Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
27.11.2009 | 11:47
Selskapsdama óskast!
Kæra dagbók ýmislegt hefur nú drifið á daga prinsessunnar síðan síðast og andleysið verið allsráðandi .
Kærastinn er betri til heilsunnar og blóðprufurnar alltaf að "bessna" svo prinsessan er alsæl með það. Hins vegar var prinsessu-móðirin að detta og mjaðmagrindarbrjóta sig enn einu sinni . Hún er búin að fara í aðgerð sem gekk eins vel og hægt var þegar beinin eru orðin eins léleg og þau eru. Konan sem eitt sinn var 168 sm er orðin pínulítil því hún hefur fengið svo mörg samföll í hryggnum fyrir utan að maðmagrindarbrotna illa þrisvar sinnum. Prinsessunni finnst þó verst að komast ekki í heimsókn til mömmu sinnar en svona prinsessur þola ekki kuldan sem er nú í veðurkortunum . Reyndar er prinsessan innilokuð flesta dagaog reynir af fremsta megi að vera myndarleg húsmóðir en það gleymdist víst að setja í hana húsmóðursgenið þegar hún var innréttuð á sínum tíma .
Prinsessan á nú frátekið hús á Spáni fyrir sig eftir áramót til að flýja kuldan, svolítið erfitt að vera alltaf í hættu vegna veðurfarsins. Það sem prinsessan hefur mestar áhyggjur af, fyrir utan að kærastinn og börninn geti bjargað sér án hennar, er að vera ein. Þess vegna auglýsir prinsessan eftir selskapsdömu(m) til skemmtunar og til að fyllsta siðgæðis sé gætt í útlandinu .
Prinsessan verður í fínu hús og með bíl til umráða auk þess sem golfsettið á að vera með í för .
Bless kæra dagbók þar til andinn kemur næst .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 09:57
Dugnaður!!
Kæra dagbók heldur þú ekki að prinsessan hafi ekki bara skellt sér í ræktina í morgun og er sko öllu hressari á eftir enda alltaf hressandi að fara í Hress og hitta hressurnar í kaffi .
Æfingarnar gengu rosalega vel, fyrst var það stígvél á prinsessuhraða í 30 mínútur og síðan göngubrettið þar sem prinsessan tók fimm spretti og gékk á milli, nú verða sko sænsku sniglarnir að fara að vara sig . Prinsessan svitnaði og svitnaði við alla þessa áreinslu og var sko ánægð með sig en það var að sjálfsögðu eyðilagt fyrir henni . Já já komu ekki tvær hressur upp í kaffi og sögðu að loftræstingin væri engin og loftið svo þungt að þær hefðu sko svitnað við það að horfa á tækin, "common" prinsessan er með það á hreinu að þær hafi bara verið svo syfjaðar að þær tóku ekki eftir því hvað þær tóku vel á og hömuðust .
Í dag er bara frí hjá kærustuparinu, engar heilbrigðisheimsóknir svo nú er bara að bretta upp ermar og klára fataskápana að hurðum, já já prinsessan er að setja upp fataskápa, alveg ein bara smá hjálp, frá kraftajötninum krónprinsi, þegar á aflsmunum þarf að halda. Hurðarnar eru að vísu ekki komnar í hús því þær eru væntanlega til landsins fljótlega en þetta fljótlega hjá IKEA er ekki sama og fljótlega hjá prinsessunni .
Bess kæra dagbók og áfram með hlýindin og engar norðan áttir takk .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2009 | 21:41
Nýjar fréttir!!!
Kæra dagbók þá heyrist loks frá prinsessunni á bauninni . Síðasta vika var svolítið erfið fyrir prinsessuna, fyrst fór hún í göngutúr í glaða sólskini og 5°C hita á sunnudeginum og fékk mjög slæmt ofnæmiskast eftir einhverja 30 metra . Mamma prinsessunnar hefur líka verið veik og illa haldin af verkjum en of kalt fyrir prinsessuna til að vera á miklu útstáelsi og þá um leið heimsóknum til mömmu. Síðan komu erfiðar fréttir eftir blóðprufuna hjá kærastanum á þriðjudaginn. Kærastinn kom það illa út úr blóðprufunum að læknirinn hélt að sjúkdómurinn væri búinn að taka sig upp en vildi samt ekki trúa því. Kærastinn var drifinn í mergstungu en læknirinn dældi í hann lyfi áður sem hefur ekki verið gert áður svo að kærastinn svaf meðan mergsýnið var skoðað og var rétt vaknaður þegar niðurstöður komu og sýnið sýndi ekki merki um að sjúkdómurinn hefði tekið sig upp . Mikið hefði nú prinsessan haft gott af þessu lyfi líka á sama tíma þá væru neglur hennar meira við hæfi prinsessa í dag. Nú var kærastinn tekinn í fleiri athuganir og tekin af honum lyf og lyfjum breytt og ekkert markvert gerðist næstu daga. Læknarnir voru á því að þetta blóðójafnvægi væri vegna áhrifa frá lyfjum og helgin fór í það að bíða og "sprauta honum" sem hann gerði reyndar sjálfur. Í morgun voru svo jákvæðar niðurstöður úr blóðsýnunum og allt á réttri leið . Nú er bara að halda áfram með endurbatann og styrkinguna.
Allir heimilismeðlimir eru núna búnir að fá "svínaflensu" sprautu, kærastinn fyrir nær þremur vikum og asma-fólkið í síðustu viku svo fjölskyldan ætti ekki að hrína mikið í vetur .
Prinsessan er alltaf að lofa sjálfri sér að vera duglegri við dagbókarjátningarnar enda ómögulegt að þú kæra dagbók fáir ekki fréttir, "dagbókin fyrst með fréttirnar" allavega er prinsessan eitthvað ósátt við fréttaflutning eða réttara sagt áherslur fjölmiðla að undanförnu. Miklu betra að hafa þetta bara á hreinu í dagbókinni og ekkert nöldur eða "besservissma" .
Bless kæra dagbók og áfram með suðaustan og sunnan áttirnar .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar