Sólgleraugu eða ekki!

Kæra dagbók þá er það bara spurning hvort sólgleraugun mín séu nógu góð, ég er alltaf að tala um að það sé að birta til en það rignir bara meira, sem sé ég þjáist af "bjartsýni" sem segir mér að sólgleraugun séu ekki nógu dökk Cool.

Í vafstir hins daglega lífs verður margur maðurinn afar vanafastur. Einn þekki ég sem hefur verslað í 30 ár á fimmtudögum eftir fimm, ef ég vil hitta hann óvænt þá fer ég í Fjarðarkaup rétt eftir fimm á fimmtudegi. Einn hjólar í og úr vinnu og getur þar af leiðandi ekki hjólað í fríum, eðlilegasti hlutur. Ég hins vegar er með eindæmum óskipulögð og tek skyndiákvarðanir á leifturhraða og samferðafólkið veit alls ekki hvaðan vindurinn blæs. Eitt hef ég þó tamið mér sem ég get ekki með nokkru móti brugðið út af og það er að skokka eða fara í ræktina á morgnana, ef eitthvað trufla þá get ég gleymt æfingu þann daginn Frown. Í morgun varð ég ekki fyrir truflun og komst út í eftirlit á landareigninni og þar sem ég lenti á löngum lögum í i-potinum þá stækkaði landareignin verulega. Ég hleyp yfirleitt 8 til 10 lög og svo fer það bara eftir lögum hve lengi ég hleyp, lent t.d. á Jimmy Hendrix í morgun með rúmlega 7 mínútna lag og Sammi básúna með eitt álíka langt, af 8 lögum voru fjögur mjög löng, þrjú bara löng og svo inn á milli kom eitt velþegið ABBA-lag þetta gerð 55 mínútur á skokki en einhver hefði nú farið lengra á þessum tíma ég hins vegar naut útsýnisins Tounge.

Nú á aðeins að túristast og reyna að fara í siglingu, í Karabískahafið, ég meina um Feneyjar norðursins, Stokkhólm. Það er nokkuð þungt yfir en mér sýnist vera að létta til Halo Svo þetta verður örugglega gaman, ég er búin að útbúa okkur að "slysavarnarkonu" sið, með drykki, plástur, lyf, flísteppi, regnhlífar og að sjálfsögðu sólgleraugu. Okkur er því ekkert að vanbúnaði nema að koma okkur út Errm. Við gerum ráð fyrir nærri 3 tíma úthaldi sem er mjög gott og vonandi ekki verið að tefla á tæpasta vaðið.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim  í góða veðrið og haldið áfram að njóta þess, gangand, hjólandi en allavega brosandi Smile.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl.  Hér er blíða 16 stig og sól, spáð enn betur um helgina, nú er það bara bekkurinn og varna því að brúnkan fari.  Ég var í afmæli hjá Stellu í gær og hitti þar Huldar og fjölskyldu.  Annars bara allt gott að frétta héðan, er að klára fíið mitt í bili, mæti í vinnu á mánudag aftur.

Gangi ykkur vel.

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 10:13

2 identicon

Sæl Rannveig og Eyjólfur,

Gott að geta fylgst með ykkur þarna úti á blogginu, takk fyrir það!

Páll Ólafsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband