8.8.2009 | 08:55
Letilíf!!
Kæra dagbók það má með sanni segja að prinsessan á bauninni lifði sannkölluðu prinsessu lífi í gær Það er annað sem af er þessum degi . Prinsessan er búin að standa í stórþvotti síðan uppúr sjö í morgun, agalegt að leggja þetta á eina prinsessu, tvær þottavélar í einu, heill þurrkari og upphengjur, þvílíkt álag og ofan á þetta baðherbergisþrif, örugglega hátt í 3 fermetrar. Ekki er allt búið heldur þurfti prinsessan líka að næra sig, ja hérna . Annað var með gærdaginn þá lá prinsessan ásamt kærastanum á landareigninni, fáklædd og naut sólar . Prinsessan stundaði einnig kvenlegar dyggðir, sat að prjónaskap á eigin hönnun ásam því að lesa bókmenntir, "Leynda kvöldmáltíðin". Kærastinn sat við lestur á rónabekk í skugganum og virtist una glaður við sitt enda nóg af nesti með í för, kaldir drykkir í fínu rauðköflóttu kælitöskunni, snúðar og súkkulaði og hvíld á teppi þess á milli .
Nú er að taka til við konunglegt líferni aftur og drífa sig á hjólin og láta sig renna niður í bæ og yfir í Södermalm fara þar í brunc og hlusta á lifandi jazz á meðan snætt er. Staðurinn heitir "Mosebacke" og þar er góður matur og góð tónlist svo dagurinn ætti að hæfa kærustuparinu .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til ykkar sem eruð að nýta íslenska sumarið ykkur til gagns og gleði!!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, hæ. Mikið er gaman að lesa bloggið þitt Rannveig og sjá myndirnar, mér sýnist kærastinn allur að vera braggast. Hér er ennþá tveggjastafa tala í hitamælingum og allir glaðir.
Gangi ykkur allt í haginna.
Kveðja,
Anna Stína.
Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.