9.11.2009 | 21:41
Nýjar fréttir!!!
Kæra dagbók þá heyrist loks frá prinsessunni á bauninni . Síðasta vika var svolítið erfið fyrir prinsessuna, fyrst fór hún í göngutúr í glaða sólskini og 5°C hita á sunnudeginum og fékk mjög slæmt ofnæmiskast eftir einhverja 30 metra . Mamma prinsessunnar hefur líka verið veik og illa haldin af verkjum en of kalt fyrir prinsessuna til að vera á miklu útstáelsi og þá um leið heimsóknum til mömmu. Síðan komu erfiðar fréttir eftir blóðprufuna hjá kærastanum á þriðjudaginn. Kærastinn kom það illa út úr blóðprufunum að læknirinn hélt að sjúkdómurinn væri búinn að taka sig upp en vildi samt ekki trúa því. Kærastinn var drifinn í mergstungu en læknirinn dældi í hann lyfi áður sem hefur ekki verið gert áður svo að kærastinn svaf meðan mergsýnið var skoðað og var rétt vaknaður þegar niðurstöður komu og sýnið sýndi ekki merki um að sjúkdómurinn hefði tekið sig upp . Mikið hefði nú prinsessan haft gott af þessu lyfi líka á sama tíma þá væru neglur hennar meira við hæfi prinsessa í dag. Nú var kærastinn tekinn í fleiri athuganir og tekin af honum lyf og lyfjum breytt og ekkert markvert gerðist næstu daga. Læknarnir voru á því að þetta blóðójafnvægi væri vegna áhrifa frá lyfjum og helgin fór í það að bíða og "sprauta honum" sem hann gerði reyndar sjálfur. Í morgun voru svo jákvæðar niðurstöður úr blóðsýnunum og allt á réttri leið . Nú er bara að halda áfram með endurbatann og styrkinguna.
Allir heimilismeðlimir eru núna búnir að fá "svínaflensu" sprautu, kærastinn fyrir nær þremur vikum og asma-fólkið í síðustu viku svo fjölskyldan ætti ekki að hrína mikið í vetur .
Prinsessan er alltaf að lofa sjálfri sér að vera duglegri við dagbókarjátningarnar enda ómögulegt að þú kæra dagbók fáir ekki fréttir, "dagbókin fyrst með fréttirnar" allavega er prinsessan eitthvað ósátt við fréttaflutning eða réttara sagt áherslur fjölmiðla að undanförnu. Miklu betra að hafa þetta bara á hreinu í dagbókinni og ekkert nöldur eða "besservissma" .
Bless kæra dagbók og áfram með suðaustan og sunnan áttirnar .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir fréttirnar... það er gott að allt er á réttri leið, enda ekkert annað í boði. Gangi ykkur vel, kær kveðja frá okkur á Akureyri.
Ragnheiður Hulda Þórðardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 08:02
Æ gott að heyra að allt er enn í rétta átt! knús til ykkar
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.