Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

19. nóvember 2010

Góðan daginn kæra dagbók! Prinsessan hefur verið afar þjáð af putta-leti í langan tíma og ekki haft hug á að upplýsa neitt um sína hagi sögum leti FootinMouth.

Þar sem til standa breytingar á stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins vill prinsessan endilega koma þeim lögum inn að "hitastig undir +6°C verði ekki leyft í Hafnarfirði" . Prinsessan hefur aðeins verið að hugleiða og skoða hvað menn (kevnmenn og karlmenn) hafa fram að færa í sambandi við stjórnlagaþing, margir bjóða sig fram og svo er bara að velja hver hefur skoðanir sem hæfa skoðunum prinsessunnar. Þar sem prinsessan hefur nú kosið í hinum ýmsu kostningum í gegnum árin þá hefur hún miklar og stórar áhyggjur, því það virðast vera álög á þeim sem fá kosningu í hinar ýmsu stjórnir eða embætti, að þeir skipta um skoðun eftir að hafa hlotið kosningu, skrítið Blush.

Í dag 19. nóvember eru 90 ár síðan að faðir prinsessunnar fæddist en honum auðnuðust aðeins rúm 62 ár hér á jörð. Minningar prinsessunnar eru hins vegar margar og góðar um PABBANN. Prinsessan sótti sjóinn með pabba sínum og hafði bæði gagn og þó nokkuð gaman af, eins fór prinsessan í margan göngutúrinn með pabbanum sínum og ekki síst í bíltúrana. Þar er eiginlega að rifjast upp fyrir prinsessunni að líklega hefur pabbinn ekkert mátt hreyfa sig án þess að hafa prinsessuna í eftirdragi FootinMouth. Pabbi prinsessunnar var stýrimaður og skipstjóri framan af æfi en kom í land þegar prinsessan var enn lítil prinsessa og þar sem prinsessan er prinsessa þá fannst henni sjálfsagt að hann hefði hætt á sjónum til að vera meira með prinsessunni sinni. Ekki að einhver meiðsli og slys hefðu komið þar að máli. Wink

Pabbinn var af þeirri kynslóð sem var ekki mikið að hæla sínum börnum svo aðrir heyrðu og ekki orðaði hann tilfinningar sínar oft. Hann notaði sinn orðaforða í hólið og sína hlýju. Pabbinn var mjög stoltur þegar að prinsessan fæddist og sagði þegar hann leit hana augum " fitubolla hún er nú ekkert rusl þessi stelpa" og þessi orð segja nú mikiðGrin

Að vísu heldur prinsessan því statt og stöðugt fram að bræðurnir þrír hafi ekki síður verið stoltir þegar prinsessan kom í heiminn. Sá tíu ára skipti um bleyju á prinsessunn (já líka kúkableyju) svo það er rétt hægt að ýminda sér ánægjuna með stelpuna.  Sá níu ára sagði að þau hefðu fengið skvísu (að vísu varð prinsessan aldrei nein rosaleg skvísa, meira svona stráka stelpa) og þessum þriggja ára fannst (og finnst enn) ekkert nógu gott fyrir litlu "ystu".

Prinsessunni var gert að halda dagbók um heilsufarið en þar sem prinsessan upplifir sjálf heilsufarið þá nennir hún ekkert að tjá sig um það. Hins vegar er orðið "heilsu-farið" nokkuð gott að mati prinsessunnar þar sem að heilsan fer þegar kólnar úti.Sick

Jæja bless kæra dagbók þá er bara að vona að prinsessan sjái sér fært að flytja af sér frétti fljótlega Kissing.

 

 

 


Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband