1.8.2009 | 07:31
Leigubílar og prinsessan!!
Kæra dagbók prinsessan getur ekki hætt að dást að Svíunum . Hér eru vikulega þættir í sjónvarpinu þar sem þekktir sænski skemmtikraftar og ótal Svíar á öllum aldri mæta á Skansen og syngja saman dægurlög. Það er svo gaman hjá öllum, allir brosandi og allir að syngja með og sést ekki vín á nokkrum manni. Prinsessan sér þetta ekki alveg fyrir sér á Íslandi þar sem yfirleitt gengur illa að fá fólk til að syngja með fyrr en á annarri flösku og þá í rútu eða í brekkusöng á útihátíð . Þessum þáttum er sjónvarpað vikulega á sumrin og síðan er annar svo til eins þáttur á annari sænskir stöð og þá kemur það frá Liseberg í Gautaborg og allir jafn glaðir og kátir .
Kærustuparið tók leigubíl í gær niður í bæ og hugðist ganga þar aðeins um og fá sér einhvað gott að borða. Þetta var sko ekki leigubíll fyrir prinsessu nei nei! Prinsessan varð að sitja í spíkat, já hræðilega útglent, því bílstjórasætið var upp við aftursætið. Prinsessan var í pilsi og fyrir siðsemissakir hélt hún "galdratöskunni" á milli fóta sér en lærin voru nokkuð ber, allavega neðri hlutinn. Áklæðið í bílnum var alls ekki við prinsessu hæfi því það stakk, já aumingja prinsessan var sár, rauð og upphleypt á lærunum eftir nokkra mínútna bílferð . Næst verður kærastinn sendur fyrst inn í bíl til að kanna aðstæður því þetta er nú ekki prinsessu bjóðandi . Kærustuparið reyndi að láta þessar hamfarir ekki á sig fá og fékk sér ágætan hádegisverð og hélt síðan í göngutúr. Þá komst prinsessan að því að þessi hádegisverður nægði kærastanum engan vegin, hann keypti sér Fanta og kelinuhring og litlu seinna ís, ja hérna. Þá þótti prinsessunni nóg komið og dreif kærastann heim í upphitaða snúða og hvíld. Það var nefnilega prinsessan sem þurfti hvíld eftir meðferð dagsins .
Bless kæra dagbók nú þarf prinsessan að skreppa í "kuffulagið" því horfur eru á sólarblíðu í dag og þá er eins gott að eiga eitthvað í gogginn!!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ, gaman að heyra að þú sért enn að komast í spíkat eða split en verra með útbrotin á lærunum hahhaha ég var í pallapartyi hjá Hrönn B í gærkvöldi og það var mjög skemmtilegt þangað til ég vaknaði í morgun til að mæta í vinnuna en hér er mér haldið við efnið...Hafnfirðingar eru duglegir að mæta í ræktina svo ég hef haft góðan félagsskap alveg frá opnun, Það er líka hughreystandi að vita af sjúkraliðinu ´aæfingu ef ég skildi líða út af......hafið það gott!!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 10:04
Heja Sverige, gott að heyra að allt er á uppleið, kærastinn kominn með þessa fínu matarlist heyrist mér en ég tek undir með Söndru um liðleikann í þér. Annars er ég mjög glöð að sjá að Sandra er á lífi því hún yfirgaf samkvæmið um 1/2 1 í nótt Á HJÓLI!!! Við Heimir náðum bara í restina á þessu pallapartýi því Heimir var að vinna í gærkvöldi og ég að passa svo ég var nú bara á bíl. Hins vegar stefnir í góðan palladag í dag og fram á kvöld (vildi að þú gætir komið því ég á ýmislegt góðgæti) Hafið það áfram gott turtildúfurnar mínar, heyrumst. Heja, heja eins og danskurinn segir næstum því
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 11:00
...matarlyst...
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 11:01
Góðan og blessaðan daginn kærustupar. Ég sé að allir keppast við að tala um pallapartý og ég skal taka þátt í því Hér var setið fram eftir öllu í gær yndislegu veðri og notalegheitum auðvita á pallinum hvað annað. Ekki verður nein breyting á í dag. Það verður innipúkapallapartý hér á morgunn og er það árlega hjá okkur á sunnudegi um vesló. Í dag kemur frumburðurinn og er ætlunin að stjana soldið við hann, þar sem hann hefur verið voða mikið að gera undanfarna daga að klára masterinn sinn . En hvað um það hér verður skálað í freyðandi í dag og allt. Hugsa oft og mikið til ykkar bestu kveðjur og risapallaknús af B-17
Ásta Eyjólfs
Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.