22.7.2009 | 09:03
Bústaður okkar!
Kæra dagbók eins og þú veist þá finnum við okkur mjög "heima" hér í íbúðinni í Stokkhólmi og okkur líður vel hér. Ekki skemmir það fyrir að íbúðin er á annari hæð, eins og var á Hjallabrautinni, að vísu er eins og við förum alltaf inn í gegnum kjallarann og hér er líka lyfta svona eins og framin voru morð í í frönskum bíómyndum frá 5. áratugnum , opin lyfta með rennihurð og rimlahurð, tvær hurðar og maður sér út alla leiðina. Prinsessan notar að sjálfsögðu aldrei þessa lyftu en það gera hugaðir kærastar alltaf. Gunnar er nálægur því á horninu er pizzastaður sem heitir "Gunnars pizza", þrír Gunnarar voru í stigaganginum á Hjallabrautinni . Reyndar er Jói fluttur af efstu hæðinni og býr nú á neðstu hæð í næstu blokk og lætur sér ekki nægja að slá grasið hjá sér eftir vinnu heldur slær hann hjá hinum stigagöngunum líka. Hann fer á "Blöndós" um helgar og grillar reglulega í góða veðrinu og er oftar en ekki með gesti, við birtum mynd af honum hér á blogginu, skollóttur með sólgleraugu, jú "sænskur" Jói, við höfum nú reyndar ekki farið og fengið lánaða hjá þeim hjónum mjólk eða rjóma, ennþá. Við höfum líka húsvörð hér, náunga sem dagaði upp um 1970, hjólar um götur á "möve" hjóli, ber á ofan með skegg niður á nafla, heldur ótrúlega hreinu og þvottahúsið er til fyrirmyndar, snyrtipinnar hinir mestu væru hæst ánægir .
Bless kæra dagbók, hér er fínt veður þó það sé gott á Íslandi, alltaf 18-25°C sól og skýjað til skiptis og svo hafa komið einstaka skúrir en við höldum samt að Svíarnir séu ekki ánægðir með sumarveðrið.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góur naggli þessi Jói væri til í ölkrús me honum
Jóhann (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.