5.9.2009 | 06:51
Fram og aftur, aftur og fram!!
Kæra dagbók, eller skulle prinsessen sige det på dansk for nu löber de på dansk i Selfoss .De dygtige mennesker, de löber 10 kilometer og de dygtigeste löber 21 kilometer men prinsessen sider på sin gode ende og tænker på god mad og dansk aften med venner .
Jæja kærustuparið beið í nærri fimm tíma í gær eftir síðustu niðurstöðum úr rannsók sem átti að vera til að setja í skýrslur sem áttu að fara til íslensku læknanna. Einhver smá miskilningur var á milli "röntgen" og B87 (meinmergskiptadeildin), B87 sagðist vilja fá niðurstöður strax en röntgen hélt að ekkert lægi á. Loks var farið í að lesa myndirnar og þá kom í ljós að lugnabólgan var sveppasýking í lungum svo kærustuparið eyddi enn einni nóttinni á sjúkrahúsinu en það var ágæt eldgosa bíómynd í sjónvarpinu. Í augnablikinu ber heimildum ekki saman um hvert næsta skrefið er, alla vega var strax byrjað á lyfjum til að útrýma sveppnum, hins vegar segja sumir að Íslenskir læknar geti nú tekið við aðrir að kærustuparið þurfi að vera hér lengur . Svo þetta er allt fram og til baka, fara heim, ekkki fara heim, fara heim, ekki fara heim . Hins vegar sér prinsessan ekkert á móti því að kærastinn fái að fara í íbúðina þar sem lyfin eru í pilluformi, hann er hress og ekkert er verið að gera nema bíða eftir að pillurnar útrými sveppnum. Óttarlegt tuð er þetta í einni prinsessu sem þarf ekkert annað að gera en blogga og fara í tölvuleiki örugglega einhverjir sem vildu vera í hennar sporum.
Annars hefur kærustuparið það ágætt og veðrið er mjög gott en söknuður eftir afkomendum, ættingju og ekki síst vinum er farinn að vera áberandi .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og "De danske löbende eller cyklendi folk god fornöjels, det er en god dag!"
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló uppáhalds kærustuparið mitt Hér er allt farið að rúlla eins og það á að gera, vinna borða og sofa, stundum að kíkja aðeins á netið og svoleiðis Tryggvi minn er nú loksins kominn í landsliðið í fótbolta, eða þannig sko, hann hafði svo lítið að gera þar sem skólinn byrjar ekki hjá honum fyrr en í lok september svo hann gerðist sjálfboðaliði hjá KSÍ(það er undankeppni fyrir HM stúlkna) nú,nú hann fékk voða flotta treyju merkta KSÍ og nú sprangar hann um í þessu og er voða ánægður með sig . Honum fannst eitthvað voða lítið spennó að vera húsmóðin á heimilinu þar til hann fer Nú fer ég að hitta flottu stelpuna ykkar oftar, þar sem stefnan er tekin á morgunsprikl í næstu viku. Vonandi fáið þið nú að fara fljótt aftur í íbúðina, það er miklu meira kósí fyrir kóngafólk úr Norðurbænum Bestu kveðjur og skilaðu bestu kveðjum til kærastans
Risa,risaknús yfir hafið til ykkar úr Noðurbænum okkar
Ásta Eyjólfs
Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 09:44
Jæja afturábak og áfram...já þannig var dagurinn hjá mér ég hjólaði með 21 km hlaupurunum í dag EFTIR að ég hafði farið á kaffihús og hitt pabba sem fékk að sjá Hrönn ÁS hina dóttur sína í fyrsta skipti. Hlaupararnir stóðu sig frábærlega. Ég frétti það að einn hafnfirðingur hefði séð Hrönn hlaupa og hefði svo séð hana hjóla líka og var ekki alveg að skilja þetta 'Otrúlegt hvað fólk ruglar okkur saman.
Sumar keyptu sér gamla notaða kjóla á Selfossi fyrir kvöldið og verður spennandi að sjá múnderinguna. Eftir að hafa spáð í danskan fatnað var niðurstaðan "eitthvað hallærislegt" annars kom Anna María með hugmynd um að vera einhver ´persóna úr H.C. Andersen ævintýrunum. Þá datt okkur helst í hug Litla stúlkan með eldsspýturnar...það yrði ódýrast...sleppa því að fara í bað finna einhverjar druslur til að fara í og kaupa einn eldspýtustokk svo gætum við bara farið til Margrétar og sníkt eitthvað að borða og drekka
Jæja en ég ætla semsagt að fara í kjól óg skó sem ég á af ömmu gömlu og nú þarf ég að fara að setja í mig rúllurnar því partyið byrjar eftir tæpan klukkutíma.
Eyjólfur getur svo verið rólegur yfir bílstjórahlutverkinu því ég hef ákveðið að taka það að mér svo þið fáið ALLAR fréttir af því sem fram fer en þær fréttir verða væntanlega sendar í pósti en ekki hér í blogginu hehehhe
Knús til ykkar og hafið það sem allra best og þið eruð hjá okkur í anda!!!!!!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.