16.5.2009 | 10:49
Krækjudýr í Svíþjóð!
Kæra dagbók þá er kominn laugardagur og sól og hiti eins og í Hafnarfirði núna. Ég fékk mér góðan göngutúr og hlustaði á fuglasöng á meðan þvottavélin þvoði af rúmunum fyrir mig. Ég tók myndavélina með mér til að mynda fugla en aldrei þessu vant þá flúðu þeir mig, ég er ekki að skrögva þegar ég segi að undanfarna daga hafa þeir staðið kyrrir og horft á mig! Síðan sat ég í korter í sólinni sem var æðislegt.
Þegar ég gékk svo yfir til Eyjólfs þá stóðu fuglarnir kyrrir og horfðu á mig en engin myndavél. Eftir smá labb sá ég rosa "laxamaðk" á göngustígnum og fór að horfa á þennan rosa orm þegar hann tók að hreyfa sig uppgötvaði ég að þetta var snákur með kjaft. Ég öskraði ekki en hefði alveg verið sátt við að hitta hann ekki, svo nú veist þú það kæra dagbók, það eru krækjudýr í Svíþjóð, verst að ég tók ekki stígvél með Svíþjóðar þá hefði kannski verið snákur í stígvélinu mínu.
Heilsufarið er svipað hjá Eyjólfi, aðeins farinn að finna fyrir eymslum í hálsi en henn hefur verið spurður að því síðustu daga því það er eitthvað sem kemur á þessu tímabili.
Nú er bara að skella sér í kuffulagið og kaupa snakk og nammi fyrir kvöldið því auðvitað horfum við á "júróvision" og höldum með Jóhönnu Guðrúnu og klöppum líka fyri Svíum. Við heyrðum af því að menn væru með áhyggjur heima yfir kostnaðinum við að halda slíka keppni og mönnum létti þegar einhver spekingurinn sagði að til væri í dæminu og ríkari þjóðir tækju okið af þeim sem illa væri statt fyrir. Við getum rætt þetta við Bretana þó að Páli Óskari hafi dottið Færeyingar í hug.
Þá kveð ég kæra dagbók.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að lesa frá þér bloggið er vídamínpillan mínPassaðu þig á snákunum!!Við vorum hjá Soffíu í gær og hittum öll systkinin og fleira fólk og sungum auðvita saman,núna erum við pabbi að fara austur í bústað ,veðrið er svo gott,en við grillum ekki hér!!við sendum auðvitað söngkveðjur til ykkar og munið altaf,hugur okkar er hjá ykkur.Mamma og pabbi á Selló
Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.