Betra seint en ekki!!

Kæra dagbók þá er mín bara svolítð seint á ferðinni, einhverjir prinsessustælar í minni Whistling.

Við þurftum að vakna fyrir allar aldir í morgun eða fyrir klukkan 8:00 að staðartíma, við vöknum vanalega upp úr sjö af sjálfsdáðun, í morgun var þetta eitthvað erfitt Blush. Við gleyptum í okkur morgunmatinn eftir að hafa sturtað okkur á methraða, pöntuðum leigubíl og rétt náðum tímalega upp á sjúkrahús Shocking. Eyjólfur var í eftirliti í morgun eins og hann er reyndar tvisvar í viku hverri. Við hittum sjúkraþjálfarann sem var bara mjög ánægður með Eyjólf. Ég reyni af fremsta megni að þræla honum út daglega, að ganga eða hjóla nema hvort tveggja sé. Reyndar er hann rosalega duglegur og vinnur stöðugt að því að styrkja sig á allan hátt og koma sér í betra form Cool. Sem dæmi þá upp á stóð hann í dag að fara að versla og ég hlýddi eins og ég geri alltaf Halo. Þetta gékk svo vel, byrjuðum á kaffi, kók og súkkulaðiköku, sem var mjög gott! Síðan var ráðist á búðirnar, fyrst var það vetrarúlpa á Eyjólf á útsölu, þrír toppar og vesti á prinsessuna, ekki á útsölu, gallabuxur á herrann, á útsölu og kaffibrúsi fyrir heimilið, ekki á útsölu Wink. Kærustuparið var svo ánægt með sig að það hélt á matsölustað og snæddi hádegisverð utandyra og horfði á mannlífið á meðan, æðislegt. Svo var drifið sig heim til að blogga, ekki sleppa því og svo náttúrulega þarf að þvo Pinch.

Bless kæra dagbók og mikið var gott að ég lét þig vita af pallinum við Súfistann því það hefur bara verið uppselt síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að það gengur vel á allan hátt.  Ég er líka mjög ánægð með búðarápið.  Var einmitt að hugsa um að gefa þér seint!  Þetta er þriðja skiptið í dag sem ég fer og athuga hvort eitthvað sé komið frá ykkur.  Hef ákveðið að gefa þér séns í þetta skipti, þú ert nú einu sinni prinsessa Rannveig mín og þær fá aldrei sömu meðhöndlun og sót svartur almúginn.

Kveðja,

Edda

Edda (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 19:06

2 identicon

Jæja, það er orðið langt síðan ég hef sent kveðju, verið á smá flakki að sjálfsögðu innanlands eins og margur landinn í sumar. Við höfum það fínt, öll í fríi í sumarverðinu, við höfðum einmitt orð á því hjónin að það væri bara "skandinavískt" sumar í Reykjavík þessa dagana, þannig að það er tæplega hjá ykkur núna, alla vega ekki í fullum styrk! Dögunum er sem sagt eytt í garðinum og nálægum svæðum þar sem hægt er að njóta sólar.

Sýnist á blogginu að allt sé í rétta átt hjá Eyjólfi sem er gott. Við sendum góðar kveðjur til ykkar beggja. Og eins og svíinn segir "krya på dig!"

Ingibjörg

Ingibjörg Hinriksdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband