Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Söngkonan!

Góðan daginn kæra dagbók Wink nú var prinsessan að setja inn þessi líka fínu myndbönd. og næsta myndband.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu Kissing.


Naglinn!

Góðan daginn kæra dagbók Wink þú færð iðulega einhverjar fréttir og sögur af prinsessunni á bauninni og eitthvað er örlítið minnst á hennar nánustu fjölskyldumeðlimi svo sem eins og kærastann. Prinsessan er viðkvæmi á ytra byrði en mikill nagli á því innra að eigin sögn Whistling. T.d. léti prinsessan það ekki um sig spurjast að hún væri að tárfella við brúðkaup, skírn eða við það að fá lítið ungabarn í fangið, nei nei og kærastinn er bara alveg álíka mikill nagli. Orðlaus verður prinsessan ekki og erfitt að koma henni í svo opna skjöldu að hún sýni ekki viðbrögð. En svo bregðast krosstré sem aðrir raftar því prinsessan varð bæði orðlaus og tárfelldi á föstudagskvöldið Joyful já og varð að setjast niður. Prinsessan fékk nefnilega smá heimsókn sem varð reyndar söguleg að öðru leiti því þegar heimsækjandinn bankaði á útidyrahurðina þá gargaði prinsessan "opnaðu sjálf ég er ber" úps, þetta glumdi um hverfið því allir gluggar voru opnir. Hins vegar kom heimsækandinn með bleikan pakka og kort með mynd af prinsessunni en á því stóð að þetta væri til prinsessunnar og prinsins (sem sé kærastinn er prins í einhverra augum) frá fyrrverandi starfsfélögum prinsessunnar í Setbergsskóla. Alltaf er þetta sama fólk að gleðja kærustuparið með kveðjum og að fylgjast með ástandi mála og þetta er í annað skiptið sem pakki berst frá þeim. Prinsessan komst við og eins var með kærastann þegar hann fékk fréttirnar en þar sem kærustuparið er hlýðið og vel upp alið þá ætlar það að fara eftir fyrirmælunum á kortinu og pakkanum verður komið í góða geymslu og verður svo nýttur vel þegar kærastinn verður kominn til betri heilsu, já strax í endurhæfingunni Grin. Þarna kemur enn og aftur í ljós hvað gott er að eiga góða að og í raun ómetanlegt og í raun eru allar  kveðjurnar og hlýhugurinn alveg yfirdrifið nóg fyrir kærustuparið í gegnum þessa áreynslu tíma Smile.

Svo einhverjar fréttir berist af kærastanum þá er hann á veika tímabilinu, fær háan hita og hitalækkandi til skiptis og er á mjög breiðvirkum sýklalyfjum, hitatoppunum hefur fækkað í dag og líklegt að lyfin séu að vinna á sýkingum. Þetta er svo sem eins og það á að vera en samt þreytandi til lengdar Sick.

Kærustuparið er búið að endurheimta einkasoninn og frumburðinn (einn og sami maðurinn) frá henni "Emeríku" . Barnið hefur verið að heiman í tvo mánuði við kvikmyndatökur, fyrst í Evrópu og síðan handan Atlantshafsins. Kvikmyndina vinnur hann ásamt vinum sínum og fellur hún í flokk fræðslu- eða fréttamynda. Félagarnir hafa átt viðtöl við málsmetandi menn um stjórnarfar, stjórnmál, lýðræði og fleira. Mjög ólík sjónarhorn og menn með ótrúlega ólíkan bakgrunn koma fram í þessum viðtölum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna W00t.

Af Jóni er það að frétta að hann er við hestaheilsu og sýnir "bíbí" heldur mikinn áhuga þessa dagana Angry.

Heimasætan ætlar að synga fyrir gesti og gangandi á Café Rosinberg í höfuðborginni í kvöld og þangað ætlar prinsessan að mæta vopnuð vídéó-upptökuvél. Þetta er hluti af útskrift hennar frá Kvikmyndaskólanum en þeir nemendur sem útskrifast í vor frá leiklistadeildinni koma fram og skemmta gestum með söng frá klukkan níu í kvöld Grin.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu sem vinnur nú hörðum höndum að því að komast í stand að nýta pakkann góða Kissing.


Prinsessan að færa sig upp á skaftið¨!

Góðan daginn kæra dagbók nú situr prinsessan og nýtur þess að drekka dekur kaffi Wink. Þannig er nefnilega að á sjúkrahúsinu er boðið upp á kaffi fyrir inniliggendur og gesti þeirra og þetta er alveg ágætt kaffi og yfirleitt nýlagað hins vegar á starfsfólkið eigin kaffivél inni í sinni mataraðstöðu. Þessi vél malar kaffið í hvern bolla og hellir bara upp á einn bolla í einu. Nú er svo komið að prinsessan sem drekkur ekki marga kaffibolla yfir daginn, helst tvo góða og ekki meir, fer fram á það í hvert skipti sem hún þiggur kaffi að fá "extra" gott kaffi. Það þýðir að hún vilji fá sitt kaffi úr umræddri vél, spes lagað fyrir hana eina FootinMouth. Reyndar má segja að þetta komi til vegna þess hve ofdekruð prinsessan er hér á sjúkrahúsinu, bæði sjúkraliðar og hjúkrunarkonur keppast við að hafa allt sem best fyrir prinsessuna, enda sjá þær örugglega hve prinsessan er í raun mikið ekta Cool.

Kærustuparið beið í nokkra daga eftir að kærastinn fengi hita (gasalega spennt!) því það er partur af "pógrammet" og nú er hann sem sé kominn með hita ekki mjög háan sem betur fer og er komin á sýklalyf. Kærastinn er í mjög góðum höndum og vel er fylgst með honum því enginn vill að hann fái svona slæma lungnabólgu eins og síðast nú er bara að vera þolinmóður næstu vikurnar og leyfa þessari umferð að klárast og vonandi án allra vandkvæða svona til tilbreytingar Smile.

Kærustuparið er rosalega spennt í dag, kannski eru þau að reskjast, von er nefnilega á frumburðinum og einkasyninum heim á morgun, hann verður sem sé endurheimtur frá henni "Emerríku". Hann hefur verið við kvikmyndagerð í Evrópu og Amerríku síðustu tvo mánuði og síðan á að vinna eftirvinnuna hér heima.

Dagurinn í dag er líka merkisdagur hjá fjölskyldunni þar sem að Jón Leifs "alias" Jón Ormur á afmæli í dag, barnabarnið er sem sé eins árs og virðist bera aldurinn nokkuð vel. Hann rauk á fætur klukkan 05:31 í morgun eða við fyrsta tíst í vekjaraklukku mömmu sinnar en hún er vön að fara í ræktina fyrir skóla á morgnana. Jón vildi strax fá sína þjónustu, mat og fá að skreppa aðeins út á þak, þ.e. hann fer út um svefnherbergisgluggan og lýtur eftir lífinu af þakinu á sólskyggninu Shocking. Núna vildi svo til að hin "einstæða móðir" ákvað að sleppa ræktinni og hvíla sig áfram en svona útúrsnúningar eiga ekki við hann Jón svo hann vældi af hneykslan og heimtaði að rétt röð á réttum tíma væri í heiðri höfð. Þar sem móðirin haggaðist ekki þá sá "amman" aumur á afmælisbarninu og hleypti honum út á þak, þar sem hann sat dágóða stund og horfðist í augu við hrafn einn vígalegan sem sat á næsta ljósastaur, hrafninn lét undan og flaug sína leið og í staðinn komu litlir sætir þrestir og þá þótti "ömmunni" vissara að fara niður og næra afmælisbarnið áður en hann bjargaði sér sjálfur Crying.

Prinsessan er svona að velta því fyrir sér að mæta á vorfagnað í kvöld, þar sem dugmiklar konur úr golfklúbbi Keilis ætla að fagna vorkomu í "BLING" útbúnaði, vorið er nefnileg að byrja að tylla sér og því um að gera fyrir svona prinsessu að fagna því W00t. "Hin einstæða móðir" hefur meira að segja boðist til að aka prinsessunni báðar leiðir.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærsutuparinu og vonandi að ALLIR muni eftir að slaka á og njóta tímans sem er Kissing.


Vorið er handan við hornið!

Góðan daginn kæra dagbók Wink þá er kærastinn byrjaður á nýrri törn. Hann er hress og íþróttaálfurinn kemur daglega og fær sér göngutúr með kærastanum og síðan eru það nokkrar styrktaræfingar. Annað með prinsessun sem eltist við Ágústu Johnson á morgnana heima í stofu og eitthvað gengur Ágústu illa að halda takti og svo kann hún heldur ekki að telja. Já prinsessan er búin að finna þetta út því þegar prinsessan gerir æfingarnar þá er Ágústa alltaf á undan og svo segir Ágústa "og 2 í viðbót" og gerir svo fjóra, "common" FootinMouth.

Prinsessan er búin að ákveða að vorið komi eftir helgi, prinsessan er að tala um íslenskt vor Tounge. Það er hret öðru hvoru en sjaldan og að mestu hlýnandi veður og páskaliljur að springa út Smile. Prinsessan vill fara að komast á kaffihú,s hitta fólk og í göngutúr(a) enda prinsessunni í "barnsminni" hvernig það er að fara út að ganga. Prinsessan hefur líka hug á að komast í ræktina því ef satt skal segja þá er það henni töluvert erfitt að horfa upp á hana Ágústu á hverjum morgni og aumingja Jón liggur skelfingu lostinn uppí "ömmurúmi" á meðan ósköpin ganga yfir Crying.

Tengdamóðir prinsessunnar fór ásamt hinum syninum og fjölskyldu í "íþróttaferð" til Siglufjarðar um daginn og í fyrstu hafði prinsessan svolítlar áhyggjur af þessari ferð. Prinsessunni var nefnilega hugsað til æskuáranna þegar hún sjálf dvaldi oft á Siglufirði undir því yfirskini að heimsækja ættingjana. Prinsessan hafði alltaf í öruggt hús að venda en hún vissi nú samt til þess að sumt aðkomufólk þurfti að gista á tjaldistæði sem var staðsett inn í firði. Sem betur fer fékk tengdamamma hús til afnota og þurfti ekki að nýta sér tjaldsvæðið svo áhyggjur voru óþarfar Sideways  í bili alla vega.

Tjalstæði þetta lá við berjaland og þangað ákváðu frænka (reyndar gift föðurbróður) og móðir prinsessunnar að halda einn daginn og týna ber í sultu og saft Cool. Í einhverju bjartsýnistkasti þeirra mákvenna þá álitu þær að dæturnar á svipuðum aldri væru upplagðar í að hjálpa til við berjatýnsluna, ja það sem fullorðnu fólki getur dottið í hug  Whistling. Eftir að ungu frænkurnar höfðu náð að botnfylla sín ílát þá ákváðu þær að nú væri nauðsynlegt að bregða sér á kamarinn á tjaldsvæðinu. Ja þvílíkur töfrakamar!!! Þarna voru fjórir samfastir kamrar/klefar sem lágu við árbakka ofan á láréttum staurum en staurarnir lágu þvert yfir ána, frá einum bakka til annars. Svo "skemmtilega" var kömrunum fyrirkomið að allt sem menn létu frá sér á kamrinum féll beint ofan í ána og auðvelt að sjá hvað niður féll. Þetta voru frænkurnar fljótar að uppgötva og skemmtu sér við að fylgjast  með hvað kom frá hvor annarri og svo eins hverju þær hentu niður í gengum kamarinn, eitthvað reyndu þær líka að fá ferðafélagana til að athafna sig á kamrinum en undirtektir voru afar dræmar. Skemmst er frá því að segja að prinsessan gékk hölt nokkra mánuði eftir að hafa misstigið sig af spenningi við að hlaupa að ánni til að sjá hvað kæmi niður og þegar prinsessan var um fertugt var reynt að gera við þessi meiðsl því ristarbein hafði brotnað og ekki lagað strax enda ekki hægt að kvarta of mikið yfir "kamarmeiðslum" Pinch. Það er hins vegar af frænkunni að segja að hún lagðist daginn eftir í 40 stiga hita Sick, kvef og hálsbólgu og var hás í mörg ár á eftir og gott ef hún er það ekki enn í dag. Er það nema von að prinsessan hafi haft áhyggjur af tengdamömmunni Halo.

Bless kæra dagbók, kærustuparið situr á sjúkrahúsinu og dundar við lestur, prjónaskap og tölvuleiki en prinsessan vonast til að fá kærastann í smá heimsókn heim yfir daginn einhverja næstu dagana Kissing.

 

 

 

 

 

 


Kvartanir og enn fleiri kvartanir!

Góðan daginn kæra dagbók Wink þá sér prinssessan sér ekki fært á öðru en að láta þig frétta örlítið af sínum högum Sideways. Vegna óprinsessulegs veðurs þá hefur prinsessan haldið sig heima við og dekrað Jón Orm eðalkött en ekki látið neitt af sér eða sínum frétta en nú er komið af fréttum og ekki síst vegna "kvartanna" bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni Errm.

Kærastinn er hitalaus síðan fyrir helgi og fékk meira að segja að koma í heimsókn heim síðustu þrjá daga í nokkra klustundir í senn en var kyrrsettur í dag vegna rannsókna á heilsufari. Prinsessan komst út í bíl í dag og hefur því setið á sjúkrahúsinu  og ekki nennt að gera neitt nema leika sér í tölvunni og skoða fréttasíður á netinu Pinch. Kærastinn fer í göngutúra og gerir æfingar með sjúkraþjálfara á sjúkrahúsinu til að byggja sig upp fyrir næstu törn en prinsessan reynir að gera æfingar heima í kuldanum. Prinsessan fékk meira að segja gefins DVD-disk þar sem Ágústa Johnson stjórnar æfingum af miklu kappi Grin Hún heldur hins vegar ekki alveg sama takti og prinsessan og prinsessu hægri er ekki sama og Ágústu hægri en þetta hefur þó gengið stórslysalaust fyrir sig,  einhverra hluta vegna heldur Jón sig alltaf á efri hæðinn þegar prinsessan "púlar"Sick.

Prinsessan ákvað í morgun að kíkja í tölvupósthólfið sitt og sat við það í rólegheitum en Jón sat í glugganum í eldhúsinu og mændi út á vonda veðrið. Eftir að prinsessan hafði lesið nokkra "pósta" heyrast torkennilegt hljóð úr eldhúsinu og prisnsessan stóð því upp til að aðgæta hvað væri þar í gangi; sat þá ekki grár penn köttur við kaffivélina og horfði í kringum sig, kotroskinn Happy. Jón hinsvegar sat á eldhússtól og urraðí og kvæsti, allsendis óánægður með stöðuna, úr augum hans mátti lesa "hvað vilt þú upp á dekk, Grámann"! Kötturinn forðaði sér snarlega út um eldhúsgluggan þegar að prinsessan "ógurlega" gékk að honum og hvarf hann út í rigninguna og rokið án þess að kveðja eða þakka fyrir móttökurnar; dóninn! Jón stóð og var í viðbragðstöðu og horfði haukfráum augum út í regnið og róaðist ekki fyrr en prinsessan var búin að loka glugganum og klappa honum og knúsa vel Cool. Jón var orðinn rólegur þegar að prinsessan hélt af stað inn á sjúkrahús og bjó hann sig undir að leggja sig fyrst að honum var ekki ætlað að fara með en var þá búin að elta prinsessuna um allt hús, þar sem hún lokaði öllum gluggum vel og vandlega Tounge.

Bless kæra dagbók og nú vonum við að það fari ekki að frysta verulega aftur þar sem að sýnt er að fingurnir á prinsessunni virðast frjósa í frostinu, bestu kveðjur frá okkur kærustuparinu Kissing.

 


Nýtt!

Góðan daginn kæra dagbók Wink prinsessan situr á sjúkrahúsinu og faðmar fartölvuna eins og undanfarnar vikur. Kærastinn hefur verið örlítið að  hressast síðustu þrjá dagana eftir töluverð veikindi, slæma lungnabólgu og vökvasöfnun í og utan um lungun. Í fyrradag var nærri líter af vökva tappaður af hólfi sem liggur utan á lungunum, enn er vökvi til staðar í og við lungu sem stendur til að ná í burtu á næstu dögum Sideways. Allt er í biðstöðu varðandi sjúkdóminn á meðan unnið er gegn lungnabólgunni svo að fleiri fréttir af kærastanum verða að bíða betri tíma.

Prinsessan er hins vegar fremur hress á líkama miðað við árstíma og er hundfúl yfir veðurspá næstu daga en spáin gerir ráð fyrir frosti eftir helgi Angry. Veðurfarið hefur verið hagstætt að undanförnu þannig að prinsessan hefur getað farið alla daga til kærastans á meðan hann hefur legið veikur á sjúkrahúsinu og það finnst prinsessunni mjög gott og kærastanum reynda líka Smile.

Að undanförnu hefur borið á áhyggjum varðandi uppeldi Jóns, svo rammt hefur kveðið að þessum áhyggjum að bróðir (lífvörður) prinsessunnar hafði orð á þessu í morgun Crying. Síðasta mánuðinn hefur Jón nefnileg verið án "afa" og "frænda" þar sem þeir hafa verið fjarverandi vegna annarra verkefna, ólíkra þó. Jóni vantar sem sé alla karllega fyrirmynd í lífinu þessa dagana og áhyggjur eru uppi um það að hann fái of feminískt uppeldi Blush. Prinsessan er nú á því að svona Jónar eigi að vera kelnir og að þeir eigi að njóta þess að láta klappa sér og klóra og fylgast svo vel með skúringum og þrifum svo að þeir geti orðið góðir "hreingjörninga eftirlítendur" Cool. Jón er hins vegar ekki alveg nógu hress með fyrirkomulagið þessa dagana. Hann vill bara hafa sitt fólk heima, fer reglulega inn í herbergi frændans og gengur þar um og hoppar upp rúm og labbar svo niðurlútur út Frown. Eins tekur Jón á móti "ömmu" sinni á hverju kvöldi, fær far inn í bílskúr og skoðar bílinn allan vel og vandlega að innan, "langamma" hans vill meina að hann sé að leita að "afa" sínum, allavega hengslast hann út úr bílnum eftir ítarlega skoðun og er ekkert kátur Undecided. Jón er hins vega þolinmóður og veit að það borgar sig að bíða og knúsar því konurnar í lífi sínu vel og vandlega, fylgir þeim eftir og sefur í sama herbergi og bíður eftir að karlmennirnir í hans lífi komi heim Joyful.

Bless kæra dagbók og nú vonar prinsessan að veðurfræðingunum bregðist nú bogalistin og að ekkert verði úr frostinu næstu dagana Kissing.


Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband