Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Handbolti!

Kæra dagbók hér hefur verið sól og blíða síðustu daga og gott að spóka sig í góða veðrinu Smile. Prinsessan fór á "Caruso" í gær, nei ekki í henni Reykjavík, heldur samnefndum stað hér í Torrevieja í eigu sömu aðila og í Reykjavík. Staðurinn er að vísu lokaður fram yfir miðjan mars vegna vegaframkvæmda en var sérstaklega opnaður í gær svo að Íslendingar á svæðinu gætu horft saman á handboltann og eins verður í dag, boðið var upp á pizzu og vínglas eða bjór á 1 € . Það var virkilega gaman að hitta þarna fólk sem hrópaði hvatningarorð að Íslenska landsliðinu á íslensku Cool!

Eftir leikinn fór prinsessan í "stórverslunina" og verslaði sér stóra nautasteik sem hún svo eldaði sér heima og borðaði svo af bestu lyst eftir að hafa setið aðeins út á palli þegar sólin var að setjast en það gerði hún upp úr sex og þá fór að kólna. 

Prinsessan ætlar að endurtaka leikinn í dag og fara og horfa á leikinn um bronsið og njóta félagsskaparins og þér að segja kæra dagbók þá er ekki bara fólk um sjötugt hér! Prinsessan hitti fiðlukennara á eftirlaunum en hún hafði kennt á fiðlu í 40 ár, meira að segja náð á kenna dóttur prinsessunnar í nokkrar vikur þegar hennar kennari var í leyfi. Prinsessan man eftir þessum kennara í Tónlistaskóla Hafnarfjarðar stjórnandi þar af röggsemi og gleði og virtist hafa stjórn á öllu því kom það prinsessunni ekki í óvart þegar henni var tjáð að þetta væri konan sem væri potturinn og pannan í hittingum Íslendinga á svæðinu og stæði fyrir ýmsum uppákomum eins og félagsvist, mínígolfi og ýmsu fleiru Wink.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í kuldann og hafið það sem allra best og farið vel með ykkur þar sem prinsessan er til staðar til að fara vel með ykkur Kissing


Matur eða MATUR!

Kæra dagbók þá er prinsessan vöknuð eiturhress og strengjalaus þökk sé pilates-tímanum Smile.

Eftir leikfimina í gær átti prinsessan rólegan dag, verslaði í matinn, tók sér góðan göngutúr og skúraði pallinn og sat aðeins úti í sólinni.  Þá tók prinsessan stóra ákvörðun, já nú var tími til kominn að prófa matinn á Mangó bar! Væri maturinn eitthvað líkur vertunum þá mætti sko ekki missa af honum. Prinsessan dreif sig í bifreiðina og ók af stað í fallegu veðri en sólin var orðin ansi sigin á himninum og allt að taka á sig bleikan óraunveruleika blæ. Maturinn á staðnum var í stíl við sólarlagið eða óraunverulega góður. Prinsessan hélt að hún eldaði bara ágætan kjúkling en þess var einhvern veginn ennþá betri og meðlætið frábært, skammturinn að vísu of stór fyrir prinsessuna sem þó er átvagl. Prinsessan fékk meira að segja félagskap við "átið" því "vertynjan"snæddi með prinsessunni sem var sko góður félagsskapur og skemmtilegur svo ekki sé talað um lúksusinn að geta talað á ástkæra móðurmálinu. Hér talar prinsessan mest ensku, svolítla dönsku og reynir svo að bögglast við kaffipantanir og þakkir í búðum á spænsku. Ef Mango bar auglýsir lokun á næstunni verður það vegna ofsóknar prinsessunnar á staðinn FootinMouth.

Í dag er auglýst að íslendingar á svæðinu ætli að koma saman og horfa á handboltann í dag svo að prinsessan ætlar að drífa sig á staðinn og vonar að allavega útsendingin verði betri en í gegnum tölvuna og ekki sakar að heyra fagnaðarlæti í öðrum en Dolla W00t.

Bless  kæra dagbók og bestu kveðjur heim og njótið þess sem þið hafið Kissing.


Liðleikar!!

Kæra dagbók þá er prinsessan búin í "pilates" leikfimistíma, þetta voru mjög góðar æfingar og vel farið í öll atriði. Eitthvað hefur nú prinsessan tapað af sínum fyrri liðleika, kannski misminnir hana, axlirnar orðnar stirðari og ekki eins auðvelt að beygja sig saman. Allt gékk þó vel og prinsessan varð líklega ekki sjálfri sér né landi og þjóð til mikillar skammar en eitt er víst að í þessa tíma ætlar prinsessan að mæta vel og reglulega til að verða jafn liðug sjötug og konan í bleika dressinu Cool.

Í gær dag fékk prinsessan sér langan göngutúr meðfram strandlengjunni fór svo og keypti kerti og endaði á kaffihúsi en klikkaði á því að biðja um kaffið í bolla eins og hún gerir vanalega og fékk auðvitað glas sem var lífsins ómögulegt að halda á sökum hita. Prinsessan reyndi að vefja servettu utan um glasið jafnvel fleiri sérvettum en ekkert dugði svo hún endaði á að láta kaffið aðeins kólna, því miður Shocking. Þarna var gott að sitjna í sólinni og fylgjast með fólki sem gékk hjá. Síðan dreif prinsessan sig heim og setist út á pall með tölvuna í fanginu til að fylgjast með handboltanum en netsambandið var afleitt svo að leikurinn hikstaðist áfram en prinsessan þrjóskaðist við og kláraði leikinn glöð í bragði. Svo er bara að sjá hvað gerist á sunnudaginn, alvega væri óskandi að hafa betra netsamband.

Eftir að prinsessan snæddi þennan líka góða heimaeldaða kjúkling kveikti hún á nýju kertunum og eftir að hafa reynt að fylgjst aðeins með fréttunum á spænsku skellti hún annari seríu af "Sex and The City" í spilararnn og horfði á fjóra þætti í röð. Svo skemmtilega vill til að prinsessan sá aldrei aðra seríu heima á sínum tíma þannig að þetta er hin besta afþreying, kannski að prinsessan versli sér bara popp fyrir kvöldið.

Bless kæra dagbók og vonandi gengur lífiði vel á Íslandi þrátt fyrir fjarveru prinsessunnar, hún sendir allavega bestu kveðjur og þúsund kossa Kissing.

 


Já já!!

Kæra dagbók hér verður gerð önnur tilraun að bulli í dag og vonandi kemst það inn Errm.

Það er af prinsessunni að segja að hún brá sér í leikfimistíma í morgun, á íslensku héti tíminn eflaust magi rass og læri. Prinsessan hefur ekki stigið fæti inn í svona hóptíma í að minnsta kosti tvö ár þannig að hún var pínu kvíðin, skyldi hún halda sporinu, gera æfingarnar rétt eða bara halda tímann út Frown. Prinsessunni létti þegar hún mætti á svæðið því að 80% þeirra sem voru að fara í tímann voru meira en tíu árum eldri en prinsessan og breskir í þokkabót. Þetta yrði nú ekkert mál fyrir unga og spræka prinsessuna sem hafði verið í Hess fyrir tæpum tveimur mánuðum og svitnað þar af áreynslu í tækjasalnum. Tíminn byrjaði á upphitun, tekin nokkur spor og prinsessan náði þeim alveg hún er svo klár svo var farið í að "jogga" hringi í salnum og á meðan kom kennslukonan fyrir miðum á gólfinu og ýmist pöllum, lóðum, stöngum eða sippuböndum fyrir, já já ekkert mál, þetta hafði nú prinsessan allt séð áður, ekkert nýtt fyrir hana eftir fjölda ára í Hress. Þá byrjaði ballið!!! tók ekki þarna við stöðvaþjálfun ala Sissó, armbeygur í ýmsum útgáfum, lyftingar og á milli var hópurinn ýmist látinn gera hnébeygur, framstig eða skokka mishratt nokkra hringi. Loksins stöðvaþjálfunin búin en ekki tók betra við þá voru það magaæfingar ala Ebba, kræst. Nú var prinsessan farin að biðja, í hljóði þó, að tíminn færi að vera búinn.Prinsessan var bænheyrð því nú tóku við teygjur og slöku. Prinsessan hraðaði sér til búningsklefans, hjartslátturinn orðinn eðlilegur eftir slökunina og prinsessan ánægð með eigin frammistöðu, með frammistöðu "breska, kvenkyns Sissó" og mjög góðar viðtökur hjá hópnum.Kvenkynsþátttakendurnir fræddu prinsessuna líka á því að þetta kæmi nú allt hjá henni þegar hún lýsti því yfir að tíminn hefði verið erfiðari en hún átti von á og bættu svo við "þetta er svoo gaman tímarnir verða erfiðari og erfiðari"!! Shocking

Allavega er prinsessan með það á hreynu að á morgun er um tvennt að ræða hjá henni annaðhvort verður hún komin með öörmjó læri eða að hún verði hreyfihömluð í ganglimunum Woundering. Hún skráði sig í "Pilates" tíma í fyrramálið svona til öryggis ef seinni möguleikinn verður uppi á borðinu, besta lækningin er nefnilega hreyfing og teygjur.

Bless kæra dagbók og auðvitað unnu strákarnir "okkar" Norðmenn, bestu kveðjur heim Kissing

 


Sjónvarpið!

Kæra dagbók þá hefur prinsessan eytt meiri tíma yfir sjónvarpinu síðustu sólahringa en hollt getur talist. Spánverjar fjalla varla um annað en "vonda" veðrið, snjóinn og kuldann fyrir norðann og í fjöllunum. Áðan kom hins vegar "afar" áhugavert innslag um vaxmeðferðir, háreyðingu, það skondna var að þetta voru háreyðingar á karlmönnum. Karlagreyin lágu þarna á bekkjum og á þá var borin einhver "drulla" sem harðnaði og svo var rifið af, þeir áttu fullt í fangi með að sýna af sér karlmennsku og kveinka sér ekki en það lá í augum uppi að þeim fannst þetta ekki þægilegt. Prinsessunni þótti þetta svolítið skondið, sá fyrir sér sinn heittelskaða fara og láta" klæða sig úr lopapeysunni". Reyndar var hann alveg hárlaus stóran hluta síðasta árs og þrátt fyrir stórkostlegan sparnað í sturtusápuinnkaupum þá er prinsessan á því að mæla alls ekki með vaxmeðferð fyrir kærastann, hún kann betur við hann í "peysunni".

Prinsessan skellti sér í hana "Soffíu" í morgun en það er líkamsræktarstöðin sem varð fyrir valinu hjá prinsessunni, nú fer hún sem sé í "Soffíu" til að rækta sig. Ræktin var fín og vöðvar komu ágætlega undan afslöppun en þegar prinsessan ætlaði í sturtu komst hún að því að sturtan var ísköld þar sem rafmagnið hafði farið af stöðinni í nótt. Það hentar nú ekki prinsessunni á bauninni, ekki nennir hún að vera að gefa upp öndina á Spáni Sick. Prinsessan sleppti því sturtunni og lagðist á bæn í bílnum um að vatnið væri komið á heima en það var tekið af í gær vegna vangreidds reiknings Angry eigenda hússins. Þar sem prinsessan var fljót að kvarta undan vatnsleysi var brugðist hratt við og reikningurinn greiddur fyrir klukkan tvö í gær og spánska vatnsveitan lofaði að koma vatninu strax á aftur en þetta með strax hjá Spánverjum er ekki alveg það sama og strax hjá prinsessunni og núna sólahring síðar er ekki enn komið vatn þrátt fyrir að það sé búið að þrýsta á vatnsveituna mörgu sinnum. Prinsessan situr því og bíður eftir að komast í sturtu að vísu hitaði hún vatn úr flösku og þvoði sér svona að mestu svo lyktin er ekki kæfandi.

Prinsessan er svolítð andlaus í dag, ætli andinn hafi ekki fokið í rokinu í gær en hann kemur eflaust með sólinni sem er að brjótast fram.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim Kissing.


Hvað er þetta!!

Kæra dagbók svo bregðast krosstré sem aðrir raftar, ja hérna! Hér hefur verið hávaða rok og rigning síðan um fimmleytið í gær og þá er prinsessan að meina snarvitlaust veður. Á Íslandi eru það suð-austan áttirnar sem eru svo leiðinlegar í Hafnarfirði, rok og rikgning, hér er það norð-vestan sem gengur yfir núna. Nætursvefn prinsessunnar var truflaður hvað eftir annað af veðurofsanum, hér hvein og söng í öllu og prinsessan sem fór til Spánar til að njóta veðursins. Reyndar nýtur prinsessan veðursins því hún er ekki enn farin í ræktina en hún var tilbúin í hana í morgun. Prinsessan situr heima með tölvuna, prjónana, bækur, sjónvarpið, DVD og nóg af gómsætum mat svo það væsir sko ekki um hana Smile. Nú bíður prinsessan eftir fréttum af veðri því það kæmi henni ekki á óvart að einhversstaðar í nágrenninu hafi einhverjar fokskemmdir orðið og hærra uppi í landinu og einnig norðar hefur snjóað, aumingja Spánverjarnir það ætlar ekki af þeim að ganga.

Prinsessan átti góðan dag í gær, fór niður í bæ og snæddi kjúkling á veitingahúsi, sat ein við borð, utandyra, því þá var veðrið fínt, fylgdist með fólkinu sem gékk hjá og öðrum gestum á veitingastaðnum.  Eftir matinn fékk hún sér góðan göngutúr og rakst á kaffihús, "Expresso-House", dreif sig inn í von um gott kaffi á kaffihúsi með svo virðulegu nafni en "cappucino-ið" var ekkert sérstakt en næst er þá bara að prófa expresso kaffi Woundering.

Bless kæra dagbók þá ætlar prinsessan að nóta leiguhúsnæðisins í botn þar til veðrinu slotar, hún er róleg kærastinn komst heilu og höldnu heim og passar nú börnin og þau passa hann svo allt er í góðu, bestu kveðjur úr rokinu og rigningunni Kissing.


Syfjuð!

Góðan daginn kæra dagbók þá er sko prinsessan syfjuð í dag, óskiljanlegt en hún geyspar og geyspar og þarf að stunda heimahugleiðslu áður en hún heldur af stað til að kíkja á hana Sophiu, það er líkamsræktarstöðina Smile.

Í gær fór prinsessan í smá leiðangur til að kaupa olíu á bílinn og kanna umhverfið betur og þá sá prinsessan að líf er að færast í miðbæinn. Fyrst fannst prinsessunni nefnilega eins og hún væri komin í afskekkt sveitaþorp þar sem allir væru fluttir á brott, varla nokkur á ferli en mjög auðvelt að fá sæti á veitingahúsum bæjarins. Í gær hins vegar var þó nokkuð af fólki á ferðinni og líflegra yfir öllu, enda er janúar hávetur hér og þessi hefur reyndar verið sá kaldasti síðan mælingar hófust, að því að prinsessn frétti. Reyndar finnst henni 15-17°C ekki kalt en það hefur hitinn að mestu verið yfir hádaginn, var að vísu 8°C einn daginn í janúar og svo tveir með 12°C. Í gær var spáð rigningu og það passaði það rigndi frá sex um kvöldi og öðru hvoru þar til prinsessan fór að sofa. Í dag er spáð rigningu og hér eru frekar ljós ský yfir og glittir öðruhvoru í sólina, svo er bara spurning hvað gerist á morgun en þá er spáð roki og rigningu. Spánverjar kvarta en prinsessan kemst út alla daga og það eina sem háir henni í göngutúrunum er nenningur sem er eitthvað af skornum skammti í dag.

Nú þarf prinsessan að koma í sig nenningi og fara að kíkja í ræktina, það má þá alltaf horfa á Whistling.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og vonandi hafa vinir og ættingjar sloppið við fok og una vel Kissing.

 


Prinsessustælar!

Góðan daginn kæra dagbók þá er prinsessan búin að senda kærasta heim til ástkæra ylhýra og "litlu barnanna". Prinsessan situr út í sólinn, það passar þeir spáðu rigningu Smile.

Eitt er það sem er alveg að gera útaf við prinsessuna, enda er hún nú einu sinni prinsessa en það er fólkið sem kemur og rótar í ruslafötunum. Hér eru tveir stórir dallar fyrir götuna og eru þeir tæmdir mjög oft en það kemur ekki í veg fyrir það að á hverjum degi kemur fólk og hverfur hálft ofan í rusluð og rífur í sundur fínu plastpokana og leitar í þeim, af hverju veit prinsessan ekki. Hins vegar er prinsessan búin að sjá það að hér er ruslið flokkað og endurnýtt en á allt annan hátt en á Íslandi.

Í göngutúrum kærustuparsins hafa þau oft rekið augun í söluskylti á húsum "Se Vende" og bara hér í nágrenninu er ógrynni húsa til sölu og í gær fór eitt svona skilti á hliðið á leiguhúsnæði prinsessunna. Bretarnir eru víst að selja vegna óhagstæðs gengis pundsins gangvart Evrunni. Þeir höfðu selt sína eignir heima hjá sér, keypt hér og ætlað svo að lifa á líferyrinum hér og kom það bara vel út fyrir þá en nú er öldin önnur. Íslendingar eru líka eitthvað að selja og mest er það vegna þess hve óhagstæð krónan er gagnvert Evrunni og því hafa afborganirnar af lánunum hækkað gífurlega. Spánverjarnir rífast svo og skammast yfir því að hafa tekið upp Evruna því þeir væru mun betur settir með Pesetana sem þeir hefðu þá getað fellt gengið á núna í kreppunni. Spurningin er þá hvað með Evruna?

Jæja kærastinn ætti að fara að lenda í London og koma svo seint í kvöld til Íslands og þá á hann sko skilið að fá að sofa út í fyrramálið því prinsessan vill endurheimta hann eins fljótt og auðið er, kannski að  læknarnir hleypi honum út fyrir landssteinana í mars. Prinsessan verður nú ekki ein þennan tíma því hún er svo heppin að eiga stór systur sem ætlar að koma 3. feb. og vera til 17. feb. Systirinn veit náttúrulega ekkert hvað prinsessan er erfið í sambúð en hún hefur breitt bak og hefur sýnt að hún þolir ýmislegt. Hér verða því bara 4 rúm laus frá 3.-17. febrúar en 5 til 3. feb og svo eftir 17. feb. eða þar til einhver ákveður að það sé bara miklu nær "að sitj´undir pálma í sólskini" .

Bless kæra dagbók og bestu kvejur heim og áfram Ísland Kissing

 


Jafntefli, hvað er nú það!

Kæra dagbók vegna lélegs internetssambands innandyra situr prinsessan yfirleitt úti með tölvuna í fanginu þegar hún er á netinu. Hins vegar er hægt að hlaða inn eitthvað úti og skoða inni og stundum vill svo vel til að hægt er að skoða léttari síður innan dyra. Það var einmitt það sem kærustuparið var að gera í gær, voru með stillt á mbl.is og fylgdust þar með leiknum en síðan var uppfærð á einnar mínútnu fresti og á 59. mínútu voru Íslendingar tveimur mörkum yfir og svo kom 60. mínúta! Vá hvað gerðist kannski var bara eins gott að fá þetta í einnar mínútu skömmtum Sick.

Kærustuparið fór niður í bæ í gær í þessu líka fína gönguveðri, spókuðu sig á strandgötunni fóru á kaffihús þar sem prinsessan gat aldeilis slegið um sig og pantað sér kaffi með mjólk og ostaköku með jarðarberjum auk þess að panta samloku og bjór handa kærastanum Grin. Þegar svo þjóninn kom með pöntunina að borðinu kom hann kærustuparinu alveg á óvart því hann færði þeim nákvæmlega það sem prinsessan taldi sig hafa pantað og brosti sínu blíðasta þannig að kærustuparið klikkti út með að segja "Gracias" og þá var þjónninn enn ánægðari, kærustuparið var bara farið að halda að það fengi engan reikning fyrir frábæra frammi stöðu, en nei 8,20€. Það var laveg í lagi því kærastinn borgaði. Prinsessan er nefnilega svo ánægð með Spánverjana þeir rétta alltaf herranum reikningin án þess að spyrja, heima virðist þetta eitthvað vafamál þá er alltaf spurt "hver borgar" nema á fínni stöðunum þá fær herrann reikningin. Kannski að þetta sé ástæðan fyrir því hvað prinsessan sækir frekar í fínni staðina FootinMouth.

Kærustuparið fékk þetta fína símtal í kærkvöldi og er meðal annars búið að komast að því að þrjár mjög skemmtilegar skvísur mæta  vel og reglulega í "World Class" í Hafnarfirði, að vísu ein að vinna en hinar tvær vinna ekki minna í sínum æfingum. Mikið rosalga hlýtur að vera gaman þarna og mikið helgið Smile.

Bless kæra dagbók og vonandi fauk enginn í gær í rokinu en allir fá kveðjur frá kærustuparinu í sólinniKissing.


Örlítil, varla um talandi!

Kæra dagbók þá náði prinsessan hjartslættinum aðeins upp í gær án þess að það væri af völdum hundskrímslis! Prinsessan fór út og skokkaði mjög, mjög stutt og fór svo í góða kraftgöngu og nöldrið bara týndist en það er alveg hægt að treysta því að það finnst fljótlega aftur.

Prinsessan fékk líka svo góðan póst á fésinu í gær, fullt af góðum upplýsingum og svo er bara að vinna úr þeim. Hver veit nema prinsessan verði komin á fullu í ræktina, spænskunám og golf þega kærastinn fer norður, nálægt heimskautsbaug til að hitta læknana sína.

Ekki nóg með það prinsessan fékk líka upplýsingar um spjallsíðu sem Íslendingar hér á svæðinu halda úti, svo nú getur hún tekið til við að spalla og spjalla og spjalla. Á þessari síðu eru líka hinar og þessar upplýsingar sem koma sér vel fyrir þá sem dvelja hér.

Prinsessan er loksins búin að koma sér upp spænsku símanúmeri en mikið rosalega er það langt.

Bless kæra dagbók og kannski að prinsessan reyni bráðum að setja inn myndir, kveðjur til allra heima og þið eigið víst vona á einhverju rosa óveðri í kvöld, kröpp lægð Kissing


Næsta síða »

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband