31.7.2009 | 07:59
Rafmagnslaust? Nei nei!!
Kæra dagbók þar fór prinsessan illa með þig í gær! Kærustuparið fór eldsnemma á sjúkrahúsið í hin ýmsu tékk og tók það nú tímann sinn . Á heimleiðinni fór parið á matsölustað og snæddi salat og naut þess að sitja úti og horfa á mannlífið. Eftir góðan göngutúr var dröslast heim og prinsessan dreif sig í þvottinn og þar með gleymdist þú kæra dagbók vitlaus röð!!
"Lærir svo lengi sem lifir" já já prinsessan hefur vanið sig á þann slæma sið að lesa "moggann" (alveg sama hvað hann heitir) með morgunmatnum og nú gerðist það að enginn "moggi" var við hendina, hvað gera bændur þá, allavega bregða sér ekki í búskap. Nú var gripið það sem hendi var næst eins og svo oft áður í sumar og nú það reyndist það vera "Kelloggs kornflakes" pakki svo nú getur prinsessan frætt þig kæra dagbók um allt innihald í "Kelloggs kornfleksi"og magn þeirra. Þar sem Kellogg "kompaníinu" er svo mikilvægt að fræða neytendur þá fylgir alltaf einhver fróðleikur á pökkunum. Reyndar er líka sagt í löngu máli frá því hvað fyrirtækinu er mikilvægt að vernda umhverfið og hvað við gerum umhverfinu gott með því að borða "kelloggs kornflakes". Sem sé kærastinn leggur það á sig á hverjum einasta morgni að bjarga regnskógunum, það munar sko um minna. Hins vegar lærði prinsessan það að "chili-og cayennepipar eru notaðir í verkjalyf, spurning hvort maður geti reddað sér með því að éta "ávextina" beint ef verjalyfin eru ekki við höndina, bara spurning . Prinsessan hefur í sumar aflað sér mikils fróðleiks um innihald hinna ýmsu matavar, hér er til dæmis til "laktosfri" mjólk (reyndar allavega mjólkurvörur) sem kemur sér vel fyrir þá sem þola illa laktósa, eru með mjólkuróþol. Nú veit prinsessan nefnilega að vindgangur skírist mjög oft af mjólkuróþoli og þá óþoli fyrir laktósa svo prinsessan telur það þjóðráð að hefja framleiðslu "laktosfrira" mjólkurvara á Íslandi þar sem það yrði til þess að andrúmsloftið yrði mun betra, veitir ekki af á þessu síðustu . Þarna sérð þú kæra dagbók að það er ekki alslæmt að verða "mogga" laus .
Bless kæra dagbók hér skín sólin svo það er ekki seinna vænna fyrir prinsessu að fara aðdrífa sig út .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
svo er maður að vesenast í nám..... þegar maður getur alveg eins lært af því að lesa af morgunkornspökkum ....meiri vitleysan hjá manni ...þetta nám er líka miklu betra því maður fær alltaf að borða í leiðinni ég er reynar á launum við að skrifa þetta því ég er í vinnunni (alltaf að græða) búin að senda karlana mína í sumarbústaðinn og stefni að því að heimsækja Hrönn "sigurvegara í garðrækt" og Herdísi og Heimi í kvöld...ætla að byrja á því að kaupa mér sushi jammí eitthvað sem þeir velja helst ekki í matinn...hér er sól og gott veður (allavega gluggaveður) en ég horfði á bílveltu út um gluggann (vona að fólk flýti sér ekki um of þessa helgi) frumburðurinn minn fór á Neistaflug með kærustunni og verður 18 ára á mánudaginn en hann veit ekki að það verður búið að breyta herberginu hans í saumaherbergi þegar hann kemur til baka hehehhehe (djók...ég myndi kannski gera það ef ég gæti saumað)............tengdamamma er allavega sammála mér í því eftir að ég saumaði skálmar saman á buxum...... þú hefur kannski rtekið eftir því að við Hrönn eigum sama nafnið á fésbókinni (Ösp) hún sendi´mér einn góðana brandara sem ekki passar á þennan vegg...sendi þér hann í pósti í kvöld þegar ég er bæuin að vinna, borða sushi og fá mér rauðvínsglas með Hrönnslu og co. Hafið það sem allra best knús og kossar eru orkufrekir svo þú þarft að vera dugleg að knúsa Eyjólf
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.