Stærðfræðisení!

Góðan daginn kæra dagbók, það kom rigning í nótt svo loftið er gott núna, hiti og sólin að koma fram!Smile

 Við fórum í göngutúr í gær eitthvað niður á Sveavegen og stoppuðum á veitingahúsi og lögðum á ráðin um framhaldið. Ákveðið var að elda góðan mat heima og kaupa rauðvín til að hafa með. Öll hersingin fór í matvörubúðina til að velja í matinn og það gékk án nokkurra slagsmála að heitið geti. Að vísu urðum við vitni að því að tveir búðarstrákar tóku á rás út á eftir einum "viðskiptavininum" og komu til baka eftir dálítinn tíma haldandi um hálsmálið á "viðskiptavininum" sem hélt á  svörtu kvenmannsveski  og innan stundar mætti lögreglan á staðinn og þá forðuðum við okkur Frown.

Ákveðið var að við kvenfólkið værum verðug fórnalömb til að tölta í áfengisverslun skammt frá en karlpeningurinn héldi heim með vörurnar. Við tvær fórum kampakátar Wink og fundum fljótlega "System bolaget" og versluðum rauðvín síðan átti að kaupa svona einn bjór handa tengdapabba. Þegar við fórum að skoða bjórinn kom í ljós að dósinn kostaði 10 krónur sænskar og það þótti okkur skvísum alltof dýrt Angry, þó vanar væru íslensku áfengisverði og álögum og sköttum. Hvað var þetta með Svía, forræðishyggjan að gera út af við þá , einn bjór á 1624 íslenskar krónur, nei Siggi fengi nú bara vatn úr krananum, þetta væri alltof dýrt ofan í hann. Þarna stóðum við og þusum yfir verðinu meðan við biðum eftir að fá að borga rauðvínið, sem var á mun betra verði og það fór eftlaust ekki fram hjá neinum af hverju við vorum að tuða FootinMouth.

Þegar heim kom sögðum við Sigga hvað bjórninn kostaði og að hann fengi bara vatn, hann benti okku pent á smá feil hjá okkur, semsé einu núlli og mikið, sænska krónan væri 16,24 íslenskar krónur, það er því upplýst að við erum tvær ljóskurnar Halo Halo.  Siggi fékk vatn úr krananum með kvöldmatnum en höfðingskapur okkar var svo mikill að við gáfum honum klaka útí. Nú er ákveðið að fara með vasareikni í næstu verslunarferð.

Bless kæra dagbók


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG hvað er að gerast með þetta fólk sem ég vinn með, getur hvorki reiknað né skrifað rétt eins og t.d ónefndur kennari sem skrifaði hér í færslu um daginn :) Greinilega gaman hjá ykkur með gestunum :) Knús úr Norðurbænum okkar

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 10:48

2 identicon

HAHAHA góðar saman aumingja Siggi vonandi verður þetta endurtekið hjá ykkur svo hann fái svo sem einn bjór.Kv. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 10:58

3 identicon

ÆÆÆ verst að missa af bjórnum...en það er sko betra að sleppa þessu en að taka sénsinn. Hann Eiríkur minn keypti sér belti um árið sem kostaði 1200 krónur í frífhöfninni og jakka sem kostaði rúmlega 4700 en þegar hann kom heim þá þurfti hann að bæta einu núlli aftan við sem hann hafði gleymt og kom í ljós að þetta var Boss jakki og belti og þetta var sko árið 1991 (held að þetta hafi verið hátt í mánaðarlaunin....) besta var að hann og vinur hans voru að spá í að kaupa sér videoupptökuvél saman sem kostaði 34000 (sem hefði þá verið 340.000) en það má þakka fyrir það að þá var minn maður skynsamur og keypti hana ekki....jæja njótið þess að vera með unganum ykkar og tengdó(foreldrum) :-)))) knús til ykkar

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband