5.7.2009 | 08:13
Lautarferð!
Kæra dagbók núna er ég með kveikt á sjónvarpinu, var að horfa á veðurfréttir, alltaf að fylgjast með. Núna er hins vegar verið að tala um drykkfelldar mæður, ein fór með barnið sitt í tívolí og var fljótt orðin svo drukkinn að dóttir hennar fékk aldrei ísinn sem búið var að lofa henni því hún þurfti að koma mömmu sinni heim, 8 ára gömul. Mér datt nú samt í hug ég og Vigfús í hjólatúrnum, en hann er stór og sterkur .
Við fórum í flottann "picknik" á landareigninni í gær með teppi, kælitösku og fullt af nesti. Feðgarnir horfðu spenntir þegar prinsessan var að taka upp veitingarnar á landinu sínu, niðurskorið kjöt, ávexti, ost og brauð. Kælitaskan var opnuð og uppdregnir kaldir gosdrykkir og vatn og síðan kom ein kókflaska sem ekki var í kælitöskunni heldur pökkuð inn í viskastykki með gler rauðvínsglösum. Þá breyttist svipur feðganna og þeir fóru að hlæja, Vigfús sagðist ekki hafa séð nema 15-16 ára unglinga með vín á plastkókflöskum og þá væri það yfirleitt bland. Alla vega nutum við góðra veitinga og góða veðursnins í fallegu umhverfi ætlunin er meira að segja að koma myndum á bloggið úr ferðinni .
Við vorum rétt kominn heim þegar að prinsessan gerðist "geispinn" með eindæmum og ákvað að leggja sig en var varla lögst út af þegar brast á með þrumum og eldingum og þvílíkri hellidembu að allt varð á floti á augabragði svo kom sólin aftur og við fengum okkur smá göngutúr um kvöldið.
Við gerðum heiðarlega tilraun til að slappa af og horfa á sjónvarpið í gærkvöldi en enduðum á að horfa á fréttir í Ruv í tölvunni, svona er sjónvarpsdagskráin góð .
Í dag ætlum við að reyna að leika smá "túrista" og skoða okkur pínulítið um þar sem ekki er mikið af fólki. Ekki fer maður með nýfædd börn í margmenni, þar sem smithættan er meiri, eins er með Eyjólf "litla" .
Bless kæra dagbók og takk fyrir allar góðu og skemmtilegu kveðjurnar!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vantar aldrei upp á smáatriðin hjá prinsessunni!!!lautarferð með öllu tilheyrandi, þú ert snillingur í að "framleiða" gæðastundir, ertu ekki örugglega alltaf með blikkandi kórónu þegar þú ferð í garðinn?
kær kveðja til hefðarfjölskyldunnar!!!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.