Aftur til fortíðar!!

Kæra dagbók þá hefur prinsessan á bauninni enga afsökun lengur og brá því á þann gamla vana að fara út að skokka í morgun á landareigninni Wink. Prinsessan stóð sig þetta líka vel að þegar hún komst í endabúðir biðu tveir hérar og fögnuðu henni, þeir voru mjög ánægðir að sjá prinsessuna aftur á skokkinu og hneigðu sig þegar hún kom í mark W00t.

Dagurinn í gær var rólegur hjá kærustuparinu og veðurblíðan nýtt til hins ítrasta, setið í "Bellevue parken" en þar þarf að fara í gegn til að komast í "Hagaparken" sunnan megin frá. Þetta er sá hluti sem prinsessan nam fyrst land í en hefur nú töluvert fært út kvíarnar og er þetta eingungis inngangurinn. Þarna er gott að sitja, bæði í grasinu og á bekkjum. Prinsessan las, prjónaði og sólaði sig en ekki allt í einu. Kærastinn las og hvíldi sig í skugganum og að sjálfsögðu var nesti með í för, ískalt gos og vatn, alveg satt Halo og nýbakað "crossant".

Í dag á kærustuparið hins vegar stefnúmót við Íslending í miðborginni og ætlunin er að snæða "lunc" saman en Íslendingurinn, Frú Sigríður Ólög, ætlar bara að stoppa hér í nokkra klukkutíma til að hitta hefðarfólkið Smile.

Bless kæra dagbók hér er spáð einmuna veðurblíðu út ágúst þannig að nú er hægt að byrja að pakka peysum og hlýrri fatnaði Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ kæru hjón, við vorum að koma úr útilegu þar sem við fórum hringinn á 11 dögum.  Sofið var á Hellu, Höfn á Hornafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Blönduósi og Borgarnesi.  Það var mjög gaman hjá okkur, þó að veðrið hafið ekki beint leikið við okkur.  Við sáum marga nýja og áhugaverða staði og skemmtum okkur vel.  Við vorum með Lilju og Hilla (og hundinum Töru).  Huldar sló í gegn á Akureyri þar sem við keyptum okkur 10 lítra pott og elduðum ísl. kjötsúpu (nammmm...).  Strákarnir voru ekkert hrifnir af því að vera komin heim aftur, nú er strax farið að spyrja um næstu útilegu

Sendum góðar kveðjur.

Sólveig og Co.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:55

2 identicon

Jæja komið þið sæl.  Það passar skýin komin til okkar og þið fáið sólina.  Ég man ekki eftir svona blíðu jú sumarið 1991, ég man daginn góða þegar ég sat á pallinum ykkar í Hvömmunum og var að bíða eftir prinsinum mínum.  Við vorum heima um helgina og keyrðum aðeins um, enda góða veðrið hér fyrir sunnan.  Ég er byrjuð að vinna og er það bara ágætt.  Annars er allt gott að frétta héðan og allir glaðir.

Kveðja til ykkar og gangi ykkur vel.

Anna Stína

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 21:14

3 identicon

Hæ vonandi hafið þíð Sigríður´"Ólög" (er hún annars orðin eitthvað ólöguleg?)  náð maraþonspjalli  bestu kveðjur héðan, vorum að koma inn eftir hjólatúr í Mosfellsbæinn, sól, rok og rigning........maður leggur ýmislegt á sig fyrir  matarboð hehehe kv SJ

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 22:36

4 identicon

Já, þetta eru bölvuð ólög allt saman, hihi

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband