9.7.2009 | 11:15
Rigning að pirra Svía!
Kæra dagbók nú er ég sko sein að játa syndir mínar fyrir þér, við fórum nefnilega eldsnemma upp á sjúkrahús í eftirlit og það gékk mjög vel .
Í gær fengum við okkur, kærustu parið, hjólatúr, ekki minna en 500 metra, mjög gott hjá okkur, allavega Eyjólfi. Við erum náttúrulega að æfa fyrir "Tour de France" því það er alltaf í sjónvarpinu og okkur langar svo að komast þangað, hjólandi í gulri treyju, rosalega tækjum við okkur vel út. Allavega eftir þessa 500 metra settumst við á veitingahús og fengum okkur "Lunc" sem tók klukkutíma að framreiða, ég sem sýð pasta bara í þrjár til fimm mínútur. Þetta var ágætur matur og í raun nutum við þessa að sitja úti og fylgjast með fólki sem fór framhjá, skemmtileg mannlífsflóra .
(T)foreldrarnir eru mættir á svæðið og ætla að vera fram á mánudag og þeim til heiðurs ætlum við að fá gott veður til að geta leikið túrista, athuga hvort þau hafi hæfileika á við okkar fjölsyldu . Þaðhefur rignt all hressilega meira og minna síðan seinnibartinn í gær en leigubílstjórninn sem ók okkur heim áðan fullyrti að nú færi að stytta upp og eftir helgi kæmi aftur sumarveður. Svíarnir eru orðnir nokkuð þreyttir á ótíðinni síðustu daga. Okkur sem finnst bara flott að vera í hita og smá rigningu sem rignir beint niður að vísu hefur rignt all hressilega inn á milli en við bíðum spennt eftir sólinni og hitanum . Prinsessan þarf nauðsynlega að fara að komast í að skokka um landareignina, veðrið hamlaði nú ekki för í morgun heldur sjúkrahúsheimsókn á hlaupatíma, kannski það náist að bæta þetta upp seinni partinn .
Bless kæra dagbók, þar til næst og hafði það sem best.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komið þið sæl. Mikið er gott að heyra að þú sért útskrifaður Eyjólfur minn. Ég er komin heim frá Tenerife, mikið slappaði ég vel af þar. Nú er ég komin í ruglið hér heima, mikið var gott að vera laus við það. í dag er heitt en sólin lætur ekki mikið sjá sig.
Gangi ykkur vel,
kveðja frá okkur öllum á Völlunum.
Anna Stína.
Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 15:53
Rannveig mín, hugsaðu bara "það eru engar afsakanir"
Það er bara fínt að fara út að hlaupa þótt það sé rigning, bara það sé ekki kalt og rok:)
500 metrarnir hjá Eyjólfi eru sennilega eins og 12 kílómetrar fyrir mig, þegar ég hjóla í vinnuna. En núna er ég kominn í sumarfrí, þannig að ég get ekki hjólað lengur... því ég hjóla bara í vinnuna;) sko: afsakanir alltaf:) En um að gera að taka sína litlu áfanga... sumir eru með 500 metra, sumir með 12 kílómetra... og svo er hérna einn núna á skerinu að hlaupa 440 kílómetra til Akureyrar... jæks.
Ég var að byrja í fríi og fyrstu 2 dagana í fríinu svaf ég bara... sérstaklega fyrsta daginn, en í dag vorum við drengirnir duglegir og fórum í langan göngutúr um Hafnarfjörð:)
Allir að vera duglegir :)
kv.
Huldar
huldar (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:19
HÆ hæ,,,,við hjúin fórum í góðan göngutúr um borgina hafði hann SV. með mér eftir smá umræðu hér heima hann vill bara sitja í tölvunni en ég leyfi honumþað ekki verður að gera eitthvað af viti annars fær hann ekkert hvítvín um helgina og ég teymi hann út í göngutúr um helgina spáð er súper veðri sól og hita 15-20 st. og þurrt,ekki meira rugl núna gangi ykkur vel. Kv. Sigurlaug og Sigurjón.
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.