Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Gaman og bráhollt!

Kæra dagbók Grin nú brosir prinsessan eftir að hafa fengið þessar fínu kveðjur, jafnvel almúga fólk er farið að senda fyrirfólkinu kveðjur Kissing. Prinsessan og hennar kærasti þakka líka fyrir allar góðu fyrirbænirnar og ekki verra að fá meira af þeim (frekjan í fyrirfólkinu) Halo. Kærustuparið veit að allar fyrirbænir og góðar hugsanir hafa áhrif, fyrir utan hvað þær eru bráðhollar fyrir alla aðila.

 Prinsessan er með "Letina" í heimsókn í dag og hún er eflaust góður gestur sé hún ekki of oft í heimsókn en frú Leti kemur stundum í kaffi og þá er nú illmögulegt að gera eitthvað annað en sinna henni (svolítið frek á athygli þessi elska). Prinsessan hefur nú frétt af Frú Leti í öðrum húsum eftir áramót og hefur hún jafnvel gert svo víðreist að sögur fóru af því að hún hafi mætt í kaffi í ónefnt hús við ána á Selfossi þannig að prinsessan sér að Frúin þarf að "vísitera" víða svo ekki getur hún stoppað lengi við í prinsessuhúsum Shocking.

Nú þarf kærastinn að vinna á sýkingu sem er í lokuðu hólfi við lungun og grunur leikur á að þessi sýking sé komin nokkuð til ára sinna þar sem hún sést á myndum allt frá því í Svíþjóð 2009. Það er eins og aldrei hafi fullkomlega komist fyrir þessa sýkingu og ekki er afgerandi hvort þarna leynist bæði sveppur og bakteríur eða "bara" bakteríur þannig að kærastinn fær lyf við hvorutveggju og svo er fylgst vel með FootinMouth.

Prinsessan; þessi þolinmóða, er búin að fá alveg nóg af kuldanum á Íslandi og finnst nú alveg nóg komið og ætlar að fara fram á örlitla hlýnun, bara svona þannig að hún geti keyrt sjálf á milli staða án þess að setja "náungann" í lífshættu og geti gefið einkabílstjórunum frí Whistling. Alltof lengi hefur hún þurft að fara innpökkuð í heitan bíl hjá einkabílstjórum til að geta kysst kærastann á sjúkrahúsinu og síðan að láta sækja sig til að geta farið heim að knúsa Jón sætasta. Það er ekki lítið lagt á eina prinsessu að þurfa að sinna þessum tveimur sætu. Sem betur fer var prinsessan búin að koma sér upp syni og dóttur á fullorðins aldri sem geta hlaupið undir bagga með að knúsa Jón og létta lund kærastans með heimsóknum fyrir utan að skutlast með prinsessuna á milli staða  W00t.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur og takk fyrir að fylgjast með kærustuparinu og senda þeim góðar hugsanir og fyrirbænir Kissing.


Loksins og þó!!

Góðan daginn kæra dagbók Wink. Mikið hefur á daga prinsessunnar drifið síðan þú heyrðir frá henni síðast!

Í lok október lést mamma prinsessunnar en það hryggði prinsessuna þó að  "drottningin" hafi verið orðin afar þreytt á líkama. Alltaf gat prinsessan leita ráða og rætt hlutina við mömmuna sína en hún var djúpvitur kona og gaf góð rá, hvert á prinsessan að leita í dag Crying. Margar minningar og hugsanir skjóta upp þegar fólk fellur frá og ekkert var öðru vísi hjá prinsessunni, mamman hennar hefði orðið 88 ára 15. desember síðastliðin hefði hún lifað.

Prinsessan á hins vegar góðar og fallegar minningar um mömmu sína og þær verða ekki teknar frá henni, ekki frekar en góðu ættingjarnir.

Kærastinn stendur enn í baráttunni við bráðahvítblæðið og hefur tekið margar hliðarbeygjur og útúdúra, alltaf að ljá læknunum verðug verkefni þeim til reynsluauka! Nú síðast fékk kærastinn gat eða göt á görnina og þurfti að fara í aðgerð sem reyndar gékk vonum framar og var hluti ristilsins, hægra meginn, numin brott en þetta á allta að jafna sig. Nú er bara að drífa sig í að klára hvítblæðið og fara að halda áfram þaðan sem frá var horfið við að dekra kærustuna Smile.

Prinsessan hefur litlu börnin sín enn heima en þau eru í Háskóla Íslands að nema erlend tungumál sér til gangns og vonandi nokkurs gamans, þau eru einnig með smá vinnu með skólanum til að eiga fyrir stöku bíóferð. Jón Leifs er enn mjög ánægður með ömmu sína, prinsessuna á bauninni, nýtir reyndar hvert tækifæri sem gefst til að skríða upp í á meðan kærastinn er á sjúkrahúsinu og spurning hvar kærastinn sofi þegar hann kemur heim Shocking. Heitir þetta ekki að það sé kominn köttur í ból kærastans?

 Jæja kæra dagbók vonandi verður prinsessan duglegri að láta heyra frá sér á næstunni þó hún sé enn önnum kafin við að lesa "jólabækurnar" Kissing. Bless kæra dagbók


Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband