3.8.2009 | 07:58
Ein á hraðferð.
Kæra dagbók þá er prinsessan aldeilis á hraðferð í dag því hún er að fara með kærastanum í tékk upp á sjúkrahús . Búin að hlaupa útí "kuffulag" á þeirri forsendu að það vantaði nýtt brauð en laumaðist til að versla sér eitt stykki af "fræðsluefni" . Í því blaði er allt upp brjósta minnkanir, já nú eru Victoría Becham og þær "frýr" allar að láta minnka á sér brjóstin, hvað gera prinsessur sem aldrei fóru í brjóstastækkun þá? Það sem hins vegar vakti mun meiri áhuga hjá prinsessunni var stór og mikil grein um tilvonandi "leiguþý" prinsessunnar þar sem verið var að fjalla um veikindi Daníels (kærasta Victoríu krónprinsessu Svía). Faðir Daníels gaf honum nefnilega nýra úr sér í vor þar sem Daníel er með nýrnasjúkdóm frá fæðingu og heilsa hans í hættu en nú er allt á góðri leið. Hvar heldur þú kæra dagbók að aðgerðin hafi farið fram nema á Karolinska sjúkrahúsinu í Huddinge , þannig að við prinsessurnar tvær vorum þarna með kærastana inni á sama tíma og þar afleiðandi báðar að vafra um ganga. Furðulegt að við skildum ekki rekast á hvor aðra, kannski að einhver hafi bara komið í veg fyrir það, of mikið álag á eitt sjúkrahús! Daníel mætir líka í reglulegt eftirlit á Huddinge svo nú er bara að drífa sig upp eftir og athuga hvort prinsessan rekist ekki á tilvonandi "leiguþý" sitt og geti farið að ræða samningana.
Bless kæra dagbók hér er sól og blíða eins og í gær og allt í góðu gengi
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hi erum i höfuðborginni þinni, Stokkhólmi. Eruð þið til í að hittast í vikunni? Erum núna í heimahúsi með tölvu til morguns.
það væri gott að fá svar sem fyrst. Förum á morgun á hótelið í Solna eftir hádegið. Ætlum að skoða Södermalm núna fórum á Gamla Stan í gær.
Bestu kveðjur Kristbj. og Gulli
Kristbjörg og Gulli (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 14:20
vá prinsessuflóð!!! en spennandi! vonandi gekk vel hjá ykkur í morgun. Við erum enn í sumarbústað...stalst í tölvuna hjá mömmu.....kkv SJ
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 22:18
PS: rosalega líst mér vel á myndina af þér þar sem þú ert í einkasnekkjunni með veskið sem kostaði mun meira en þetta sem þú varst að spá í um daginn...og þarna hefur nuddarinn þinn einmitt verið nýbúinn að ljúka við fótanuddið og þernan nýbúin að færa þér sjóðheitan cappuchino
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.