Birna og birna!!

Kæra dagbók hræðilegar fréttir sem maður fær af skokkara, konu, í Finnlandi. Hún var bitinn í fótinn af birnu (með litlu b-i) en birnan fékk verri örlög því hún var skotinn skömmu síðar Crying. Ég sem hef verið að kvarta yfir snákum. Hvaða dýr ætli séu hér í Hagaparken, ég fór ein út í morgun að skokka á landareigninni og Vigfús aleinn núna, enginn mamma að bjarga honum frá óargadýrum í skóginum Undecided.

Við, móðir og sonur lékum túrista í gær og stóðum okkur með glæsibrag eins og okkur var von og vísa. Eyjólfur var lengur á sjúkrahúsinu í gær en það var bara til að undirbúa helgina, nú þarf hann ekkert að fara upp eftir fyrr en á mánudag. Þetta þýddi hins vegar að við Vigfús höfðum mun rýmri tíma til "túristunnar" Cool. Við tókum lestina frá sjúkrahúsinu niður í miðborgina, fórum í smá siglingu og síðan í Tívolíð Gröna Lund, þar átum við ís og brugðum okkur í skotbakka og ekki var að spyrja að frúnni hún stóð sig með glæsibrag, svo engar áhyggjur af Vigfúsi á skokkinu, bara grípa hólkinn og fara á eftir honum og fylgjast með óargadýrunum. Síðan leiguðum við okkur hjól og hjóluðum um, meðal annars meðfram Strandvegen, þar datt prinsessunni í hug að skreppa á veitingarhús, sniðug. Vigfús var sendur inn á barinn og prinsessan sat úti og leit eftir láslausum hjólunum, kom ekki víkingurinn með kúfullt ískalt hvítvínsglas Tounge. Þegar kassastrimillinn var skoðaður kom í ljós að hann hafði borgað 60 sænskar krónur fyrir hvítvínsglasið, OMG ég sem kaupi glasið hér niðri á 29 sænskar krónur FootinMouth. Ég get svo svarið fyrir það að þetta var helmingi betra hvítvín og glasið var fullt, hér niðri er það kurteislega hálffullt, SÓ Sideways. Vigfús spurði mig að vísu hvort það mætti hjóla í Stokkhólmi undir áhrifum áfengis þegar ég var búin úr glasinu en bætti fljótlega við "þetta gufar nú strax upp hjá þér" Whistling.

(T)foreldrarnir eru farnir til vinafólks sunnar í Svíþjóð og frúin þar var að hafa áhyggjur því það væri að kólna yrðu líklega ekki nema 22°C næstu daga! Mér kæmi ekki á óvart þó þetta hentaði Íslendingunum bara vel, bara að það verði ekki eldingar því á mbl.is var sagt frá Svía sem fékk eldingu í sig í gær og dó þetta var ekki mjög langt frá okkur. Við urðum aðeins vör við þrumur og eldingar en það tók mjög fljótt af í gærmorgun, verður vonandi ekki framhald af því.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heimGrinToungeLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kveðja til ykkar allra

Edda

Edda (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 14:07

2 identicon

Hæ hæ manni bregður þegar maður heyrif að "birna" sé farin að bíta og hugsar hverni ætli Ingvar hafi það:-) en svo les maður fréttina og þá kemur annað íljós...hér sit ég ein í skólanum að Laugarvatni og rembist við að klára ritgerð....ég er alltaf að sjá það beturog betur að við hljótum að vera frænkur...ég held nefnilega að ég sé líka prinsessa! ég er með lyklavöld að skólanum og þar að auki er búið a ðbreyta honum í hótel svo ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara fram af skrifstofunni og skipa fyrir...eða bara segja þeim að færa mér kalt hvítvín.... í morgun hellirigndi og svo kom sól og núna sýnist mér vera að koma rigningaský aftur....vonandi þá með þrumum og eldingum.... fá smá tilbreytingu í þetta......jæja ég vona að Eyjólfur fái góðar niðurstöður úr öllum prófum og þar sem hann er sérstakt tilfelli þá er við því að búast að hann fái sérstaklega góðar niðurstöður 

Alltaf jafngaman að heyra frá ykkur!! kveðjur úr sveitinni!!!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband