10.11.2009 | 09:57
Dugnaður!!
Kæra dagbók heldur þú ekki að prinsessan hafi ekki bara skellt sér í ræktina í morgun og er sko öllu hressari á eftir enda alltaf hressandi að fara í Hress og hitta hressurnar í kaffi .
Æfingarnar gengu rosalega vel, fyrst var það stígvél á prinsessuhraða í 30 mínútur og síðan göngubrettið þar sem prinsessan tók fimm spretti og gékk á milli, nú verða sko sænsku sniglarnir að fara að vara sig . Prinsessan svitnaði og svitnaði við alla þessa áreinslu og var sko ánægð með sig en það var að sjálfsögðu eyðilagt fyrir henni . Já já komu ekki tvær hressur upp í kaffi og sögðu að loftræstingin væri engin og loftið svo þungt að þær hefðu sko svitnað við það að horfa á tækin, "common" prinsessan er með það á hreinu að þær hafi bara verið svo syfjaðar að þær tóku ekki eftir því hvað þær tóku vel á og hömuðust .
Í dag er bara frí hjá kærustuparinu, engar heilbrigðisheimsóknir svo nú er bara að bretta upp ermar og klára fataskápana að hurðum, já já prinsessan er að setja upp fataskápa, alveg ein bara smá hjálp, frá kraftajötninum krónprinsi, þegar á aflsmunum þarf að halda. Hurðarnar eru að vísu ekki komnar í hús því þær eru væntanlega til landsins fljótlega en þetta fljótlega hjá IKEA er ekki sama og fljótlega hjá prinsessunni .
Bess kæra dagbók og áfram með hlýindin og engar norðan áttir takk .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Styð þig sannarlega með ósk um sunnanáttir. Það er gott að fá að fylgjast svona með hvernig gengur. Það eru sem sagt "spennandi tímar" hjá ykkur inn á milli og dramatískar spítalaferðir. Ekki við öðru að búast hjá kóngafólki.
Bestu kveðjur.
Guðríður (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.