Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Svergie

Kæra dagbók þá erum við ungu hjónin bara komin til Svíþjóðar í góða veðrið. Öll aðstaða er mjög góð í raun mun hlýlegra en við áttum von á. Ronalds McDonalds húsið sem er fyrir aðstandendur er mjög hlýlegt og góð aðstaða þar. Við erum að hugsa um að selja þegar við komum heim og flytja inn á fjögurra störnu hótel þar sem við erum orðin vön því að fá uppvartað (bæði hér og á LSPH) hvort sem það er matur eða kaffi, erum að renna niður "drottninga-köku" sem okkur var borin með drykk (óáfengum þó).

Lyfjatörnin er byrjuð hjá Eyjólfi en við fáum 5 tíma frí á eftir og ætlum niður í miðbæ (gamla Stan) til að fá smjörþefinn af útlöndum. Það er voða mikið að gera svona fyrst við að koma sér inni hlutina og fá upplýsingar og veita upplýsingar en allt voða hýlegt og okkur sýnd mikil umhyggja.

Bless bless kæra dagbók


3 dagar!

Kæra dagbók!

Þá er ég búin að fægja silfrið og pakka í plastpoka og vona að það verði ekki allt orðið svart í haust. Tók líka allt úr skenknum og hornskápnum og pakkaði niður en er samt ekkert að flytja og treysti littlu börnunum mínum alveg til að nota þetta en.  Þar sem að ofn sprakk í stofunni í vetur og vatnskemmdir urðu á parketinu, þarf að skipta því út, reyndar átti það að gerast í mars en svona er allt. Nú verður léttara fyrir húsgagnaflytendur að vinna þegar parketmenn mæta eftir miðjan maí : ).

Ég var líka mjög dugleg í kvöld enda fékk ég svo gott að borða, þurfti hvorki að elda né ganga frá bara að borða vel og fá Irish Mist í eftirrétt, "Thats live".

Ég ætla að fá mér nýtt skartgripaskrín, frétti af einu í dag þar sem vaxa peningar og ég meina sko ekta peningar þetta voru evrur.

Við höfum tekið á móti góðum kveðjum í dag frá vinum sem við eigum virkilega eftir að sakna í sumar. Skrítið að vera fara svona lengi í burtu og vita í raun ósköp lítið hverju við eigum von á og litlu börnin okkar verða skilin eftir heima. Veit ekki hvort við eða þau verða aumar held viti það nú samt. Jæja kæra dagbók nú á bara að skella sér í ræktina í fyrramálið, allavega í kaffið og halda svo áfram að undirbúa brottför. Eyjólfur er  með kvefpest eins og annarhver Íslendingur hér á landi í dag og úthaldið er ekki gott en við fórum samt til litla bróður og Sollu og átum á okkur gat og nutum samvista við bestu frændur Eyjólfs : ) : ) : )

Góðan nótt kæra dagbók!


Nýjar fréttir!

Kæra dagbók!

Búin að fá frábærar uppvörtunardömur fyrir 23. maí, treysti á að þær geti hjápað mér með freyðivínið!

Ástæða Svíþjóðarferðar okkar hjóna eru veikindi Eyjólfs, en 5. desember síðastliðinn greindist hann með bráðahvítblæði og í framhaldi einnig með blóðsjúkdóm. Eftir að hafa farið í fjórar "agressivar" meðferðir hér eru mergskipti í Stokkhólmi framundan. Það í sjálfu sér er mikil vinna en mjög góðar sögur fara af Svíunum í samskipti við þessar aðgerðir. Við förum út á miðvikudaginn 29. apríl og meðferð byrjar stax daginn eftir en mergskiptin sjálf fara fram 8. maí og síðan er það veikindi og eftirlit fram yfir miðjan ágúst. Meira um það síðar.

Ég var að fá þær upplýsingar að við þurfum að spritta og sótthreinsa sjúkrastofuna hans Eyjólfs daglega! Ég meina það hvað er með Svía hér á LSH deild 11 G var þjónustan 210%, komon þar komu elskulegar konur og þrifu allt daglega og svo komu aðrar konur og buðu mér, gestinum, að borða og ég svaraði oftar en ekki með hundshaus "nei takk borða ekki fisk" eða eitthvað í þeim dúr og þá brostu þær og aldrei annað en elskulegheit. Ég meina það á ég að fara að gera eitthvað, vita Svíar ekki að ég er prinsessan á bauninni endurborin, verð ég að senda þeim ævintýrið. Ekki meira í bili kæra dagbók!


Rannveig tekur aftur upp blogg!

Kæra dagbók þá er að byrja að blogga eftir 5 ára hlé, sem eflaust vekur upp gleði hjá fjöldanum. Þetta verða ekki pólutískar færslur, nema þá dulbúnar, mest lýsingar á ástandi fjölskyldunnar.

Inga María dimmiteraði í dag sem álfur, Vigfús Almar dimmiteraði hins vegar sem ísbjörn í fyrra og gætu þetta ekki verið dæmigerðari búningar fyrir þeirra persónur. Ég var hins vegar víkingur á sínum tíma (ca. í fyrra) og Eyjólfur smá stelpa með tígó, spurning hversu dæmigert það var fyrir okkar persónur.

Við erum að undirbúa Svíþjóðarferð okkar Eyjólfs næsta miðvikudag og þar verðum við allveg fram í ágúst.

Bless kæra dagbók!


Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1056

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband