9.8.2009 | 08:43
Lyftubilun og önnur bilun!!
Kæra dagbók um hádegisbil í gær fór kærustuparið hjólandi lengstu vegalengdina síðan komið var til Svíþjóðar, um fjóra kílómetrar . Þetta reyndi töluvert á kærastann þó allt væri niður á við eða lárétt, smá upphalli undir lokin. Nú átti að taka lyftu upp á hæðina þar sem jazz-veitingastaðurinn er, lyftugarganið reyndist lokað/bilað og þá voru í boði ca. 200 tröppur eða að ganga stóran hring og allt upp á við, fjallganga. Kærastinn valdi tröppurnar þó læddist að prinsessunni að hætta við og snæða annars staðar eða bara taka leigubíl en þar sem prinsessan er svo hógvær þá réðst hún á tröppurnar með kærastanum í 27° hitanum og sterkri sólinni . Prinsessan hafði nú ekkert nema gott af þessu þrammi og hefði alveg mátt fara fleiri ferðir, kærastinn hins vegar kláraði sig , fékk sér að borða, hlustaði lítið á tónlistina og beint í leigubíl og heim. Eftir að hafa lagt sig í tvo tíma var hann orðinn eitursprækur aftur og er enn þannig að hann hafði ekkert slæmt af þessu nema þá slæma samvisku prinsessunnar . Hún lagðist hins vegar í sólbað á landareigninni, las og prjónaði með móral yfir biluninni en þá birtist kærastinn með rauðköflóttu kælistöskuna og dró upp tvö glös og litla freyðivíns flösku, ískalda, æðislegt .
Hér er sama blíðan í dag og áætlað er að æfa lítið og rétt í dag, taka smá hjólatúr inn í Hagaparken og skoða sig betur um. Prinsessan er búin að uppgötva að byggingar (læt mynd inn seinna) sem hún hélt að væri einhver óskapnaður settur upp fyrir svona 10 árum, er í raun frá 1760 og kallast "Koppartälten" eða kopartjöldin á íslensku. Eins og nafnið gefur til kynna þá lítur þetta út eins og tjöld, reyndar eins og tjöldin í Ástríki, rómönsk hertjöld bara úr kopar. Þetta var húsnæði fyrir konunglegar varðsveitir en þarna er núna safn og veitingastður ásamt því að hýsa leiksýningar. Kærustuparið hefur það á áætlun sinni í dag að kanna þessi "tjöld" nánar og umhverfi þeirra .
Bless kæra dagbók og prinsessan ætlar að reyna að bila ekki í dag en áhættan er fyrir hendi, bestu kveðjur .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.