4.8.2009 | 08:11
Prinsessa eða ekki prinsessa!!
Kæra dagbók það er nú eins gott að prinsessur hafi einhverja aðra til að hugsa fyrir sig annars er aldrei að vita hvernig færi fyrir prinsessum sérstaklega þessari á bauninni. Prinsessan á bauninni er prinsessan á bauninni vegna þess að ýmislegt sem "almenningur" verður lítt eða ekki var við veldur prinsessunni óþægindum í besta falli og lífshættu í versta falli . Oft á prinsessan í mestum vandræðum að átta sig á "óþægindum", henni er nú vorkunn blessaðri en hér um árið sýndi hún frábæra útsjónarsemi sem hefur oftar en ekki bjargað henni. Fyrir rúmum þrjátíu árum þáði hún dans hjá ungum sveini og hefur haldið fast í þennan svein síðan og það varð enn einu sinni henni til bjargar núna .
Undan farnar vikur hefur þreyta ágerst hjá prinsessunni og hún er að vakna með bjúg eins og eftir viku fyllerí sem náttúrulega er ekki hennar deild og eins hefur borið töluvert á asma og öðrum ofnæmis einkennum þrátt fyrir að taka lyfin rétt og einkennin hafa verið hunsuð, gjörsamlega . Þetta hefur leitt til lítillar líkamsræktar og afslöppunar á vöðvum sem hefur valdið enn meiri lúa . Prinsessan var með skýringar á reiðum höndum; "þetta er bara eðlilegt eftir allt sem á undan er gengið nú er bara að hvíla sig" og svo var hvílt og hvílt og hvílt og prinsessan varð bara þreyttari og þreyttari og þreyttari og bólgnari og bólgnari og bólgnari . Þannig að þá vitið þið það prinsessan er ekki feit hún er bara svo bólgin!!! Kemur þá að þætti kærastans hann sér nefnilega um að hugsa í þessu sambandi og framkvæmir í kjölfar hugsunar, prinsessan hins vegar framkvæmir og talar áður en hún hugsar . Sem sér kærastinn uppgötvar að út um alla íbúð eru mottur ofan á parketinu og þar sem kærastinn hugsar og framkvæmir svo þá tók hann allar mottur af gólfum og lét inn í geymsluskáp því hann mundi alveg að prinsessan þolir ekki ryk, líkamlega en alveg andlega. Í ljós kom að motturnar voru mettaðar af ryki og skít og gólfin undir þeim, svo nú dreif hann sig í að ryksuga og þetta gerðist allt á meðan prinsessan var úti að versla í matinn, nema hvað. Þegar prinsessan kom heim æddi á móti henni betra loft og allir gluggar opnir upp á gátt og prinsessunni líður strax miklu betur líkamlega en er alveg í rusli yfir því hvað hún getur alltaf verið fattlaus. Hér sannast enn og aftur að prinsessan á bauninni er það með rentum .
Kæra dagbók nú er það bara spurning hvort prinsessan fari að verða svo hress að hún haldist ekki heima við heldur verði á hlaupum útum alla borg og vanræki þig, nei það gerist ekki og skilaðu nú bestu kveðjum til allra líka þeirra sem stelast í tölvunrnar hjá mömmunum sínum !!!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þetta er frábært...ég ætla að áframsenda þetta bréf á Eirík og vonasdt til þess að hann verði búin að lofta allt út og laga til þegar ég kem heim úr vinnunni seint í kvöld hahahhaha en Rannveig mín ekki gleyma sjálfri þér !! þótt þú sért prinsessa ég "lenti" einmitt í þessu í vetur að "bólgna"svona út og hafði þessi bölvaða bólga áhrif á buxurnar mínar og ekki nóg með það þá bilaði þurrkarinn og minnkaði öll fötin mín.... ...bless bless og verið hress (eins og þið eruð snillingar í:-))
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:13
Ég er að reyna að kenna mínum prinsi þetta með rykið og nauðsyn þess að hreinsa það að mér fjarverandi, en það hefur enn ekki gengið, hann heldur því fram að hann þoli ekki hávaðann í ryksugunni. Sennilega verðum við að fjárfesta í sjálfvirkri ryksugu sem ekki spýr útúrsér rykmettuðu lofti, fer af stað þegar þarf og þurrkar líka úr hillunum og viðrar bækurnar. Bið kærlega að heilsa ykkur héðan úr Reykholtsdalnum.
Þóra M
Þóra Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.