Enn af lyfjaverslun!

Kæra dagbók nú erum við í fríi Smile Eyjólfur var útskrifaður í gær, loksins, mánuði á eftir áætlun og þarf núna bara að mæta tvisvar í viku til eftirlits. Hann þarft bara að vera duglegur að gera æfingar og fara út að ganga og það hefur ekki verið vandamál Cool svo þarf hann að vera duglegur að borða og prinsessan getur ekki séð það sem vandamál, hún stendur sig mjög vel í að innbyrða næringu.

Hins vega þurfti prinsessan á bauninni/gleraugnaslangan að eiga viðskipti í lyfjaverslun sjúkrahússins í gær að sækja lyf fyrir eiginmanninn. Af hverju ætli þetta heiti "Drug store" í henni Ameríku, ná þeir bara í "drug" þar, hvað sækja þeir þá hér "apó", veit ekki allavega sækja Íslendingar lyf í lyfjaverslunum þó sumt séu óttarleg  eiturlyf, en ekki fleiri tungumála hugsanir Blush. Í lyfjaversluninni var beðið um skilríki og var það auðsótt mál þó samskiptin færu fram á sænsku, næst biður lyfjafræðingurinn um fæðingardag og ár. Saklausa prinsessa benti með fingrinum á dagsetninguna í ökuskirteininu, "do you prefer Engels?" sagði þá lyfjadrengurinn, "yes; thank you" hljómaði vonskvikið úr munni prinsessunnar sem hafði haldið að hún skyldi sænskuna rétt. "Your birthday and year?", aftur benti prinsessan á sömu númeraröðina, "No the day you were born and the year" Frown WHAT! Prinsessan ákvað að lesa númeraröðina á ensku, treysti sér ekki í sænskuna á eftir það sem á undan var gengið! "Eight of June nineteen sixty". "Nineteen sixty, were you born in ninteen sixty" spyr drengurinn, vá  hafði prinsessan gert rangt, stamandi "yes!". "I thought you were much younger, födt mycket senera" Woundering Prinsessan var svo feginn að hafa ekki gert einhverja vitleysu að það var ekki fyrr en hún var kominn fram og hitti feðgana að hún fattaði hrósið, kæra dagbók þetta er ekki grobb hjá prinsessunni en lyfjafræðingurinn ungi verður líklega sendur til augnlæknis fljótlega og prinsessan er orðin mjög sátt við lyfjaverslun sjúkrahússins eftir þessa verslunarferð Kissing.

Nú er bara að athuga hvort við þrjú með gífurlegu leiklistarhæfileikana getum ekki bara tekið þátt tvö í "túristun" í dag WinkLoLTounge.

Bless kæra dagbók, það á að verða gott veður á heimaslóðum en hér rigndi í morgun en virðist vera að birta til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gvööööð Rannveig, þú ert svo ungleg:)  það er núna staðfest af óháðum þriðja aðila:)

kv

Huldar

huldar (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband