23.7.2009 | 08:41
Matur er mannsins megin!
Kæra dagbók þá hef ég sett nokkrar myndir inn á bloggið sem teknar voru í byrjun júlí þegar hér voru gestir .
Nú er lagt allt kapp á að næra kærastann og koma á hann holdum, endurheimta hann aftur og það gengur bara nokkuð vel. Prinsessan eldar og fer út að borða með kærastann því það eru fyrirmæli frá læknunum að hann eigi að borða og borða og líka að fá sér einn og einn bjór en það hafa ekki komið nein fyrirmæli um holdafar prinsessunnar þannig að hún tekur fullan þátt í öllu þessu áti þó hún sleppi bjórnum . Við verslum í "Stóra-kuffulaginu" og þar er sko úrvalið í lagi og jafnvel hægt að kaupa matinn eldaðann en þar sem úrvalið af kjöti og fiski (já fiski veiddum í Norður-Atlantshafi) er svo mikið að við freistumst alltaf af einhverju sem er svo eldað heima, líka í hádeginu . Hins vegar eigum við það líka til að fara út að borða, þá sjáum við líka eitthvað annað fólk. Oftast er farið í hádeginu en um daginn fórum við að kvöldi til hér út á næsta horn en þar er grískur veitingastaður sem við gerðum ekki háar væntingar til . Við höfum að vísu séð lægra verð á matsölustöðum en samt var þetta ódýrt en gæðin voru sko ekki í samræmi við verð, nei miklu betra . Prinsessan pantaði sér entrecote steik og mátti velja hvernig eldaða kartöflu hún vildi með, alveg hæfir það minni. Kærastinn tók hins vegar áhættu því hann vildi endilega fisk og þar sem við erum orðin svo "góð" í sænsku vorum við bara með matseðil á sænsku. "Havgåsfile" skildi það vera, sænskuséníð hélt í fyrstu að þetta væri gæs alin upp í einhverjum garði, sbr hav/garður en sem betur fer var árætt að spurja þjónustustúlkuna, sem var austurlensk/kínversk sem var svolítið skondið á grískum veitingastað . Þessi "garðargæs" reyndist hinn besti fiskur með mjög góðu meðlæti og svo fylgdi súkkulaðimús í tveimur lítum í eftirrétt, prinsessan fékk tvöfaldan expresso sem var mjög góður við vorum alsæl með þessa máltíð og ekki skemmir að vera bara í 3-5 mínútur á leiðinni . Með tveimur rauðvísglösum var verðið mjög sanngjarnt og mun lægra en heima .
Bless kæra dagbók við höldum bara áfram að vinna að því að eindurheimta Eyjólfu og biðjum einhverna að vera búin að henda vigtinni þegar við komum heim .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá það eru örugglega margir sem öfunda ykkur af vinnunni við að borða það er spurning um að gefa upp hentugri mælieiningar en kg gangi ykkur vel að troða ykkur út af mat jammý jammý....:-)
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.