Íþróttir!

Góðan daginn kæra dagbók Wink. Prinsessan er svoleiðis búin að stunda íþróttir síðustu dagana og jafnvel er svo farið að kærastinn er líka kominn af stað.

Kærustuparið hefur fylgst náið með gengi "strákanna okkar" í handboltanum í Svíþjóð en lítill munur hefur mælst á blóðþrýstingi kærastans fyrir og eftir leiki, kannski gott að ekki hefur verið mælt hjá prinsessunni Blush. Prinsessan hefur líka verið dugleg að mæta í ræktina eftir að veðurfarið fór að fara í átt að  prinsessu hitastigi, þó er eins og prinsessuna minni að hún hafi lyft þyngra og hreyft sig hraðar og svitnað meira áður en kuldaboli mætti á svæðið Woundering. Betur má ef duga skal og þar sem veðurspá lofar útivist þá ætlar prinsessan ótrauð að halda í átt að fyrra formi og mæta vel. Ekki er hægt að prinsessan ein æfi sig, kærastanum er ekki til setunnar boðið. Hér á sjúkrastofuna mætir regulega ungur piltur sem talar með skýrum norðlenskum framburði og kennir kærastanum æfingar og lætur hann pumpa vöðvana. Þetta allt saman fer fram í rúminu, þ.e. kærastinn er slappur og ekki mikið ferðafær nema að sinna brýnustu nauðsynjum og liggur því í rúminu og gerir æfingar. Prinsessan er því farin að líta "rúmleikfimi/íþróttir" öðrum augum en áður og er bara mjög sátt og sæl með að kærastinn stundi "íþróttir" í rúminu þó að hún sé víðs fjarri Cool jafnvel að stunda sínar íþróttir í Hress.

Litlar fréttir ef þá nokkrar eru aðrar af kærastanum, hann er enn á "veika" tímabilinu en er hressari í dag enn í gær og prinsessan situr hjá honum og knúsar tölvuna Pinch.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur héðan af sjúkrahúsinu Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, nú er ég með einhverja slæmsku og fór heim úr vinnunni í dag, verð hress á morgun.  Bíð eftir leiknum í kvöld, við hér heima erum að setja okkur í stellingar.  Annars bara allt gott að frétta héðan.  Sendum frá okkur sterka strauma.

Knús frá mér,

Anna Stína.

Anna Stína (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband