverjum degi sem þú dvelur þarna eystra. Annars er nú betra veður hér en í Svíþjóð svona þessa dagana. Leitt að ég var ekki heima í gærkveldi. Í hvaða númer á ég að hringja?
Það er gott að heyra að meðferðin gengur eins og við er að búast. Til hamingju með dótturina, hún stendur sig frábærlega vel eins og hún á kyn til (þetta eru genin að norðan)
Skilaðu góðum kveðjum til Eyjólfs ásamt hamingjuóskum með afmælið.
Bestu kveðjur til ykkar frá Andrési
Sjáumst um helgina
Ingibjörg
Ingibjörg Hinriksdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:19
Ágæta Rannveig.
Langaði bara að kasta á þig kveðju. Heyrði í gær í Önnu Kristínu uppi í Víðistaðaskóla, frænku bónda þíns, og hún sagði mér af þessu bloggi þínu. Væri gott og gaman að heyra í þér og sjá hér þig í Stokkhólmi. Við Jóna Dóra búum í miðbænum og þú hefðir vafalaust gaman að því að viðra þig aðeins og skjótast í bæinn og líta við í kaffi hjá okkur. Mér skilst hins vegar að þú ætlri að skjótast heim um helgina. En hafðu endilega samband eftir helgi.
Ég sendi þér gsm. símann minn á e-malið þitt.
Bestu kveðjur og með von um góðan og skjótan bata hjá Eyjólfi Rúnari.
Guðmundur Árni
Guðmundur Árni Stefánsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.