Slysavarnarkonan!

Kæra dagbók nú gaus slysavarnakona upp í prinsessunni í gær Woundering já í stað þess að rjúka í hjólatúr með kærastann sem er rétt að ná því að verða hálfur maður þá ákvað prinsessan að stuttur göngurtúr og bókalestur á bekk væri betur við hæfi. Já kærustuparið tók því rólega fyrripart dags á "landareigninni" með nesti og bækur. Síðan var farið í smá göngutúr, upp í móti, á kaffihús upp á hæð í skóginum. Þar afgreiddu broshýrir ungir piltar og báru fram þessar líka fínu kökur en því miður er bara opið um helgar Errm. Þannig að það verður eitthvað erfiðara fyrir prinsessuna að ná upp kílóunum sem kærastinn missti Blush.

Eftir kaffihúsið var gengið heim og kærastinn fór í hvíld en prinsessan fór í leiðangur um landareignina á hjóli, til að ná meiri yfirsýn Cool. Margir voru í heimsókn á landareigninni, ýmist að grilla með fjölskyldunni, skokka, ganga eða hjól en allir að njóta góða veðursins Wink. Prinsessan myndaði kopartjöldin sem hún hafði verið svo ósmekkleg að halda að væru einhver "Hollywodd" fyrirbæri, samanber samnefnt hús sem stóð við Strandgötuna í Hafnarfirði og bar feikilega "glæsilega" framhlið en var dæmigert hafnfirskt íbúðarhús aftanfrá. Þessi í Hagaparken voru byggð 1760 fyrir varðsveitir konungs Blush.03xzqan.jpg

 Slysavarnakonan gaus aftur upp í hjólatúrnum hjá prinsessunni þegar hún horfði á fólkið grilla á einnota grillunum og fór hún að velta fyrir sér skógareldunum á Spáni en ekkert bar á sírenuvæli í gærkvöldi svo að allt hefur gengið vel Smile.

Nú ætlar kærustuparið að gera eitthvað sniðugt í dag og þú fréttir af því síðar Grin.

Bless kæra dagbók og nú fer að styttast í Íslandsför kærustuparsins en áætluð heimför er 1. september, kveðja til allra Kissing.Hvar er Ástríkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð kærustuparið sæta. Það er alveg frábært hvað þú getur breyst,farið úr prinsessuhamnum yfir í slysókonu bara eins og ekkert sé. Hér á bæ er aðeins farið að fækka í herbergjunum. Stúlkurnar fóru til London á laugardaginn, nú eru það bara bræðurnir og hún Rannveig tengdadóttir mín tilvonandi  sem eru að sniglast hér. Hér er allavega mikið líf og fjör þessa dagana og ekki leiðist mér það.Bestu kveðjur yfir hafið og frábært að það sé komin tími á heimför

Risaknús úr Norðurbænum okkar

Ásta Eyjólfs

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband