25.2.2010 | 18:49
Það ætlar ekki að þeim að ganga!
Kæra dagbók nú á prinsessan sko ekki orð og það gerist svo sjaldan að nákomnir muna ekki eftir að það hafi gerst . Ástæða þessarar orðafæðar prinsessunnar eru fréttir, bæði að heiman og þær spænsku. Síðastliðin mánuð hefur prinsessan heyrt kvartanir að heiman um að enginn vetur sé og að hnatthlýnunin sé agaleg. Prinsessan man þó ekki betur, og er hún nú nokkuð minnug, að hún hafi verið innilokuð í þrjár vikur áður en hún hélt til útlanda 5. janúar og eins í einhverja daga ef ekki vikur í október og nóvember og prinsessan fer nú út ef hitastigið fer yfir 2°C. Í fyrravetur voru þetta ekki svona margir dagar þó að prinsessan hafi verið á landinu fram til aprílloka .
Þegar að prinsessan var að æfa hjarta og lungu á æfingatækjunum í henni Soffíu morgun fullyrtu menn á erlendum fréttastöðvum að veðrið í norður Evrópu hefði verið einstaklega slæmt í vetur og vildu meina að Ísland væri með kaldari vetur en undanfarin ár og ekki öfundar prinsessan sunnlending þessa stundina. Það er hins vegar af aumingja Spánverjum að frétta að þar hefur veturinn verið með eindæmum slæmur og kuldaköstin í janúar og febrúar þau köldustu síðan mælingar hófust og snjóað á stöðum þar sem menn muna ekki eftir snjókomu og ekki hefur betra tekið við. Nú hefur rignt stanslaust yfir syðsta hluta Spánar nær látlaust í þrjár vikur. Sevilla er á kafi í vatni, fréttamenn eru að heimsækja fólk sem grætur í sjónvarpið því húsin þeirra eru mikið skemmd og jafnvel ónýt. Eðjuflóð og vatnsflóð hafa gengið yfir þorp og bæi og eyðilagt gamlar byggingar og nýjar. Í gær og í dag hefur svo gengið yfir gífurlegt rok og sjór gengið á land en einhverra hluta vegna hefur svæðið í kringum prinsessuna sloppið. Hér var baðstrandarveður í gær og prinsessan leit við á einni ströndinni vopnuð sólstól og bók og naut þessa að sitja í sólbaði á baðströnd í febrúar. Í dag hefur vindur blásið hressilega á prinsessuna en hitastigið hefur þó verið 21°C og prinsessan fékk sér góðan göngutúr með kaffi/súkkulaði húsa stoppi . Prinsessan er einstaklega hrifin af hnausþykku heitu súkkulaði sem hún dýfir appelsínum ofan í og snæðir af mikilli nautn, enda mjög hollt .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í snjóinn og nú hljóta þeir að fara að opna í Bláfjöllum
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl kæra prinsessa! ég er ekki búin að vera í veseni með nettengingu það er bara hausinn sem er að klikka, ég er að gleyma öllu skemmtilegu eins og að skoða bloggið, mæta á æfingar og fl. en rólegri stundir eru framundan (þ.e.a.s. kvöldstundir) svo nú ætti ég að fara að geta fylgst betur með þér! Ég vil ekki missa af neinu sem er að gerast í heita landinu!!! annars var staðurinn farinn að minna á Munaðarnes miðað við fréttirnar (rigningin endalausa) en með rigningu fylgir líka mun hreinna loft! alltaf eitthvað jákvætt við það neikvæða! Að sjálfsögðu sleppur þú við rok og snjókomu, það hlýtur einhver að sjá um að prinsessan fái veður við hæfi!!
Knús til þín og alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Þú ert frábær!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.