Valdarán!!

Kæra dagbók það var framið valdarán í Svíþjóð í morgun Bandit. Klukkan 0745 að staðartíma hélt frú Rannveig  eða öllu heldur prinsessan á bauninni út að skokka Halo, tekin skyldi hæfilegur hringur svo eiginmaðurinn yrði nú ekki yfirkominn af söknuði. Leið lá í Hagaparken, afar stutt leið. þangað  sem Victoría krónprinsessa ætlar að flytja eftir giftingu ásamt eiginmanni Heartog hefur  jafnfram verið gefin út sú yfirlýsing að  loka þurfi nokkrum göngu/skokkleiðum í öryggisskyni. "To late my dear" prinsessan á bauninni fór í morgun að víkingasið og helgaði sér land og það er sko ekki pláss fyrir fleiri prinsessur takk fyrir og hana nú W00t. Prinsessan á bauninni naut þess að helga sér land í blíðviðrinu og mætti nokkrum skokkurum sem ekki kunnu að njóta sín eins vel þeim lá svo á, fóru fram úr eða sendu vindstróka þegar þeir skokkuðu hjá, hvernig er þetta kunna Svíar ekki að njóta lífsins Woundering. Þetta var meira og minna skokk á malarstígum og fremur mjúku undirlagi sem er mjög gott sérstaklega þegar fólk í þyngri kantinum og þarf að passa hné og aðra liði Wink.

Eftir hádegi förum við kærustuparið upp á sjúkrahús þar sem dæla þarf einhverju lyfi í Eyjólf, skil ekki af hverju ég er ekki bara látin gera það ég er orðinn svo ansi klár í öllum þessum sjúkrahúsmálum, tæki mig eftlaust vel út með sprautuna "á ég að sprauta honum?". Ég er viss um að allir væru til í að ég sprautaði þá FootinMouthFrown.

Eyjólfur er að styrkjast og hlýtur að fá verðlaun fyrir hvað hann hefur verið mikið og fræðandi verkefni fyrir læknana, þeir eru alltaf að fást við eitthvað sjaldgæft þegar Eyjólfur er annars vegar og læra helling af því, já meira að segja á heimsvísu Wink.

Bless kæra dagbók og ég sá í kortunum að þú ert að koma með sumarveðrið til Íslands eins og ég bað um svo kæru vinir og vandamenn nú er það grillið og með!CoolKissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

prinsessuhlaupið hefur gengið vel fyrir sig, og hvað ég hefði viljað ver með þér...ég hefði hlaupið í bleika síðkjólnum. Ég er ekki viss um að það sé gott að ÞÚ "sprautar honum" en þú gætir gefið efið fið ið honum hví í ít lauhauhauk  fengið lánaðan hvítan slopp eins og Laddi var í í þáttunum já sumarið er komið en það skiptir svosem ekki máli þegar maður situr inn allan daginn (ég meina samt ekki á Hrauninu) knús til ykkar!!!!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:48

2 identicon

HÆHÆ,,,við nenntum ekki að labba upp á Miðvang í dag til að skoða parketið gerum það í næstu viku, Sigurjón er á næturvakt og vaknaði ekki fyrr en kl. 15.00 í dag og Rúnar fékk bílinn að láni norður í land,,,mamma og pabbi segja aldrei NEI hahaha,,,, vona bara að hann og bíllinn komi heilir heim,,hafið þið það sem allra best,,, hér er að koma brakandi blíða 15-22 st. hiti næstu daga,,,kv. Sigurlaug og Sigurjón. GÓÐA NÓTT.....hehehehe.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband