Kök!!!

Kæra dagbók þá erum við enn mætt á sjúkrahúsið og þar sem Eyjólfur er svo sérstakur þá er náttúrulega verið að taka af honum ýmsar prufur til rannsókna. Síðan á hann að fá lyf í æð og við ættum að komast heim rétt eftir hádegi og þá eru nú bara sumir að fara á fætur Tounge!!

Vigfús kom með okkur og er kominn í ræktina og þarf að taka tvöfalt á því í dag því mamma hans, prinsessan á bauninni,  þjáist af L.E.T.I. sem er náttúrulega stórhættulegt og alls ekki ráðlegt að fara í ræktina með þau veikindi á bakinu FootinMouth.

Við Eyjólfur erum búin að uppgötva hvað okkur hefur farið gífurlega fram í sænskri tungu. Þegar að Marían okkar var hér þá fórum við með hana á matsölustað merktann "Pizza og kök", flott pizzur og kökur, eitthvað fyrir okkur. Í dag, mörgum sænskum vikum síðar, vitum við að "kök" þýðir eldað eða elhhús. Þarna er því boðið upp á pizzur og ýmsan annan eldaðann, "kokkaðann" mat. ´Hvernig ætli fari fyrir okkur, endum við sem sænsku kennarar hér í Stokkhólmi í haust GetLost?

Prinsessan á bauninni og víkingurinn ungi fóru með fjölskylduhlutann sem hér er staddur í skoðunarferð um landareignina í gær. Ánægjuraddir voru yfirgnæfandi og engar úrtölur þrátt fyrir að hafa ekki vanist öðru síðustu mánuði og ekkert var minnst á "Icesave" Kissing. Niðurstaðan er almenn mikil ánægja, enda veðrið frábært, dýralíf gott og gróður í blóma. Flottir bátar lágu við bryggju og fallegur gráhærður eldriborgari heiðraði okkur með nærveru sinni. Hún sat á bekk í skugga af trjánum og leysti krossgátur og drakk kaffi úr rósóttum postulínsboll á dúkuðu borði, svona ætla ég að hafa það Cool.

Í dag  var áætlunin að Eyjólfur væri með foreldrum sínum heima en við mæðgynin lékum túrista í Stokkhólmi, dæmigert, komin rigning og þrumur og eldingar en það verður gott þegar við leggjum af stað, búin að panta! Kissing

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, nei ég er ekki búin að kaupa bjór handa Sigga, þetta er allt í vinnslu  Undecided.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fara varlega í bjórkaupum ekki láta Svíaríkið fá of mikið af ykkar vasapeningum komið frekar með þá heim til Íslands,það hljóta að vera til baukar þarna.....

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband