Opinbermóttaka!

Kæra dagbók þá fór fram fyrsta opinbera móttaka prinsessunnar á kærastans á landareigninni í gær Cool. Mættir voru gestir frá Íslandi, fyrrverandi samstarfsfólk kærustuparsins, Kristbjörg og Gulli. Hirðljósmyndarar voru á svæðinu og var aðburðuinn festur á filmu bæði hreyfimyndir og ljómyndir. Gerð var úttekt á kaffihúsi í garðinum sem býður upp á heimabakað bakkelsi en einungis er opið í góðviðri sem að sjálfsögðu er alla daga. Snætt var í utandyra og valið að sitja í skugga, þannig að hægt var að sitja lengi og njóta veðursins, umhverfisins og ekki síst samverunnar Wink. Kaffihúsið fær ágætiseinkunn, frekar hrátt og mætti alveg fá mýkri stóla en veitingar góðar og vel útilátnar og verðlag gott sem og glaðleg þjónusta. Örlítið var gengið um landareignina og aðstæður kannaðar, einungis ein lítil kanína heilsaði upp á prinsessuna og samferðarfólk sem er mun minna en vanalega og lítð bar á flugu, engar athuganir voru gerða á veiði. Endað var á Ynglingagatan 3 þar sem einungis "unglinar" voru þarna á ferðinni.

Áður en að móttökunni kom hafði kærustuparið heiðrað sjúkrahúsið í Huddinge með nærveru sinni og var almenn ánægja lækna og hjúkrunarfólks  þar með kærastann Smile og því er kærustuparið sælt og ánægt og ætlar að njóta góða veðursins í dag.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra og sérstaklega til þeirra sem fylgjast með skrifunum um prinsessuna og hennar duglega kærasta Kissing.

agust_007.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl. Ég treysti Kristbjörgu og Gulla vel til að gera úttekt þarna hjá þér. Gott að heyra hvað læknaliðið er ánægt, þetta kemur allt saman.

Guðríður (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 13:02

2 identicon

Hæ hæ,,, mikið er nú gott að heyra að allt gangi vel,,,jájá litla barnið okkar bara að setjast á skólabekk að nýju vona að henni gangi vel kv. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 18:09

3 identicon

Sæl Rannveig gamla og spúsi hennar. Bestu kveðjur úr Firðinum. Héðan er allt gott að frétta en ástæða þess að lítið hefur heyrst frá mér í nokkra daga er sú að ég var á Akureyri ásamt manni, dóttur og hennar yndislegu fjölskyldu. Þar höfðum við það gott í frábærri íbúð Kennarasambandsins, átum og drukkum, heimsóttum heiðurshjónin Kristínu List og Árna Hrólf, það var hvorki leiðinlegt né heldur var okkur í kot vísað í mat og drykk á þeim bænum. Og ekki brást Brynjuísinn, heldur mikið borðað af honum og öðru góðgæti. ...og því miður sást það vel á vigtinni þegar heim kom

 Gott að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur og þið fáið þessa fínu gesti þó sumir séu nú heldur mikil ólög.

Jæja turtildúfurnar, nót að sinni, hlakka til að heyra meira frá ykkur, chiao

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 20:55

4 identicon

En gaman hjá ykkur og sjá umhverfið sem þið sitjið í á myndinni!!!þetta er yndislegt. Kristbjörg hefur alveg örugglega komið full af orku og klædd fjólubláa litnum sem fer henni svo vel..örugglega sérstaklega valið fyrir heimsókn til prinsessunnar!!! Frábært að heyra með ánægju læknanna, prinsinn er að standa sig vel í uppbyggingunni enda ekki slæmt fyrir hann að hafa þessa líka geislandi prinsessu við hlið sér alla daga. Knús til ykkar.

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 22:48

5 identicon

Halló tid konunglega par, okkar innilegustu takkir fyrir móttökurnar í hinum konunglega gardi. Tetta hefur verid besti dagurinn sidan vid komum til Stokkhóms. Gangi ykkur sem best á tessum endurreisnartímum hér í Svítjód. Sjáumst heil heima í haust. Eftirlitid frá Íslandi.

Kristbjörg og Gulli (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband