3.2.2011 | 17:06
Loksins!
Góðan daginn kæra dagbók enn situr prinsessan á sjúkrahúsinu en nú er úr vöndu að ráða hjá henni . Nú er prinsessan nefnileg með tvo sjúklinga á sínum snærum, kærastann og svo er hann Jón Ormur eðalköttur lasinn . Að vísu fékk dóttirin einhverja pest en hún gat nú alveg séð um það sjálf og eins var með soninn sem fékk magapest hann sá um sig sjálfur . Hins vegar er það allt annað með hann Jón Orm því eins og alþjóð veit þá er ekki sama Jón og séra Jón . Jón hefur verið svo framlágur að amman/prinsessan hefur verið áhyggjufull, hélt jafnvel að hann væri að farast úr leiðindum þar sem "afi" hans var ekkert heima, bara lokaður inn í einhverju litlu box hjá ömmu . Jón borðaði varla og drakk lítið svo prinsessan að höfðu samráði við kærastann, ákvað að hafa samband við dýralækni, hann vildi líta á þennan eðalkött til að fá úr því skorið hvort veikindi eða leiðindi væru að ángra eðalköttinn. Prinsessan fór ásamt syninum með Jón Orm til "lækningamannsin" sem reyndist vera hin blíðasta kona sem lét sér ekkert bregða við vælurnar í prinsessunni en skoðaði Jón hátt og lágt og mældi hitastigið. Jón vildi reyndar heldur vera hjá sínu fólki en í ljós komu einhverjar bólgur í hálsi svo að núna er Jón komin á sýklalyf eins og "afi" .
Þessa stundina er Jón Ormur í góðu yfirlæti hjá frænda sínum, syni prinsessunnar og sefur á ullarteppinu sem "amma"/prinsessan prjónaði handa honum .
Engar merkilegar fréttir eru hins vegar af kærastanum nema þá að þessi bakteríusýking sem hann fékk er ekki viðráðanleg nema með sýklalyfjum í æð og þess vegna er hann kyrrsettur á sjúkrahúsinu þó að hann sé í sjálfu sér alveg nógu hress til að vera heima. Hann hefur að vísu fengið frí síðustu tvö kvöld og fengið að vera heima frá hálf átta til ellefu og hefur notið þess þó hann hafi haft töluverðar áhyggjur af Jóni . Nú er bara spurning hvort að kærastinn fái hjúkrunarkonu heim þrisvar á sólahring til að gefa honum þessi lyf, þá gæti hann jafnvel verið heima allan sólahringinn fram að næstu törn .
Bless kæra dagbók og nú ætlar prinsessan að vera dugleg að prjóna svo að í næsta "prjónaklúbb" sjáist að hún geri eitthvað. Prinsessunni var nefnilega boðið í heimahús á mánudagskvöldið og þar sat hún og prjónaði, dreypti á rauðvíni, snæddi osta og fékk þetta líka æðislega heimagerða konfekt, bara lúksus á prinsessunni eins og vera ber .
Bestu kveðjur frá kærustuparinu og fljótlega fara nú eflaust að berast fréttir af framhaldinu .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að þú skulir vera byrjuð aftur að blogga! Mæli með að þú farir að íhuga bókaútgáfu!!!!! Ég vona að veikindin fari að ganga yfir hjá ykkur. Hlakka til að hitta þig/ykkur - þurfum að athuga hvernig gengur á skrifstofunni í ónefndum skóla í Reykjavík knús á ykkur og sérstaklega til elsta sjúklingsins!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.