6.7.2009 | 07:50
Tækjaséní!
Kæra dagbók þá erum við mætt á sjúkrahúsið í vanalega inngjöf. Vigfús er kominn í ræktina, prinsessan ákvað hins vegar að vera eftir á þeirri forsendu að hún þyrfti að hlusta á lækninn .
Feðgarnir komust að því í gærkvöldi þvílíkt tækjaséní prinsessan er . Þegar að Inga María var í heimsókn var svo mikið af sjónvarpsstöðvum í sjónvarpi íbúðarinnar en þær voru nær allar horfnar þegar Eyjólfur kom, hvað hafði eiginlega gerst, helst var talið að þetta væri misminni hjá frúnni. Allavega var dagskráin ekki upp á margar fiska og þegar íslenskar Rúv fréttir fara að vera aðal sjónvarpsefnið með sínum "gleði" fréttum að heiman þá er tími til kominn að taka málið í sínar hendur og hana nú . Fyrsta spurning hjá prinsessunni var; "af hverju eru þrjár fjarstýringar?" Ein af hljómflutningsgræunum, OK, ein af sjónvarpinu, OK. Þá var sú þriðja tekinn til skoðunnar og lítið tæki með rauðu ljósi kom í ljós fyrir neðan sjónvarpstækið, prinsessan þrýsti á takka og grænt ljós kviknaði, svo að fikta aðeins meira, jú fjöldi sjónvarpsstöðva kom fram á skjáinn hver var að tala um ljósku? Við eyddu kvöldinu í gær í að horfa á sakamálaþætti frá ýmsum tíma, gamla og nýrri í bland, svona er gott fyrir karlmenn að búa með ljóshærðri prinsessu á bauninni frá Hafnarfirði , heppnir!
Við þrjú lékum túrista í rúma tvo klukkutíma gær og stóðum okkur mjög vel þó ég segi sjálf frá, leiklistarhæfileikarnir virðast okkur í blóð bornir og þá veit Mæjan okkar að það er ekki bara hún með þessa hæfileika í fjölskyldunni en hún komst inn í Kvikmyndaskóla Íslands, leiklistadeild á sínum leikhæfileikum, heppinn að við sóttum ekki öll um því það komast bara 12 að .
Nú þarf ég að fara að versla, mig vantar svo kórónu, svona með blikkljósum, þarf að hafa hana þegar ég fer um landareignina. Ég er að vísu búin að versla aðeins, keypti fyrst Ecco sandala á Eyjólf á útsölu og fór svo eftir þrýsting til að fjárfesta í sandölum á mig og fékk þessa fínu Ecco sandala en var ekki að kaupa eitthvert útsölugóss á mig, ég meina klæðast prinsessur einhverju sem keypt er á útsölu, mér er spurn .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og gangi ykkur vel í sumarveðrinu .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki að spurja að hafnfirska hugvitinu:)
Annars er allt í toppmálum hérna, allir þvílíkt aktífir... hjólað, lyft, synt, spilað golf, hlaupið...
Beztu kveðjur,
Huldar
Huldar (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 08:43
Heja sænsk/ hafnfirska dís. Gott að þið eruð í góðum málum í Svíaríki en misjafnt hafast mennirnir að þó svo að þeir búi í Hafnarfirði. Veit ekki hvaðan Sandra hefur alltaf þessa orku Við hjónakornin lufsumst annað slagið að skokka og Heimir er svo löngu búinn að stinga mig af-ég man þá tíð að hann dröslaðist einhvers staðar langt á eftir mér móður og másandien nú er öldin sem sagt önnur! En við fórum sem sagt með "hópnum" áðan, vorum 4 mætt: við, Margrét ólöf og Hrönn Ásgeirs. En núna held ég að sé kominn tími til að senda bóndann út að ljúka síðustu málningarsleikjunum.
Haltu áfram að blogga, hafið það sem best og ekki gleyma að njóta lífsins eftir besdtu getu. Kveðja úr Firðinum góða
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 10:56
Hæ, ég aftur. Las ekki hver sendandi var í ath.semd 1, tók það sem gefið að það væri Sandra sem væri svona virk, en sá núna að það var Huldar! Jæja, er þetta ekki einkenni kennara að lesa aldrei allt! kv. hs
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 10:59
Sæl og blessuð bæði tvö. Það er að verða virkilega gaman að lesa um þessa prinsessu sem breytist í gleraugnaslöngu öðru hvoru og nú ætlar hún að fara að skokka um með blikkandi kórónu Ég hlakka til þegar þú kemur heim og byrjar að skokka um Norðurbæinn, þú þarft nú að hafa mikið meira fyrir því að helga þér land hér heldur en þarna, þá þarftu nú fyrst að losna við mig. Það er nú ekki svo auðvelt get ég sagt þér. Svo er þetta líka pínu spennó að fylgjast með dönskukennarnanum sem les soldið vitlaust og skirfar stundum líka eitt og annað skrítið heldur t.d. að Huldar sé Sandra og svoleiðis. Og ég man nú þá tíð þegar einhver þurfti að narra hana upp á Keili hér um árið.
Bestu kveðjur úr Norðurbænum
kv.Ljúfa Bjarg ( það er sko nafnið sem ég sem ég fékk um helgina ég var í indjánaútilegu )
Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 11:41
Hæhæ öll þrjú,,, dugleg ertu alltaf Rannveig mín vonum bara að allt gangi vel áfram, við hjúin vorum mjög dugleg um helgina að fara út að ganga enda gott veður fæ bróa þinn út með smá hörku hann er komin í sumarfrí. Kv. Sigurlaug og Sigurjón.
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.