8.7.2009 | 08:22
Vigfús fer heim!
Kæra dagbók þá er komið að því að litli kúturinn minn fari heim . Það hefur verið svo gott að hafa hann hér, fullorðinn karlmaður sem léttir undir með prinsessunni í einu og öllu meira að segja hjálpar henni við landnám og fer í ræktina fyrir hana.
Í gær "túristaðist" fjölskyldu hlutinn aðeins, við fórum á Skansen, þar er meðal annars "Árbæjarsafn" og dýragarður. Þarna var gott fyrir okkur að vera því nógu langt var á milli fólks, minni smithætta og hlýtt úti en svo skall á úrhellis rignin, þrumur og eldingar. Við skoðuðum húsin af meiri áhuga meðan á þessu stóð og sluppu þurr. Síðan kíktum við aðeins á dýrin sem öll voru af norrænum uppruna, hef ekki komist í návígi við skógarbjörn áður, þetta var birna og þrjú ung dýr. Við skoðuðum lítinn hluta af þessu frábæra svæði og gætum alveg hugsað okkur að fara aftur, þarna er hægt að eyða heilu dögunum en úthaldið gerði ekki ráð fyrir nema einum til tveimur klukkutímum og það var mjög gott .
Við erum að fara að fylgja Vigfúsi í flugrútuna og síðan á bara að njóta dagsins, spáð er skin og skúrum en prinsessan var að vona að skúrirnir hefðu verið í nótt og skinið verði í dag .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur á klakann sem er víst nokkuð hlýr núna.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.